fimmtudagur, desember 30, 2004

2004

Árið byrjaði erfiðlega fyrir mig. Ég var ein heima allan janúar mánuð að rembast við lærdóm. Var ég á þessum tíma að glíma við mikið þunglyndi og kvíða og var búin að vera að glíma við það í allt of langan tíma. Á sama tíma ákvað ég að ég yrði að taka mér pásu frá skólanum og vinna í að koma mér upp úr þunglyndinu. Ég ákvað að drífa mig til Ítalíu og vinna á bóndabæjum. Fannst mér þetta góð leið til að breyta um umhverfi og takast á við sjálfa mig með sjálfri mér og engum öðrum. Man að margir héldu að ástæða ferðar minnar væri út af vandamálum milli mín og Eika, en það var langt í frá.
Febrúar og mars liðu og ég vann mikið á þeim tíma og var að undirbúa mig fyrir ferðina. Dvaldi ég í tæpa 2 mánuði á Ítalíu á tveim bóndabæjum. Var þessi reynsla mjög spennandi en á sama tíma mjög erfið. En ég kom heim endurnærð og kom í ljós að þetta var góður startpallur fyrir mig.
Sumarið byrjaði eða byrjaði ekki þar sem þetta var versta sumar í Danmörku í 35 ár eða eitthvað álíka. Ég kíkti heim í júní og ágúst sem var ljúft eins og alltaf og svo fengum við Eiki fullt af gestum í heimsókn. Roskilde var mjög eftirminnileg.
Svo í enda júlí gerðist eitthvað. Ég fékk nóg. Hætti að drekka, hætti að borða nammi ásamt öllu öðru með sykri. Borðaði hollt og fullt af grænmeti. Enda rúm 20 kíló farin síðan í byrjun árs.
Haustið byrjaði og skólinn lagðist vel í mig. Þunglyndi og kvíði löngu horfin. Í október fjölgaði svo á heimilinu og Alísa kisuskvísa flutti inn og hefur lífgað upp á heimilið. Algjör karakter.
Svo 9. nóvember pissaði ég á prik. Var það gert með hálfum hug þar sem okkur grunaði ekki að það væri möguleiki á tveimur línum... en tvær línur voru það. Í sjokki hjólaði ég út í apótek og keypti tvö próf í viðbót og jújú tvær línur á þeim líka. Hmm.
Ja hérna hér. Við erum að verða foreldrar... erfinginn á leiðinni. Verð að viðurkenna það var erfitt að halda þessu leyndu, sérstaklega fyrir mömmu og pabba. En það var þess virði.
Botnlanginn stríddi mér aðeins fyrir jólin. Verð að viðurkenna að ég hefði eflaust harkað þetta af mér í einhvern tíma ef ég hefði ekki verið ólétt. Vorum soldið smeik að þetta væri tengt óléttunni. En sem betur fer var það ekki málið. En við tóku áhyggjur varðandi svæfingu og lyfjagjöf. En allt fór vel enda fékk ég lágmark af verkjalyfjum og engin bólgueyðandi... sem kannski gerði batann erfiðari en gengur og gerist en ekkert til að kvarta yfir enda stóð Eiki sig eins og hetja í hjúkrunarhlutverkinu.
Við Eiki áttum mjög hugguleg jól ásamt kisu litlu. Borðuðum góðan mat og fengum flottar gjafir. Hápunkturinn var þó að hringja í mömmur og pabbar og segja þeim að þau væru að verða ömmur og afar. Og systur að þær væru að verða frænkur.
Í heild var árið 2004 gott ár. Og eitthvað segir mér að árið 2005 verði enn betra.
Love

þriðjudagur, desember 28, 2004

It´s official...Við Eiki erum að verða foreldrar í júlí :o) :o)

föstudagur, desember 24, 2004

Gleðileg jól!

öll sömul og vonandi hafið þið það sem allra best um jólin.

Svona til gamans má geta að það er allt hvítt hjá okkur hérna í Køben... og snjóar enn og svona ekta jólasnjór, risastórar flygsur sem svífa hægt og rólega niður.

miðvikudagur, desember 22, 2004

Jólahygge

Jæja prófin búin og allir pakkar komnir í hús, ekkert annað eftir en hygge

sunnudagur, desember 19, 2004

ahh

Það var eitthvað svo ljúft að vakna í morgun. Tók mér alveg klukkutíma til að velta mér um og opna smám saman augun. Svo var kisa í svo miklu kúri stuði líka. Greyið Eiki vaknaði við vekjaraklukkuna í morgun og var rokinn af stað. Duglegur drengurinn.
Annars er það bara lærdómur í dag. Er ekkert allt of bjartsýn með þetta enda tók það góðan tíma að koma sér í stellingar eftir hörmungar síðustu viku. Djö að þurfa að lenda í þessu svona rétt fyrir prófin. En ég geri mitt besta og það verður ekki gert betur... nenni bara ekki að hafa þessi próf á bakinu.
Held samt að ég skreppi í eitt bíó eða svo í dag. Heiða og Angeles eru að fara á Sky Captain and the World of Tomorrow og mig langar með. Ástæðan fyrir að þessi mynd varð fyrir valinu er einungis út af Jude Law og ekkert annað. En ég ætla að sjá til... fer eftir duglegheitum þangað til.
ciao

mánudagur, desember 13, 2004

Ja hérna hér

Svona geta hlutirnir gerst hratt
Var að koma heim af spítalanum einum botnlanga léttari!
Byrjaði að fá verki á miðvikudaginn
Lögð inn á föstudaginn
Aðgerð á laugardaginn
Og svo var að koma heim núna áðan í dag mánudag... nokkuð aumingjaleg verð ég að segja
Á að taka því rólega næstu vikuna... sem er einmitt svona sniðugt þegar ég á að fara í 2 próf eftir helgi
Vil koma því á framfæri að Eiki er æði.. mange tak
Yfir og út

fimmtudagur, desember 09, 2004

Fasteignir

Er í hálfgerðu sjokki eftir að horfa á þátt hérna í DK. Komst að því að flott hús (týpískt danskur sveitabær) hérna úti með yfir 20.000 fm landi af skógi og meira, kostar jafnmikið og lítil tveggja herbergja íbúð inni í Køben og þriggja herbergja íbúð í Breiðholtinu.
Freistandi skal ég segja ykkur. Freistandi

sunnudagur, desember 05, 2004

Alisa
Stundum má maður vera montinn

Arna litla systir var að vinna til gullverðlauna í Karate, nánar tiltekið í Kumite. Til fróðleiks er Kumite sá hluti af Karate þar sem maður er að berjast við andstæðinga... þannig það er eins gott að passa sig á henni! Til hamingju skvísa.


Hérna er hún með bronsið fyrir hóp-kata í nóvember

Alísa kisuskvísa er orðin rosa klár í "fetch". Hún á nefnilega litla tuskubelju sem henni finnst mjög spennandi og það skemmtilegasta sem hún gerir þessa dagana er að koma með hana til okkar og svo eigum við að kasta henni. Hún hleypur svo og kemur með hana aftur og svona koll af kolli. Nokkuð merkilegt sko.

Síðast en ekki síst má nefna hann Guðjón vin okkar sem var að vinna til gullverðlauna í The European Awards for Creative excellence fyrir auglýsinguna sem hann leikstýrði fyrir Umferðarstofu. Þetta er víst í fyrsta skipti sem íslensk auglýsing vinnur. Er þetta frábær árangur og til lukku til lukku til lukku.

miðvikudagur, desember 01, 2004

Djö

Er í vinnunni. Var ákveðið að ég færi fyrr að sofa í þetta skiptið sem er frekar glatað stundum því maður er kannski ekki orðinn það þreyttur, sem einmitt átti við mig núna. Þannig af 3,5 fór fyrsti hálftíminn í það að reyna að sofna. Svo var ég með vinnugemsann til að vekja mig. Byrjaði á því að stilla klukkuna 2:10 sem var hálftíma of snemma (misreiknaði aðeins) og fattaði það bara þegar ég var nýstaðin upp og ákvað því að sofa þennan extra hálftíma sem ég átti inni, en náttúrulega sofnaði ekki. Klukkan 2:40 fór ég svo á fætur, nokkuð hress. Smurði mér brauðsneið og skellti mér yfir í svínahúsið... nei þá var klukkan bara 1:45, sem sagt vinnugemsinn ennþá á sumartíma og klukkutíma of fljótur. Djö. Hljóp aftur yfir og ætlaði sko að nýta mér þennan tæpa klukkutíma sem ég átti inni en sofnaði auðvitað ekkert. Þannig að af 3,5 tímum sem ég átti í svefn svaf ég í 1,5. Svona getur þetta verið ósanngjarnt stundum. Annars hress.

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Í dag
Bakstur, tiltekt og lærdómur
Eiki er að verða 24 á þriðjudaginn og því erum við búin að bjóða nokkrum vinum okkar í kökuboð seinni partinn.
Jarðaberjaterta, súkkulaðikaka og vöfflur.

Á morgun
Lærdómur og vonandi að sjá litla strákinn þeirra Hörpu og Tomma. Til hamingju dúllurnar

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Black Tuesday?

Svartur dagur í sögu dýravelferðar stendur í dönskum blöðum í dag og verð ég að segja að ég sé sammála. EU-ráðið samþykkti í dag, 25 á móti 1 (nokkrir sátu hjá), að svo gott sem ekki setja neinar takmarkanir á tíma eða fjölda dýra per fm í dýraflutningum milli landa innan EU. Sá eini sem var á móti var dani.
Mörgum finnst þetta ekki merkilegt svo sem og margt annað sem við ættum að setja orku okkar í en þeir sömu hafa eflaust ekki séð hversu alvarlegt þetta er og þær afleiðingar sem þetta hefur í för með sér. Við tókum þetta fyrir í skólanum í siðfræði áfanga á fyrstu önn í skólanum svo hefur þetta verið mikið í umræðunni hérna í Danmörku því Danmörk er einn stærsti útflytjandi á svínum.
Mér finnst ekki í lagi að dýr standi í t.d. 15 tíma keyrslu án þess að hafa möguleika á því að leggjast eða komast í vatn. Enda er dauði, átroðningur og alvarlegir skaðar, líkt og brotinn hryggur, mjög algengir.

Mér leiðist að fá daprar fréttir frá Íslandi. Sérstaklega þegar maður getur ekki stokkið og gefið þeim sem manni þykir vænt um knús á erfiðum tímum. Knús og kossar. Love ya

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Bráðum koma blessuð jólin

Enn önnur helgin á enda og ennþá styttist í jólin. Óhætt að segja að maður hafi komist í bullandi jólaskap eftir þessa helgi. Við Eiki og Heiða skelltum okkur í jóla Tívolí á föstudaginn. Það er ekkert lítið huggulegt. Mér finnst Tívolíið svo margfalt skemmtilegra á þessum árstíma heldur en á sumrin. Svo í gær fórum við á jólamarkaðinn í Jónshúsi. Eiki var að selja íslenskt nammi fyrir íþróttafélagið sitt og ég fékk að fljóta með. Fullt af sniðugu til sölu. Ég smakkaði aðeins á laufabrauði (eflaust meira en ég hefði átt) og smá sopa af malti... mmmm. Gekk voða vel að selja og seldist allt upp nema Nizza með hnetum. En básinn sem seldi maltið og appelsínið var lang vinsælastur.

Við Eiki og Heiða fórum svo í bíó í gær á Bridget Jones 2. Ji ég hló svo mikið að ég bókstaflega datt úr sætinu mínu. Mér finnst þessi húmor svo mikið snilld. Skíðaatriðið var langfyndnast, kannski vegna þess að ég kannaðist svo við það, þar sem skíðafærni mín og Jones er álíka góð.

Í dag verður lítið annað en tiltekt og lærdómur. Reyndar eigum við von á gestum seinnipartinn og kannski maður gerir nokkrar vöfflur. Eiki er farinn upp í skóla að læra. Brjálað að gera hjá honum. Ég þekki hann varla orðið í dagsbirtu. Hann er alltaf farinn áður en ég fer á fætur og kemur heim aftur rétt fyrir kvöldmat. En svona er þetta og verður fram að 4. janúar.

Þess má einnig geta að ég fór með kisu litlu upp í skóla (dýraspítalann) á fimmtudaginn í sprautur og vakti hún þvílíka athygli bæði starfsfólks og kúnna fyrir einstaka fegurð og glæsileika. Ég var ekkert lítið stolt:)

Ciao

mánudagur, nóvember 15, 2004

Sumir læra ekki!

Ég var að þrífa kisu eftir enn aðra klósettferðina!
Versta var að hún var ekki eins heppin í þetta skiptið með það sem beið hennar í botni klósettsins. Krafðist þess að hún var tekin og skrúbbuð! Oj

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Klósett-Diva

hahaha
Kisan okkar er með eitthvað thing fyrir klósettinu. Henni finnst það voða merkilegt og þegar maður fer á klósettið kemur hún hlaupandi til að fylgjast með.
En rétt áðan var ég á klósettinu og þegar ég stóð upp stökk hún ofan í áður en ég náði að sturta niður...
Þetta var mega fyndið. Ég kippti henni upp úr og setti hana beint í bað í vaskinum. Þessi elska var alveg eins og auli og streittist ekkert á móti. Ótrúlega stillt enda er hún ekki það hrædd við vatn. Hún hefur meira að segja kíkt inn í sturtu til okkar, en stoppaði þó stutt.
Heppni að ég þurfti aðeins að pissa í þetta skiptið:)

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Í dag

er góður dagur.
Vaknaði hress. Dúllaðist með kisu og dreif mig svo í vinnuna.
Hlakka þó til þegar það er kominn morgundagur og ég get farið heim. Dúllast við kisu og knúsað kærastann.
Ég er hress.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Oj

Maður veit nú varla hvað maður á að segja.
En eins og Binna vinkona mín orðaði það:
"Einu góðu fréttirnar eru ad þau fylki sem voru med hæstu tölur af ungum kjósendum, fóru til Kerry. Svo þad er kannski einhver framtíð i æsku þessa lands.. "

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Alisa

Villidýrið
Hmmm Hvað er þetta?
Gott að kúra hjá Eika

föstudagur, október 29, 2004

Tilraun

...til að halda mér vakandi.
Oj hvað ég er þreytt. Klukkan er 5 og 6 tímar eftir af vaktinni. Þetta er allt of gott insúlín sem við erum að testa því það er ennþá að virka sem þýðir bara að ég þarf að taka fleirri prufur. Gott fyrir NovoNordisk, ekki svo gott fyrir mig. Yfirmaðurinn minn sagði að þetta insúlín næði á lokastigið núna og því líklegt að það fari á markað í náinni framtíð... þeir eru voða ánægðir með það. Gaman að vita að maður er ekki að þessu til einskins.
Ég fékk 4 tíma áðan til að sofa sem er óvenjulega lengi en auðvitað gerði ég lítið annað en að velta mér til skiptis á vinstri og hægri hliðina. Ég er svo kóngulóahrædd og var alltaf að ímynda mér að það væri ein að labba á mér. Ég sá nefnilega svo ógeðslega kónguló um daginn á sama stað og ég svaf.. hún var huge.. og loðin í þokkabót. Oj
Jæja ætla að halda áfram að lesa um bakteríuna Clostridium perfringens... en fyrst prufur...ciao

miðvikudagur, október 27, 2004

Úff

Við fengum litlu kisu á fimmtudaginn og erum búin að knúsa og kjassast með hana síðan. Hún skoðaði sig um í korter og var svo bara hress með flutninginn, pissaði strax í kassann:)
Smátt og smátt er hún að reyna að ná stjórninni á heimilinu og tekst henni ágætlega. Við erum búin að vakna allar nætur með hana á milli okkar og í síðustu nótt var Eiki í bardaga við hana um koddann sinn. Hún lætur líka heyra í sér, t.d. ef maður tekur hana niður af borði þar sem hún má ekki vera og svona og reynir svo aftur og aftur. Annars er hún algjör kelirófa og nautnaseggur og vill helst sofa í fanginu á okkur á milli þess sem hún vill að við leikum við hana. Athyglissjúk er hún líka.. ójá.

Gunna og Villi eru búin að nefna litla prinsinn sinn og fékk hann það flotta nafn Grímur Steinn Vilhjálmsson.. Hörkunafn fyrir harðann gæja! Annars heilsast öllum vel og voru þau að koma heim í dag af spítalanum. Gunna sagði að hann væri sko sáttur heima og væri búinn að sofa í allan dag.

Ég verð rangeygð af vinnu og lestri fljótlega. Tók á mig allt of mikla vinnu fram að áramótum. Verð í 63% vinnu í október og 73% vinnu í nóvember samkvæmt útreikningum mínum... það er náttúrulega ekki í lagi þegar maður er svo í fullu námi. Ætla að ræða þetta aðeins við yfirmenn mína í fyrramálið þegar ég klára vaktina mína og stinga upp á við þær að bæta við mannskapinn... þýðir ekki að bæta við vinnu og ráða ekki fleirri inn.

Annars er heimþráin ekkert að dvína. Manni langar alltaf heim þegar það er svona mikið um að vera hjá fólki sem maður þykir vænt um, hvort sem það eru góðar fréttir eða ekki svo góðar fréttir... og gefa þeim eitt stórt knús

þriðjudagur, október 19, 2004

191004

Guðrún Ásta vinkona mín og Villi hennar eignuðust lítinn prins klukkan 01:37 í nótt. Hann er 15 merkur (3760 gr) og 52 cm. Allir sprækir.
Mér finnst eins og ég sé orðin frænka þar sem við Gunna höfum þekkst since forever og hún var nú hálfgerður heimalingur í Nýjabænum.

Ef það er einhver tími til að fá heimþrá þá er það núna. Tilhugsunin að ég geti ekki séð þau öll fyrr en eftir einhverja mánuði er óskemmtileg.

Til hamingju Gunna og Villi og Siggi og Dísa og Mási og Hildur og Óli og allir hinir
Knús og meira knús og kossar frá okkur á Solbakken. Love

föstudagur, október 15, 2004

ein vika

Tinna vinkona mín var í heimsókn hjá okkur um helgina. Var m.a. verslað og skellt sér í dýragarðinn. Áttum góðar stundir og rifjuðum upp gamla tíma.
Svo fórum við til Århus í vikunni og hittum á litlu fjölskylduna á Mejlgade. Alltaf jafn notalega að heimsækja Brynju og Trausta og núna líka Sölku Sól litlu skvís. Takk fyrir okkur.

en eftir eina viku kemur Alísa heim. Og eins og heyra má er ég orðin spennt.

miðvikudagur, október 06, 2004

Gummi og Lisa

Hugsa sér. Það er kominn október og meira en mánuður búinn af skólanum. Og eins og Sara segir er alvaran tekin við.

Gummi Jóh, Bendt og Bjarki voru í Køben um helgina og Gummi fékk að gista á gólfinu. Þeir ásamt Eika og Hlyn skelltu sér á tónleika með The Magnetic Fields sem mér skilst hafi verið drullu góðir. Annars var bara pöbbarölt og hygge. Gummi eldaði nú ekki fyrir okkur eins og var lofað en í staðinn bauð hann okkur út að borða kallinn og mange tak fyrir það.

Við Eiki fórum á tónleika í gærkvöldi með Lisu Ekdahl. Langþráðir tónleikar hjá mér. Hún var einmitt að gefa út nýjan disk sem heitir Olyckssyster og hefur fengið góða dóma. Þetta er fyrsti diskurinn í átta ár sem hún gefur út á sænsku. Það voru fullt af lögum sem voru mjög góð við fyrstu hlustun, m.a. titillag plötunnar, Olyckssyster, og lag sem heitir Hon förtjänar hela himlen. En hún tók líka nokkur gömul góð lög og flest af debut plötunni hennar frá 1994. Lög eins og Öppna upp dit fönster og Vem vet og uppáhalds lagið mitt Benen i kors og ekki frá því að ég feldi tár þegar hún tók Du sålde våra hjärtan.

miðvikudagur, september 29, 2004

Fodbold... skidebold

Svona lítur nú lærið út á Eika eftir Klakamótið. Hann fékk meira að segja brunasár.
Ekki furða að maðurinn sé á hækjum.En hann er allur að koma til og vonandi getur hann sem fyrst farið að spríkla aftur í boltanum.

mánudagur, september 27, 2004

Alisa

Smá sýnishorn af litlu kisunni okkar

mánudagur, september 20, 2004

Slysó-Jólin-Kisa

Haldiði ekki að Eiki hafi þurft að fara á slysó enn og einu sinni... hann fer að vera fastagestur.
Hann skellti sér til Jótlands um helgina á Klakamótið þar sem íslensk fótboltafélög víðs vegar um Danmörku koma saman. En í áttaliða úrslitum var minn í sókn og varnarmaður Aalborgarliðsins kom hlaupandi á móti honum og smellti tökkunum á innanvert vinstra læri. Og þar með var Eiki úti. Þess má geta að þeir enduðu svo í 2. sæti.
Alla vega þá er hann kominn á hækjur og getur ekki stigið í fótinn og ég þarf að klæða hann í og úr.

Við komum ekki heim um jólin. Eiki er að gera lokaverkefnið í skólanum og þarf að skila 4. janúar og svo verður útskrift seinna í mánuðinum. Ég verð reyndar í fríi frá 22. des og út janúar en ég ætla ekki að skilja kallinn eftir einan um jólin og reyna svo að lesa eitthvað þar sem næsta önn verður ansi strembin.

Annars erum við búin að fá okkur kisu sem heitir Alísa. Hún er reyndar ennþá hjá mömmu sinni og við fáum hana ekki fyrr en 21. okt. Hún er Burmese og blá á litinn (sem sagt dökkgrá) og verður eflaust með gul augu. Fórum að skoða hana í síðustu viku og hún bræddi okkur alveg. Okkur hlakkar ekkert smá til að fá hana heim. Ég gat ekki lengur haldið út gæludýraleysið.

mánudagur, september 13, 2004

Mjá

21. okt verðum við 3 á Solbakkanum

miðvikudagur, september 01, 2004

Að Sakna Íslands

Skrýtið hvernig hlutirnir eru þegar maður þeyttist um á milli tveggja landa. Við Eiki erum vön að eyða öllum okkar aukapening og aukatíma í flugfar "heim" til Íslands. Eftir tvo daga á klakanum er eins og maður hafi aldrei farið. Svo tveim vikum seinna getur maður varla beðið eftir að komast aftur "heim" til Køben. Og sama gerist tveim dögum seinna... það er eins og maður hafi aldrei farið til Íslands.

Hef oft setið með sjálfri mér og hugsað til Íslands og hvað og hverja og hvers ég sakna mest. Margt kemur upp í hugann. Eitt er útsýnið. Elska að sjá glitta í Snæfellsjökulinn og Esjuna þegar ég kem keyrandi frá Leifstöð. Svo er alltaf gaman vera með góðan hitting með vinunum og enda á NonnaBátum klukkan 5 um morgun til að bíða í klukkutíma biðröð. Fleira? Bláa Lónið er einn af mínum uppáhaldsstöðum. Fara aðeins út á landið og sjá Hekluna. Mat í Vesturbergið. Taka einn hring í Hagkaup þar sem matvöruverslanir í Køben eru crap. Fara á BæjarinsBestu. Bíltúr niður á höfn. Og svona mætti lengi telja. En eitt stendur upp úr og hefur alltaf gert í öllum mínum heimferðum til Íslands og það er Fífuhvammur 17. Það er ekkert betra en laugar- eða sunnudagseftirmiðdagur í Fífuhvammi 17. Fjölskyldan að berjast um sófaplássið, vafin inn í flísteppin, flest öll enn í náttbuxunum og Enski boltinn í sjónvarpinu. Mamma að stússast í kringum okkur og sest sjaldan niður, því hún þarf alltaf að vera að gera eitthvað... að hún heldur. Afi læðist upp stigann öðru hvoru og tillir sér í stólinn sinn. Ýmsar umræður koma upp og miklar rökræður fara í gang. Og allan daginn er fólk að koma og fara.

laugardagur, ágúst 21, 2004

Baunar

Vinir hans Eika, þeir Peter og Jens mættu til landsins á miðvikudaginn og það er búið að vera stíft prógram síðan.
Strax á miðvikudaginn var farið með þá í sund og á Ísland vs. Ítalía. Fór 2-0 er einhver er í vafa. Þeir fengu einnig að smakka á hangikjöti, sviðasultu, slátri og hákarl.
Svo á fimmtudaginn fórum við með þá út á land. Brunuðum með þá í Hrauneyjafossvirkjun að skoða og svo farið með þá að veiða við Vatnsfellsvirkjun þar sem Jens veiddi 3 fína urriða. Fórum svo í bústaðinn á Skeiðum og var fiskurinn grillaður.
Föstudagurinn hófst svo með klukkutíma reiðtúr. Draumurinn hans Peters var að komast á tölt sem og hann gerði og var alsæll. Svo var farið þennan týpíska hring... Gullfoss, Geysir, Kerið, Þingvellir og Nesjavellir. Þess má geta að Jens tók sundsprett í Peningagjá á Þingvöllum og var mikið kalt á eftir. Fórum svo í partý til Guðjóns um kvöldið og reyndu Gummi og co. að sannfæra baunana að í stað nasl væri hér á Íslandi alltaf harðfiskur, sviðasulta og hákarl á borðum í partýjum. Þeir áttu erfitt með að trúa því en fengu sér þó hákarlinn og skoluðu vel á eftir með Brennivínsstaupi... ef ekki þremur. Kíktum svo á Vegamót á eftir en ég fór snemma heim.

Annars er stefnan tekin á menningarnótt í kvöld.

mánudagur, ágúst 16, 2004

Ísland... gamla Ísland

Yes, the weather is always like this.... hitamet á Íslandi daginn eftir að ég kom... ekki amalegt.

Svo skellti ég mér á 50 cent/G-unit á miðvikudaginn með Örnu litlu systur, Völu og co. Var rosa stuð og ekki slæmt að hann væri ber að ofan nánast allan tímann. Hefði samt viljað vera í stúku og sitja á meðan allar upphitunarhljómsveitirnar voru... var soldið erfitt að standa yfir 3 tíma upphitunarprógrammi. Annars var rosa stemmning. Allir í stúku stóðu og dönsuðu alveg frá fyrsta lagi, sem er eitthvað sem ég hef ekki séð áður. Reyndar fannst mér soldið skrítið að eftir hálftíma voru þeir búnir að taka alla slagarana sína nema einn... og meira að segja In Da Club... hefðu mátt geyma eitthvað. Þetta var alveg 1 og hálftíma prógram og þeir sem settu hendur upp þegar G-unit sögðu Put Your Hands Up voru orðnir ansi blóðlausir í seinni hálfleik... enda sagt í hverju einasta lagi. En mjög sátt.

Ofbeldi hefur verið umræðunni þar sem það var ráðist á 2 vini okkar um helgina. Þeim var algjörlega misþyrmt enda ca. 4 á hverjum. Var öllum brögðum beitt og m.a. var sparkað í andlitið á öðrum þeirra og hann er nánast óþekkjanlegur og hinn er á hækjum með rifinn liðþófa. Heitir ekki slagsmál heldur líkamsáras. Til varnar segja gerendur að vinurA hafi verið uppdópaður og ráðist á einn þeirra. En vitað er að sá sami aðili af gerendum hefur verið að glíma við sært stolt sitt og vill meina að vinurB beri þar sök og hefur hann verið með hótanir við vinB í sumar. Einnig er vitað til þess að sami einstaklingur réðst að öðrum aðila þetta sama kvöld.
Vonandi komast þessir aðilar ekki upp með þetta, enda algjörlega óviðunandi!

Viðbætt:
Auðvitað er ég ekki hlutlaus. Það var ráðist á vini mína. Ofbeldi er ekki hægt að afsaka. Aldrei.

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Ja hérna hér

Is George W. Bush Planning to Attack America?

"Our enemies are innovative and resourceful, and so are we. They never stop thinking about new ways to harm our country and our people, and neither do we."
- George W. Bush, August 5th, 2004

föstudagur, ágúst 06, 2004

Fahrenheit 9/11

Við Heiða skelltum okkur á Fahrenheit 9/11 í kvöld. Góð mynd. Hlegið og grátið. Skilur eftir sig margar spurningar en svarar mörgum í leiðinni. Viðbrögð Bush við World Trade/Pentagon voru nokkuð mögnuð og öll tengslin og peningagræðgin. Skil ekki af hverju þessi maður er forseti. Ísland lék lítið hlutverk í myndinni... þökk sé Dabba og Dóra....

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Cost of War

Nokkuð mögnuð síða

mánudagur, ágúst 02, 2004

Eiki lenntur...

... og ég orðin grasekkja. Hundleiðinlegt að vera svona ein. Aðal vandamálið er reyndar að ég nenni aldrei að fara að sofa. Heng (eða hangi) yfir sjónvarpinu langt fram eftir. Ég veit, ég veit, ætti að fara að sofa til að vera hress í fyrramálið við lærdóminn... puhh. Já og svo er ég svo sniðugt að horfa á hryllingsmynd og núna er ég orðin hrædd við að vera ein..... eða hryllingsmynd? Ég er með svo lítið hjarta að þetta er eflaust ekki hryllingmynd fyrir flesta.

Fór í klippingu og litun í dag og ég er orðin algjör ljóska.. svo sem ágætt en sjálfri finnst mér að ég eigi að vera dökkhærð en líka gott að breyta til öðru hvoru. Dekki það aftur með haustinu.

Alla vega...

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Verslunarmannahelgi í Køben....

... er bara eins og hver önnur helgi. Fyndið hvað þetta fer alveg fram hjá manni

Annars er það að frétta að Eiki er að pakka og gera sig kláran að fara í flugið til íslands á morgun. Ég sit eftir heima... en bara í viku í viðbót! Þar sem ég var að versla mér miða til landsins líka. Málið er að ég þarf ekki að vinna fyrr en 24. ágúst og fer í próf 9. ágúst. Hef því lítið annað að gera á milli:) Svo ætlum við að reyna að framleigja íbúðinni á meðan þar sem það er alltaf verið að auglýsa eftir íbúðum í sumar og gæti allt eins farið svo að við verðum bara í plús. Sem væri ekki slæmt

En það er búið að vera geggjað veður síðustu daga og grillað og setið úti langt frameftir kvöldi... og ekki þörf á Kraftgalla. En núna er Eiki á grillinu að grilla SS pylsur... mmmm... og ég þarf að fara að leggja á borðið úti á svölum

mánudagur, júlí 26, 2004

Simon&Garfunkel

Mamma var hjá okkur um helgina og við mæðgur ásamt Heiðu systir skelltum okkur á tónleika í Parken með Simon&Garfunkel. Það var ekkert smá gaman. Gæsahúð dauðans við lög eins og "Sound of Silence" of "Bridge Over Troubled Water" og líka frábært að The Everly Brothers voru líka og tóku lög eins og "Bye Bye Love" og "Wake Up Little Suzy" við mikinn fögnuð áheyrenda.

Annars er það helst að frétta að prófið sem ég er að fara í 9. ágúst verður munnlegt en ekki skriflegt eins og það hefur alltaf verið. Nema ég komst að þessu að tilviljun og er frekar svekkt þar sem það er stutt í próf og vantar allar upplýsingar um hvernig prófið fari fram.

Já og Elín Hrund systir Eika er í Köben. Hún var að koma frá Tyrklandi og stoppar hér fram á miðvikudag, þannig þau systkinin eru að spóka sig um götur Kaupmannahafnar á meðan ég berst við næringafræðina

mánudagur, júlí 19, 2004

Eiki hrakfallabálkur....
 
Haldiði ekki að Eiki hafi þurft að fara aftur á slysó í gær... núna með flís í auganu. Kom heim með lepp... algjör töffari.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Hversdagsleikinn tekinn við

Núna er 2 vikna sukki lokið og rólegheit tekin við.
Það er óneitanlega búið að vera mikið gaman og mikið stuð að fá alla þessa í heimsókn. Gummi, Sölvi, Dögg, Vala og Dóri hafa öll verið á Hótel Vigdísi í kringum Roskilde og voru öll prýðis gestir.
Núna eru reyndar Ösp, Dóri og Dagur Sölvi litli í heimsókn. En það eru meiri rólegheit með lítinn 3 ára. Reyndar ætlar Ösp að elda mat í kvöld og huggó... aðrir gestir mættu taka það til fyrirmyndar í framtíðinni;)
Eiki slasaði sig í vinnunni á þriðjudag. Hann var að saga með handsög í plötu og stykkið sem hann var að saga af brotnaði af og sögin hrökk á hendina á Eika. Náði að skera svona rúman 3 cm langan skurð á handabakið á vinstri hendi og það þurfti að sauma 4 spor. Læknirinn sagði að hann væri mjög heppin þar sem skurðurinn lennti á milli sinar og stórra æðar. Var nokkuð aumur í gær en er annars bara hress.
Annars er ég bara heima að læra allan daginn. Næringafræði dýra á borðum... alltaf hressandi að lesa um orkugildi heys! En annars er þetta ekki svo slæmt. Farin að hlakka soldið til að byrja aftur í skólanum í haust... sem er bara jákvætt.
Brjáluð sól og hiti í Köben... eða ekki.. bara íslenskt sumar á baunalandi.
Ciao

miðvikudagur, júlí 07, 2004

ROSKILDE ´04

Þetta er búið að vera rosalegt...
Franz Ferdinand voru rosalegir og Pixies líka og N.E.R.D. líka og Zero 7 líka og Joss Stone líka og Tim Christensen líka og The Hives líka og The Shins og Beenie Man líka og...
...shit þetta var bara rosalegt....

Og ofan á allt urðu Grikkir Evrópumeistarar... rosalegt!

mánudagur, júní 28, 2004

Danmark-Tjekkiet

0-3
Tékkar eru einfaldlega betri...

föstudagur, júní 25, 2004

Roskilde-Veðurspá

Var að horfa á veðurspána og samkvæmt 5 daga spánni verður alskýjað og einhver rigning á miðvikudeginum og hiti um 17°... ekki er enn vitað um framhaldið en við skulum öll biðja saman....og muna eftir regngallanum...

sunnudagur, júní 20, 2004

DK

Komin aftur til Kóngsins. Fór beint í Tívolí í øl og verður að segjast að bjórinn er mun betri í dk. Það er eitthvað við hann.
Vöknuðum svo snemma daginn eftir og vorum mætt niður á Amager Strand í grenjandi rigningu... svona útlendsk rigning, til að hjálpa til við uppsetningu á tjöldum og sölubásum fyrir Íslendigafélagið og Íþróttafélagið Guðrúnu. Það var sem sagt 17. júní hátíð í uppsiglingu en manni leist ekki svo vel á blikuna. Upp úr 2 var svo komið ágætis veður og sólin lét sjá sig öðru hvoru. Við Eiki vorum í nammibásnum ... sem by the way var vinsælasti básinn á svæðinu... Annað hvort var það snilldarsölutækni okkar Eika og hinna samstarfsaðila ... eða græðgi fólks á íslensku nammi. Við vorum mjög sátt með daginn og Íþróttafélagið naut góðs af. Svo voru alls konar uppákomur, m.a. blakkeppni. Liðið hans Eika komst í úrslitin en töpuðu... ég var ekkert smá svekkt þar sem verðlaunin voru inneign í Fisketorvet.
Þegar það tók að líða á daginn létu flestir starfsmenn svæðisins sig hverfa og lenntum við örfá í því að taka allt til og vorum ekki búin fyrr en að verða 11 í gærkveldi. Við fórum bara beint heim og nenntum ekki að fara á ballið um kvöldið þrátt fyrir frímiðana. En var samt soldið spennt að fara þar sem Miljónamæringarnir ásamt Bogomile Font og Páli Óskari voru að spila. En við vorum endalaust þreytt og Eiki þurfti að vakna snemma að keppa í fótbolta... sem þeir unnu 17-0 og Eiki skoraði 5 mörk...

Ísland var rosa fínt. Var soldill þeytingur á mér á tímabili. En alltaf gott að koma, tala ekki um í Fífuhvamminn og horfa á fótboltann... voða heimilislegt eitthvað.

Ætla núna að leggja mig í sófann minn og horfa á lélegt danskt sjónvarp. yfir og út.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Ísland

Haldiði ekki að það hafi verið keyptur flugmiði í gærkvöldi... og flogið í morgun.. jújú maður er mættur til landsins.

sunnudagur, júní 06, 2004

Heiða

Heiða hélt upp á 3-0 afmælið sitt í gær. Var mega stuð. Vigdís sá um veitingar en Heiða var aðstoðarkokkur. Við slógum í gegn...
Annars er hún að fara til Íslands í kvöld og mig langar soldið mikið til að kíkja með, sérstaklega núna þegar það er orðið soldið flóknara að fara í lok ágúst eins og planað var út af vinnunni.
En í dag ætla ég ekki að gera neitt.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Prófatími

Jæja núna held ég hreinlega að allir séu að springa úr próflestri. Flestir (ef ekki allir) reyndar búnir á Íslandinu en flestir í miðjum klíðum hérna í danaríki. Eiki er einmitt að fara í sitt fyrsta á morgun... eða í dag.. þar sem klukkan er að verða 2 um nótt.
Ég er nefnilega stödd í svínastíu upp í Ganløse, vinna að vanda.

Annars er voða lítið að frétta af okkur. Nema að sumarið er gengið í garð og tími. Garða, teppa, øl og langt í næsta klósett framundan. Ljúft þetta líf.

Adda padda litla systir á einmitt afmæli í dag 2. júní og er því orðin 15 ára skvísa. Verður að segjast að tíminn líði hratt...
Friðsemd og Heiðbjört vinkonur mínar slá báðar í 24. árin þennan sama dag.
Til hamingju allar saman.

mánudagur, maí 24, 2004

Keldan

Ætli maður skelli sér ekki bara á Kelduna. Miðar komnir í hús og meira að segja Eiki "ofurútihátíðartöffari" ætlar að skella sér líka. Held að Gummi Jóh hafi náð að sannfæra hann í lokin. Djö... verður slefað yfir Pharrel í N.E.R.D.... þeir gerast ekki mikið flottari. Annars fullt af perfomerum sem mig langar að sjá og ætla ég að vera á fremsta bekk þegar m.a. Ben Harper stígur á svið.

Eitt innlegg. Pasta fyrir hunda og ketti. Það er í alvörunni hægt á Ítalíu að kaupa spes pasta sem er framleitt sem dýrafóður. Þegar ég sá þetta matreitt gat ég ekki annað en hugsað "Aðeins á Ítalíu".
Og svo sá ég geitung/vespu sem var jafnstór og litli puttinn á mér og heitir því sæta nafni HorseKillers. Og getur sem sagt drepið hest með einni stungu... og þar af leiðandi mann. Og það versta var að við fundum svoleiðis bú rétt hjá húsinu sem ég var í í Piemonte. Og þá vitið þið hvert ég fór ekki það sem eftir var. Oj.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Heim

Jæja þá er maður mættur aftur til Köben. Úff þetta er búið að vera meira ævintýrið.

Verð að segja að ég var bara fegin að fara frá hestabúgarðinum í Toscana. Fín reynsla og kynntist þarna 2 frábærum kanadískum stelpum en hel%”&#! eigandi staðarins var frekar óskemmtilegur. Átti það til að standa yfir manni og öskra og meina þá öskra yfir minnsta tilefni, henda í manni lyfjabox af því maður dirfðist biðja um meira þar sem það væri búið og einu sinni varaði hann krökkunum sínum við að borða of mikið því þá myndu þau enda eins og ég, þar sem við sátum öll saman við matverðarborðið. Eins og ég segi svona frekar óskemmtilegur og skap ekki í jafnvægi. Við höldum að hann sé á kóki. Skapsveiflur, skrýtinn til augnanna og tala ekki um egó. Það sem mér þótti þó verst var lack of respect. Hundar og hestar héldu mér gangandi. Var æðislegt að moka skít og knúsa hvolpa. Náði að safna góðu siggi í lófana og fastann skít á puttana... Eiki getur staðfest það... hann var ekki sáttur að ég væri með meira sigg en hann;)

Hitti svo Eika bleika í Milano í lok apríl mánaðar, sem var mmmmm og við skelltum okkur til Venezia (Feneyja ef einhver er í vafa). Það var æðislegt. Mæli eindregið með þessarri borg en mæli einnig með að fara ekki á sumarmánuðum, þar sem það var nóg af fólki þegar við vorum í lok apríl. Við fórum reyndar ekki á gondól. Og sjáum ekkert eftir því. Við vorum lengi að melta þetta. “Getur maður farið til Feneyja án þess að fara á gondól?” Eftir miklar vangaveltur ákvaðum við ekki að tíma því þar sem það kostar 80-140 evrur (7000-12000 kr., eftir lengd ferðar og staðsetningu gondóla) fyrir max 40 mínutna siglingu. Æi fólk var að sigla og ekkert alltaf eitt á ferð, kannski bátur fyrir framan með öðru pari og stór hluti ferðarinnar var undir brýr þar sem stóðu aðrir túristar og voru kannski að taka myndir og svona. Sjarminn var aðeins minni en ég var búin að ímynda mér. Sáum margt skemmtilegt, m.a. feneyska unglinga á rúntinum að hlusta á pop í botni nema í stað bíls voru þau á litlum mótorbát.
Við brunuðum svo aftur til Milano og Eiki skellti sér aftur í bardagann í Köben. Ég gisti eina nótt í Milano en svaf lítið sem ekkert þar sem AC Milan höfðu tryggt sér meistaratitilinn í boltanum um daginn og ég var svo heppin að hótelið mitt var við eina af aðalgötum bæjarins og aðal sportið var að keyra um hana í halarófu og flauta og öskra.... alla nóttina.

Þreytt og pirruð tók ég lestina til Biella í norðurhluta Piemonte (norður Ítalía, rétt fyrir neðan Sviss). Á lestarstöðinni stóð maður í skrýtnum regnsamfesting með 2 hjálma og kynnti sig sem Michele, sem sagt bóndinn sem ég var að fara að vinna hjá. Fyrir utan stóð svo vespa, ekta ítölsk vespa, 15 ára gömul. Ég horfi á hann, yfir á mig og yfir á farangurinn minn... í grenjandi rigningu og hugsaði að maðurinn hljóti að vera að grínast. Eftir miklar pælingar og vesen gátum við lagt af stað. Hálf á hljólinu og hálf í lausu lofti með aðra hönd á öxlinni hans og hina á farangrinum í úrhelli í 20 mínútur brunuðum við heim að bænum og alla leiðinni hugsaði ég... þetta er æði!
Þá er það bærinn. Þetta er geitabær, með 22 geitur, 4 kiðlinga, 9 kisur, 4 kettlinga, 2 hunda og 1 kú sem heldur að hún sé geit.
Komst fljótt að því að það væru aðeins aðrar áherslur á þessum bæ en á þeim í Toscana. Þau í Toscana voru mjög material, drullurík og lítil umhyggja fyrir dýrum (sá hann beita aðeins of miklu ofbeldi fyrir minn smekk). Þau voru algjör andstaða.
Michele er svona hippatýpa. Gamall öfga vinstri og rebel sem hefur mildst aðeins með árunum. Klæðist bara gömlum fötum sem hann hefur fengið gefins í gegnum árin. Reykir ýmist hass eða pot 5 sinnum á dag og framleiðir fyrir eigin notkun. Ég var t.d. með ca. 20 baby marijúana plöntur inn í herberginu mínu. Og draumur hans er að vera bara upp í fjöllum með geitur og fleira og lifa bara svona sjálfsþurfarbúskap... það er það sem hann stefnir að þegar börnin eru farin að heiman. En maðurinn er ekkert smá lifaður. Endalausar lífsreynslusögur. Núna lifir hann á geitaostagerð og verður að segjast er mjög fær í þeirri grein. Ekki verri en ostarnir frá kusunum.
Þau voru öll endalaust nice. Og hef ég bara gott að segja um þessa fjölskyldu. Gáfu mér fullt af góðri reynslu og upplifelsi sem gleymist seint. Ljúfar stundir.
Geitur eru ekkert smá skemmtilegar og svo rosalega ólíkar kindum. Miklu meira en maður heldur. Í fyrsta lagi þá getur Michele kallað á hver og eina með nafni og þær koma til hans. Við eyddum mestum deginum í að mjólka þær og fara með þær upp í fjall á beit í fleirri fleirri tíma í senn. Og kusa með. Hún var ekkert smá fyndin. Stökk á milli steina og hljóp upp og niður brekkur og smeygði sér milli trjáa og greina sem ósjaldan brotnuðu þar sem hún var ekkert lítil kú. Gat samt verið stórhættuleg þegar hún kom askvaðandi niður brekkuna og stundum þurfti maður að stökkva bak við tré þar sem hún gleymdi stundum hvað hún væri stór og átti það til að reka bumbuna í mann. Ég fékk af fljúga 3 sinnum við slíkar æfingar.
Aðstæður á heimilinu voru aðeins frumstæðari en maður er vanur að venjast. Fyrst kom í ljós að það væri ekkert internet, sem er ekkert til að tala um... svo kom í ljós að það var ekkert sjónvarp, sem var líka fínt, slæmur ávani hjá mér að glápa alltaf á imbann.... svo kom í ljós að það var engin kynding í herberginu mínu, sem var efitt þar sem fyrstu nætur var ansi kalt en 1 flís peysa, 1 sæng og 2 teppi seinna var það í lagi... svo kom í ljós að það var ekkert heitt vatn! Hvað gerir maður þá?! Jú hægt var að hita vatn með eldivið og fara svo í bað, þannig að á ca. 4 daga fresti var stór baðdagur og vatn hitað og allir fara í bað(þó ekki á sama tíma). Þetta var ágætt þar sem allir voru á sama róli hvað hreinlæti varðar. En verra þegar það var baðdagur 2 dögum áður en ég lagði af stað heim og fór sem sagt ekki í bað áður en ég lagði af stað heim til DK, 2 lestarferðir og 2 flugferðir. Lát vera að vera skítug en að vera búin að vera innan um geitur í 2 daga.... greyið fólkið sem lennti við hliðina á mér. Ég fann nokkrum sinnum netta geitalykt gjósa upp á leiðinni. En ég gekk á milli Duty Free búða á flugvöllunum og fékk mér smá Angel Innocent ilmvatn til að dempa geitalyktina.

Skítug, sveitt og þreytt.... sem sagt hálfógeðsleg lennti ég í gærkvöldi á Kastrup eftir 13 tíma ferðalag. Heiða og Eiki tóku á móti mér og sem betur fer afneituðu mér ekki þegar þau sáu mig. Heiða, þessi elska, splæsti svo í vel þeginn taxa á Solbakkann.
Var voða fínt að koma heim og tala ekki um að fara í mína sturtu, í mitt rúm með mína sæng, minn kodda og með minn mann. Held samt að það hefði verið fínt að vera lengur í Piemonte og ég sá soldið eftir því að hafa keypt flugmiða svona snemma, en hann var keyptur þegar ég var í Toscana og var frekar ósátt. En er sátt.

Sem sagt í stuttu máli sagt: Toscana var fín. Reyndi á. Vanezia....mmmm. Piemonte var æði æði æði. Kem þangað pottþétt aftur í heimsókn.
Frábær lífsreynsla og eitthvað sem ég þurfti á að halda. Ciao

föstudagur, apríl 30, 2004

Venezia

Feneyjar er thad heillin.... mmmm very nice. Vid komum aldrei aftur heim.
Love

miðvikudagur, apríl 21, 2004

24

24 ar er thad heillin. Gerdi voda litid spennandi thann dag. Var gedveik rigning og allt a floti i fullt af stium og vid ad daela stra og sagi inn svo ad merarnar med nyfaedd fololdin thyrftu ekki ad standa i polli i solarhring. Heyrdi tho i fullt af folki via sms og comments… takktakk. Mamma og pabbi hringdu um kvoldid og Eiki lika. Voda nice. Heyrdi i Heidu kvoldid adur og held ad folkid a heimilinu var farid ad furda sig a thvi hvad vid gaetum talad lengi saman.. hehe.

Ja eitt fyndid. Vid fengum 3 nyjar merar inn fyrir helgi og ein theirra heitir Arna. Eins og litla systir. Fannst thad gedveikt fyndid. Verd ad muna ad taka mynd af henni. Verst ad hun er frekar oskemmtileg, aest og a thad til ad sparka svona af og til.

Jaeja tha er vika i thad ad madur hittir kallinn i Milano. Verdur gaman. Kem heim til DK aftur 18. mai. Og njota sumarsins... sver thad, thad er buid ad vera omurlegt vedur nanast allan timann herna … svona ca. 4-5 dagar med sol, annars bara rigning. Bossinn minn segir ad thetta se buid ad vera ovenjulegt vor ad thvi leyti. Dises… helt eg vaeri a Italiu!

Oh dises. Enn annar hvolpurinn do i dag. Ekkert litid leidinlegt. Vitum ekki af hverju. Ekki vegna mjolkurleysis thar sem hann var staerstur og feitastur. Vitum ekki meir. Hef grun um ad hann hafi ordid fyrir hnjaski fra einum af hinum hundunum thvi vid heyrdum hann oskra upp... en ekkert vid thvi ad gera.

Knus allir saman og enn og aftur fyrir hlyjar oskir a ammaelisdaginn... (ja mamma eg veit thad er afmaelisdaginn)
Love

sunnudagur, apríl 18, 2004

Thynka

Thad er vist lika haegt ad fa thynku daudans i Italiu. Komst ad thvi i dag. Forum a rall i gaer. Eg og Kanadisku stelpurnar. Vigdis profadi hina ymsu drykki sem endadi frekar illa.
Annars er voda litid ad fretta. Eiki og eg aetlum ad skella okkur til Feneyja og vera thar i 3 daga. Hlakka gedveikt til.

Hey ja. Gunna og Villi eiga von a litlu krili i oktober. Til hamingju kruttin min. Mer finnst eins og eg se ad verda fraenka... uff allir ad eiga born thessa dagana. Eda er thetta bara aldurinn.

Bid ad heilsa ykkur i bili. Hlakka til ad sja alla i DK i mai og IS i agust. Ciao

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Upp og nidur

Jaeja tha er rutinan komin.
Vakna. Gefa. Moka skit. Laga til. Borda. Leggja sig (siesta.. snilldar uppfinning). Gefa. Borda. Sofa.

Thetta er buid ad vera rosa fint ad mestu leyti. Malid er ad eg er i essinu minu thegar eg er uti ad vinna. En er ekkert ad fila thessa fjolskyldu allt of vel. Malid er ad Nicola.. sem by the way er kall, er einstaedur og a 2 born, 7 og 9 ara. Og svo bua amman og afinn a efri haedinni. Bornin eru otruleg ad thvi leytinu til ad thau eru algjorlega ouppalin og gera allt annad en thad sem theim er sagt. T.d. var eg ad lesa uti um daginn og thau gerdu ekkert annad en ad henda i mig hlutum. Amman er svo alltaf af rifa sig. Hun opnar varla a ser munninn an thess ad oskra a okkur stelpurnar… er alltaf ad skamma okkur fyrir eitthvad sem vid gerdum ekki eda eigum ekki ad gera… aei. Og svo er thad Nicola sjalfur. Hann er finn svona flestar stundirnar en a thad til ad allt i einu ad eiba og er stundum ekki alveg samkvaemur sjalfum ser... med thvi ad bidja mann um ad gera eitthvad og svo allt i einu skamma mann fyrir ad gera thad... aei. Var mjog thungt andrumsloftid herna um daginn. Er allt ad koma i lag.

Vinnan er annars aedisleg. Eins og eg sagdi um daginn tok eg a moti hvolpum. Reyndar do einn theirra nokkrum dogum seinna. Var eitthvad ad thvi hann fekk nog ad drekka. Eg sat i fleirri klukkutima og sa til thess ad hann drykki og Nicola lika en gekk ekki. Svo eru poppa fololdin nanast a hverjum degi herna. Voda saet oll somul. Svo er madur bara ad thrifa stiurnar og gefa. Er komin med sigg i lofana, fastan skit a puttana og allt tilheyrandi;)

Vardandi netid er timinn voda takmarkadur thvi thad tharf ad hringja inn i hvert skipti og er voda dyrt. Vonandi kemst eg svona ca. vikulega til ad skrifa sma.

Thau heldu ekki upp a paskana eins hatidlega og vid gerum og ekki eins og eg helt thad yrdi i svona katholsku landi. Var allt opid a fostudaginn langa til daemis. Eg, Jill og Carly(kanadisku stelpurnar, 20 ara badar) vorum med fri a sunnudeginum og keyrdum nidur a strond. Rombudum inn a veitingastad sem vid kunnum agaetlega vid nema attudum okkur svo fljotlega a thvi ad thetta var sjavarrettastadur og allar 3 litid fyrir sjavarretti… en i stadinn ad labba bara ut aftur, sem vid kunnum ekki vid akvadum vid ad panta bara eitthvad “safe”. Carly er graenmetisaeta og bordar ekki fisk og fekk thvi bara spaghetti og tomatsosu… vid Jill reyndum svona ad skoda thetta nema ad menuinn var a itolsku og vid skyldum takmarkad… eda nanast ekki neitt. Pontudum i blindni og Jill endadi med kolkrabba og eg med sodna muslinga… sem voru ekki godir. Vid gatum skipt kolkrabbanum a milli okkar thvi hann var alls ekki slaemur a bragdid ef madur tok ysta lagid af, lagid med sogskalunum… gekk agaetlega thar til einn foturinn sogadist vid diskinn hja Jill…. tha misstum vid matarlystina. Fengum okkur svo italskan is i sararbaetur og roltum fram og til baka i sandinum a strondinni.

Framhaldid verdur sem sagt thannig ad 28. april fer eg hedan til Milano ad hitta Eika... vivivi. Vid aetlum liklegast ad fara til Feneyja en ekki enntha akvedid allt saman. Svo 3 mai fer eg a bae a nordur italiu sem er med fullt af geitum og bua til sinn eiginn ost og svona… verdur spennandi. Verd thar i 2-3 vikur og hvad verdur svo veit eg ekki enn. En liklegast fer eg til DK aftur eftir thad. Verdur liklegast ordid gott... ef ekki fer eg eitthvad afram.

Jaeja eg aetla ad drifa mig i hattinn. Svaf litid sidustu nott. Bid ad heilsa i bili. Ciao.

sunnudagur, apríl 04, 2004

Italia

Tha er madur maetttur til Italiu. Allt gengid vel svo sem og madur er buinn ad fa ad moka skit .. loksins. Ferdasagan kemur her:

Midvikudagur 31.mars: Copenhagen-LondonFerdin til London gekk agaetlega. Helt ad eg vaeri eina sem aetladi ad gista a Standsted um nottina en svo var ekki. Vollurinn var pakkadur og thetta var ein versta nott lifs mins… never again!

Fimmtudagur 1.april: London-Pisa
Loksins loksins komin til Italiu. Pisa er crazy town hvad umferd vardar. Hef aldrei a aefi minni verid jafn hraedd ad labba i umferdinni. Allar gotur mjog throngar og otrulega litil borg. Flugvollurinn var lika djok. Svipar kannski Hlemm i staerd og faeribandid sem toskurnar koma er alika og faeribandid i sveitinni thegar vid vorum ad flokka kartoflur i gamla daga.
Var svo sem ad drepast ur threytu vegna svefnleysis a flugvellinum i London. Labbadi um og fann Skakka turninn. Aetladi jafnvel ekkert ad kikja a hann. Hef aldrei verid eitthvad heillud af thessarri byggingu en sa sko ekki eftir thvi. Hann var ekkert sma flottur og lika hinar byggingarnar i kring. Rosa stor kirkja og fleirra. En eina var ad madur fekk hvergi frid fyrir svona gaejum med nokkur ur og drasl ad bjoda manni og reyna ad sannfaera mann ad madur yrdi ad eiga svoleidis. Um 15 for eg svo upp a hotel ad sofa. Svaf til svona 20 og rumskadi vid sms fra Eika thar sem a stod ad vid aettum ad borga 10.000 dkr. fyrir eitthvad drasl. Nyvoknud og myglud hringdi eg i afalli til baka en ja audvitad vitlaus eg… haha 1. April. Eiki var ekkert litid montinn med sig enda ekki a hverjum degi honum tekst ad plata mig svona illilega.

Fostudagur 2. april: Pisa-Cecina-Bondabaerinn
Uff thad talar enginn ensku herna. Var i thvilikum vandraedum a lestarstodinni ad fa upplysingar. Eftir ad hafa lesid mig til a timatoflu og eftir mjog oskyra stadfestingu fra ungum manni settist eg inni i lest sem a stod Roma Termini og vonadi ad hun myndi stoppa i Cecina einhverntimann a leidinni. Tho ekki slaemt ad lenda i Rom ef allt faeri i hakk. En eg komst til Cecina og var komin thar um 12.30. Eftir ad hafa verid pikkud upp af bossinum let hann mig fara i bil med bornunum sinum, mommu og kanadiskri barnfostru sinni og sagdi ad eg fengi far med theim heim og kvaddi. Eg helt tha ad ferdinni vaerid heitid heim en neihei… eftir ad vera buin ad versla fot a bornin, fara med theim a leikvoll (veivei), versla i matinn, horfa a hann aefa rugby og horfa a hana aefa skylmingar (sem by the er fyndid sport) forum vid heim og vorum komin heim um 19.30. Uff.
Baerinn er rosaflottur… eiginlega va … ad innan sem utan. Thetta er sem sagt einstaedur madur sem byr med bornunum sinum a nedri haedinni og svo eru 3 adrar ibudir a efri haedinni… fyrir foreldra hans og vinnufolk og svo er eg med stort herbergi og klosett a nedri haed lika, med inngang inn i hus og ser utgang ut. Rosa fint. 2 kanadiskar vinkonur ad vinna herna, onnur sem sagt barnfostran (Carly) og hin ser um hestana (Jill).

Laugardagur 3. april
Vaknadi snemma og eg og Jill forum ad gefa og moka ut hja hestunum. Allir hestarnir eru merar med folold eda alveg ad fara ad kasta eda eru i frjovgunarmedferd. Svo um hadegi bad bossinn mig um ad sja um hundana og fylgjast vel med einni tikinni thar sem hun atti af fara ad gjota a hverri stundu. Strax eftir hadegi kikti eg a hana og fannst hun voda likleg og nadi i bossinn og thegar vid komum til baka var einn kominn. Eg sat svo hja henni allan daginn og thegar upp var stadid voru alls 9 saetir hvolpar komni i heiminn. Mitt verkefni er svo ad kikja eftir theim naestu daga og sja til thess ad their fai nog ad borda. Thetta er sko fyrsta gotid hja greyinnu. Var voda eymdarleg ad sja svona, eins og thaer eru lika.

Sunnudagur 4. april
En verd ad segja fra hundunum. Eru 8 fullordnir Golden Retriever og svo eru 2 svona Mastiff… af staedstu gerd sko. Annar er ljufur eins og lamb en hinn er very scary…urrar og geltir og er mjog aggresive ad sja og laedist a milli trjanna og husa og fylgist med manni. Thetta er sko vardhundurinn og mer var bara sagt ad ignora hann…eda hana, er nefnilega tik sko en huge. Thekki MJOG marga sem vaeru skithraeddir ef their saeju hann. En svo i morgun var eg fyrst komin a faetur til ad tekka a hvolpunum og var i sakleysi minu ad rolta yfir tun til ad komast i hundahusid kemur hann askvadandi urrandi og geltandi og shit….ja eda naestum thvi. Hann stod svona halfan meter fra mer i svona attack stodu og syndi mer tennurnar sinar med videigandi hljodum og ja eg var farin ad bidja til Guds. Hef held eg aldrei verid jafn hraedd a aefi minni. Svo komu 2 adrir GR hundar hlaupandi og komu og heilsudu mer gladlega. Tha throskadist hinn vid og bakkadi en elti mig alla leid, svona half laeddist. Eg var svo ogedslega fegin thegar eg kom ad hundahusinu. Svo stod hann beint fyrir utan hlidid og fylgdist med mer thadan. Eg aetladi aldrei ad thora ut aftur en sem betur fer kom Jill fljotlega upp ur thvi ad na i mig til ad fara i hesthusin a svona motordrifnum “golfbil” sem vid theysumst um a.

Uff verd ad lata thetta duga i bili.. verd ad skjotast ad gefa hestunum. Veit ekki hvenaer eg kemst naest i tolvu… eitthvad vesen. Bid ad heilsa fra Tuscana. Ciao


miðvikudagur, mars 31, 2004

Copenhagen-London-Pisa

Þá eru aðeins 3 tímar í brottför

Ciao... Bella...

þriðjudagur, mars 30, 2004

ji

farið í loftið á morgun....

Alla vega er þessi helgi búin að vera frábær.
Fjörið byrjaði náttlega þegar við fórum á miðvikudaginn á Belle&Sebastian.
Fimmtudag skellti ég mér svo til Århus.
Á föstudaginn slóst í hópinn stuðboltinn "Anna-Lee Sarah" beint úr krufningu í Odense... enda hress. Við fórum öll svo ásamt Heiðu og Angeles í partý til Jespers bekkjarbróðir Eika. Þar var fullt af skrautlegu fólki. Meðal annars einn úr þáttinum Fab 5/Queer Eye for the Straight Guy... eða næstum því. Svo var náttúrulega endað niðri í bæ og hitt á Freysa, Erlu Súsönnu, Rakel og Bjarka. Þar slógu flestir í gegn. Eiki varð frægur íslenskur rappari, Gummi og Sara giftust, Angeles kanína og fleira og fleira.
Laugardagurinn fór í rólegheit og rölt. Elduðum góðan mat. Og verið að rifja upp gamlar sögur úr FB og fólk fór svo að týnast inn. Friðsemd var kölluð hinum ýmsu nöfnum til að byrja með og Jón aka Freyzi með zetu. Allt hreinn misskilningur. Það var bara super gaman og skömmu eftir miðnætti skelltum við okkur upp á 11. hæð og héldum áfram að djúsa þar með það var tekið á því í pool og fótboltaspili. Svo var farið í bæinn. Ég ákvað að vera eftir heima. Halda heilsu.
Brunch á sunnudeginum með Heiðu, Sindra, Védísi, Jóni og Friðsemd. Allir svona næstum því hressir. Strákarnir voru heima sofandi. Kvöddum Söru með tárum svo seinnipartinn. Og um kvöldmat eftir seinkun og meiri seinkun kom loksins Jói Jökull. Við skelltum okkur út að borða á Ítölskum og svo heim í hygge. Strákarnir fóru svo á mánudagsmorgun. Gummi og Hlynur til Íslands og Jói til Århus.
Þetta er búið að vera frábært. Og þið eruð alltaf velkomin aftur.
Ætla ég að benda á þessa myndasíðu hjá Gumma ef þið viljið sjá fleirri myndir.

Jæja nú fer að styttast í brottför eða annað kvöld og verður að segjast að maður er kominn með smá hnút í magann. Er reyndar ekki enn búin að pakka, er að þvo allar lufsunar núna og svo verður þetta hent í tösku á morgun.
Ég veit ekkert hvernig verður með internet og svona og hvort ég hafi yfirhöfuð einhvern aðgang.... men ef svo þá verður uppdeitað öðru hvoru hérna á síðunni. Ekki gera ráð fyrir miklum E-mail skrifum.
En alla vega... hafið þið það sem allra best og við heyrumst...
Ciao

sunnudagur, mars 28, 2004

ja hérna...

Þetta er búið að vera frábær helgi.

föstudagur, mars 26, 2004

Tölvan að komast í lag...

Vantar eitthvað upp á. Endar með að hún verði straujuð.. held ég bara.
Gummi hetja og Hlynur aðstoðarhetja/áhorfendahetja komu á miðvikudaginn og fóru strax í að koma tölvunni í lag. Held það hafi verið meira svona þeirra vegna heldur en okkar vegna;)
En strax um kvöldið var skellt sér á tónleika með Belle&Sebastian og verður að segja að þetta var hrein snilld.
Þessi hljómsveit er ótrúleg á tónleikum sem og í spilaranum. Skemmtum okkur rosalega.
Annars var ég að koma heim eftir 24 tíma ferðalag til Aarhus og til baka að kíkja á sætu fínu stelpuna þeirra Brynju og Trausta.
Partý í kvöld. Partý á morgun. Flug á miðvikudag. Pisa here I come.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Tölvan er biluð...

Helv... tölvan okkar er eitthvað að klikka hjá okkur... mig grunar að hún sé bara sýkt af vírusum... já í fleirtölu. Var að koma með hana til Heiðu og við ætlum að sjá hvað við getum gert fyrir hana seinna í dag.
Annars er voða lítið að frétta af okkur. Eiki er sveittur í verkefnavinnu í skólanum og svo er ég búin að vinna fullt í Novo og svo eigum við von á fullt af fólki og svo er ég farin. Ertu þá farin... ertu þá farin frá mér... hvar ertu núna.. hvert liggur þín leið....

Til hamingju með ammmælið í dag elsku mamma mín.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Jæja...

...þá er maður búinn að versla sér miða til Ítalíu og verður flogið af stað 31. mars

mánudagur, mars 08, 2004

Súpuferð Dauðans

Helgin var róleg og ekkert lítið fín. Við Eiki vorum bara á Solbakkanum að dúllast við íbúðina, hengja upp myndir og tiltekt. Hún verður að vera fín þar sem við eigum von á öllu þessu fólki í mars.
Við Eiki fórum á Along Came Polly á laugardagskvöldinu og skemmtum okkur konunglega. Phillip Seymour Hoffman var frábær í þessarri mynd og Jennifer Aniston fær plús í kladdann líka.
Svo á sunnudeginum horfði ég á formúluna og bakaði pönnsur fyrir kallinn sem sat sveittur að teikna þversnið af bjalka og styrktarbitum í brúm. Friðsemd kíkti í pönnsur og svo fórum við á smá rölt niður í bæ og fengum okkur eina kók á kaffihúsi.

Svo kom súpuferðin. Eftir bæjarrölt með Friðsemd og nóg af AutoCAD hjá Eika ákváðum við hjónin að skella okkur á kaffihúsið Det Gule Hus á Istedgade til að fá okkur súpu. Ég smakkaði nefnilega súpuna þeirra fyrir ekki svo löngu síðan og hún var æði! Eftir strætó, hraðbanka og strætó (reyndar mjög stutt frá Solbakken en...) settumst við köld og svöng inn á Gula Húsið en þá reyndist súpulagerinn vera búinn. ohhh. Við ákvaðum því að rölta Istedgade í áttina heim og kíkja á önnur kaffihús og finna góða súpu. Voru nefnilega í súpustuði. Eftir mikla leit fundum við loksins stað með súpum og ekkert litla girnilegum.. svona á pappír alla vega. Cremet Hummersuppe med frisk spinat og dill varð fyrir valinu....mmmmm. En hún var soldið dýr, en þess virði eftir alla þessa leit. Svo kom súpan... og vonbrigðin. Fyrir það fyrsta var hún volg og svo var hún voða lítið creamy. Bara humarsoð með dillbragði og þvílíkt sterku dillbragði. oj.
Við Eiki fengum strax í magann af henni og gáfumst fljótlega upp. Ennþá svöng og köld og 140 dkr. fátækari röltuðum heim og fengum okkur epli á meðan við horfðum á The Truman Show. Þvílík vonbrigði.
Og hvað lærir maður á þessu: Aldrei að kaupa sér Humarsúpu með dilli á kaffihúsinu við hliðina á Bang&Jensen. Farið heldur á Bang&Jensen... gott kaffihús og gott að borða.

úff er farin að kaupa fjarstýringu á Bang&Olufsen sjónvarpið okkar

miðvikudagur, mars 03, 2004

Hugleiðingar næturbröltarans

Ég held bara að enginn sé á fótum núna klukkan hálf fjögur aðfaranótt miðvikudagsins 3. mars nema ég.
Er í vinnunni og er búin að tappa ansi mörgum ml af blóði úr 4 grísum núna í 12 og hálfan tíma og svona 8-9 tímar eftir. Milli aftappanna er ég að surfa á netinu og virðist sem ég er búin með kvótann ótrúlegt en satt. Meira að segja farin að blaða í gamalt slúðurblað.. BilletBladet...Danmarks Royale Ugeblad... og ótrúlegt en satt er hvorki Mary eða Frederik á forsíðunni heldur Joachim litli bróðir... nei ég lýg því, er lítil mynd af Mary... ótrúlegir þessir Danir.
Eins og þið kannski sjáið er mér farið að leiðast... pínku..
En nú er kominn tími til aftappanna og glúkósamælinga. síjúsún

þriðjudagur, mars 02, 2004

isscreate your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Dagsferð til Þýskalands og eins með Svíþjóð... en það telst með ekki satt;)
Maður verður nú að gera eitthvað í þessu!
Hhmmm...

You're a Motherly little Girlfriend
-Motherly- You're the motherly type. You love to
take care of the one you love, and generally
you can be a bit overprotective and possessive,
but you know, that isn't always such a bad
thing. At least you'll be a good mom in the
future.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla

Kemur einhvern veginn ekki á óvart

mánudagur, mars 01, 2004

Óskar

Jæja tæpir 2 tímar í Óskarinn.
1991, þegar ég var ellefu ára man ég eftir að hafa grátbeðið mömmu að fá að vaka og horfa á Óskarinn. Eftir smá röfl og málamiðlanir fékk ég að horfa, ef ég færi að sofa klukkan átta um kvöldið gæti ég vaknað klukkan 2 og horft og náð svo 2 tímum áður en ég færi í skólann. Síðan þá hef ég ekki misst af Óskarkveldi.. nema eitt ár þegar það var ekki sýnt heima á Íslandinu.
Veit ekki af hverju... bara stemmari. Og nei... sætti mig ekki við endursýningu daginn eftir því það er ótrúlega mikið klippt úr...

föstudagur, febrúar 27, 2004

2 x ví ví

Mamma og pabbi og Arna litla systir ætla að heimsækja okkur í mars
Vvvííííí

Fékk frábæra símhringingu fyrr í kvöld frá Trausta og Brynju krúsídúllur. Lítil sæt stúlka kom í heiminn seinni partinn í dag. Stór og stæðileg með dökkt hár og sterka rödd. Trausti var á skýi.
Til hamingju elskurnar. Knús frá okkur á Solbakken.

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Jæja

haldiði ekki að ég sé komin með vinnu á Ítalíu frá og með mánaðarmót mars/apríl. Þetta er bær í Toscana, rétt hjá Pisa. Eru aðallega með hestaræktun en líka Golden Retriever hundaræktun. Vívíví.
Er sem sagt búin að ráða mig í mánuð til að byrja með og ef allt gengur vel verð ég lengur... annars held ég bara áfram á annan bæ. Þetta er nefnilega í gegnum samtökin sem ég talaði um áður og get því flakkað á milli bæja innan samtakanna.

Heilsan er enn í hakki. Og verst er að ég á að mæta á 20 tíma vakt í vinnuna á morgun. Vonum það besta.
Hilsen...

mánudagur, febrúar 23, 2004

Díses

Haldiði ekki að flensan hafi tekið sig upp aftur.
Vaknaði í morgun með hausverk, kvef, hálsbólgu, sviða og aum í augunum og búin að kasta upp 2.
puhh

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Róleg

Biðst forláts að láta svona langt líða á milli. Eins og Gunna sagði, busy með ryksuguna og tuskuna. Jeje

Var að koma úr ammmæli og var í öðru ammmæli í gær. Nóg að gera í þeirri deildinni.
Harpa vinkona átti í gær og Rakel sem býr hérna á kollegie-nu var með 60 manna partý í kvöld.

Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða þegar maður er ekki að gera neitt. Næsta vika fer í skipulag á Ítalíuferðinni minni. Lítur allt út fyrir að ég fari via WWOOF samtökin, sem eru samtök áhugafólks um lífræna ræktun... sem hljómar misspennandi í augum lesenda. En ansi sniðugt þar sem maður getur flakkað á milli bóndabæja og þ.a.l. ferðast um mismunandi héröð á Ítalíu. En engin laun, bara fæði og húsnæði. Annars ekki auðvelt að finna vinnu.

Annars er það svefninn sem kallar. Eiki er að fara að keppa á morgun í handboltanum. Og ég ... já ég er að fara í brunch með Heiðu og Eydísi vinkonu hennar... þettalífþettalíf.

föstudagur, febrúar 13, 2004

Godkendelse af orlov

Þá er það komið á hreint. Ég er komin í pásu frá skólanum.
Ætla að taka pásu í eina önn og koma fersk inn aftur í haust. Kemur eflaust mörgum á óvart.
Hugmyndin er að fara í 3-4 mánuði til Ítalíu og moka skít. Er samt ekki enn komin með vinnu, þannig að ef einhver veit um eitthvað eða veit hvernig maður finnur eitthvað þá endilega að hafa samband!
En hvað með Eika? Allt gert með hans samþykki og hann treystir sér vel til að elda matinn sinn sjálfur í nokkra mánuði...
...arrivederci!

mánudagur, febrúar 09, 2004

Hóst Hóst

Bbrrrr var lykilorðið fyrir Þorrablótið í ár. Skítkalt. Byrjaði aðeins að hlýna þegar fólkið fór að dansa. Við Eiki fórum reyndar ekki í matinn, heldur buðum Tati og Agga í íslenskt lambalæri og með því.... geðveikt gott. Skítamórall stóð fyrir dansi... og stóðu sig með prýði... ef maður er mikill mórals fan, þar sem að mínu mati, spiluðu aðeins of mikið af Skítamórals lögum.

Þynnkulaus sunnudagur. Gott mál. Fór í rjómakökuátveislu hjá Anne og svo hamborgaraátveislu með Friðsemd. Eiki aftur á móti í þynnku heima.

Heima í dag og get loksins "notið" þess að vera lasin... hóst hóst.

föstudagur, febrúar 06, 2004

Rectal Exploration...

...eða með öðrum orðum Hendi í rass, er það sem ég er búin að vera að gera í skólanum í vikunni. Á kú, nauti, gyltu og hesti. Stuðstuðstuð.
Var að koma heim eftir kýrnar og ég löggst upp í sófa lasin. Flensa.
Helgin framundan og stefnan tekin á Þorrablótið, reyndar ekki matinn. Vona að heilsan verði komin í lag.

mánudagur, febrúar 02, 2004

The Lost Mikrophone

Jæja fyrsti skóladagurinn í dag. Á ekki að mæta fyrr en klukkan hálftvö sem er ágætt.

Helgin ekkert lítið ljúf, aðallega vegna þess að ég þurfti ekki að hugsa um próf. Gekk reyndar ekki nógu vel í síðasta prófinu en nenni ekki að gráta það.

Vorum heima hjá Friðsemd og Jóni á föstudagskvöldinu í rólegheitum.
Tati og Aggi komu til okkar frá Malmø á laugardeginum og voru í mat og svo var spilað fram á nótt... og Aggi vann... enda ekki lítið ánægður. Fórum svo í bíó í gær, Tati og Aggi með, þau gistu hjá okkur. Lost in Translation varð fyrir valinu. Mjög góð, róleg og fyndin. Reyndar kom aðeins of oft fyrir að hljóðneminn sást hanga úr loftinu... veit ekki hvort þetta ætti að vera svona eða hvort við hefðum séð svona lélegt klip... eða ég get ekki ímyndað mér það. Fannst þetta soldið skrítið. En góð og á hrós skilið fyrir frumleika.

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Hagnýtar upplýsingar....

...fyrir íslendinga í Danmörku. Það er vika 5.

mánudagur, janúar 26, 2004

Smiðsaugað

Jæja þá er kallinn orðinn löglegur smiður... til hamingju ást

laugardagur, janúar 24, 2004

Prófatími

Ji hvað ég er að verða geðveik á próflestri... fyrir þá sem ekki vita þá fór ég í fyrsta prófið mitt 18. des og fer í það síðasta núna 30. jan. Þó að þetta séu ekki mörg próf, aðeins 3, þá er þetta bara svo langur tími þar sem draugur prófanna liggur yfir manni. Og það versta er að það er ekkert frí hjá mér milli anna. Próf á föstudegi og skóli á mánudegi.

Kallinn er líka í prófi þessa dagana. Dagur 2 hjá honum núna í sveinsprófinu í smíðum... gekk vel í gær.. gottgott. Verður líka á morgun. Við skulum krossleggja fingur... saman...

Svo er Jón hennar Friðsemdar að halda upp á 30. ára afmælið sitt í dag... ætla að skella mér í kökur og með því

Þarf að skoppast út í búð, ekkert til í þessarri piparmeyjaíbúð....addio

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Funerals

djö langar mig í nýja diskinn með The Funerals... Eiki ertu til í að ná þér í eintak áður en þú flýgur yfir? Langar líka í Lady&Bird....

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Hafið

Gleymdi að segja ykkur eitt í sambandi við sýninguna á Hafinu og það var hel&#%$! þýðingin. Ekkert lítið léleg. Heilu setningum sleppt úr og flutt af bröndurum algjörlega drepnir.
Var einmitt að spá í hver ber ábyrgðina á svona hlutum? Geta bíóhús bara tekið einhverja mynd og bullað bara hvaða texta sem er? Þetta var svo lélegt að það var eiginlega ótrúlegt!

sunnudagur, janúar 18, 2004

Bíó

Síðustu 9 daga er ég búin að fara 4 sinnum í bíó. Sem er bara nokkuð gott, þar sem það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Lordinn, Mystic River, Runaway Jury og svo var ég að koma af Hafinu. Loksins búin að sjá Hafið og nokkuð sátt skal ég ykkur segja. Skemmti mér konunglega.

Piparmeyjalífið er alveg að fara með mig. Ég kaupi eiginlega bara orðið frosinn mat á bensínstöðum og á Hovedbanen. Geðveikt sorgleg.

En það sorglegast er að ég er að horfa á Coyote Ugly í sjónvarpinu.... er að spá í að skella mér bara í bælið.....

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Antilærdómshelgi

Jæja þá er maður aftur kominn á fullt í lærdóminn. Næringafræði á borðum. Búið að vera erfitt að komast í gang aftur en allt að koma til.

Helgin var ýkt fín. Við Heiða fórum í Blå Pakhus en fundum ekkert þar nema reykingalykt. Eftir að við kíktum í Amager Centeret fórum við í stutta heimsókn til Arnar, Elínar og Hrafnhildar. Heimsóknin lengdist reyndar þar sem kaffivélin var endalaust lengi að hella á ... ekkert grín sko, alveg klukkutíma, þannig að ég gaf þeim gömlu kaffivélina okkar, á bara eftir að koma henni til þeirra. Svo komu Friðsemd og Jón í mat og hygge og við hugguðum og sulluðum til hálf fjögur um nóttina, þegar allur lager var búinn.. fyrir löngu.

Á sunnudeginum vöknuðum við Heiða við sms frá nýja sambýlingnum hennar þar sem hún var læst úti, lykillinn virkaði ekki. Við, hálfglærar rifum okkur upp og skelltum okkur á Rysesgade til að bjarga málunum. Eftir dágóða bið mætti svo gellan og lykillinn virkaði fínt. Svo kom í ljós að þetta hefði verið í nótt sem hún komst ekki inn eftir smá bæjarferð og hún hafi gist hjá vini sínum. Veit ekki alveg hvað gerðist en mín ágiskun er sú að hún hafi bara verið pínku vel í glasi þarna þegar hún kom heim... ég veit það ekki.. Alla vega þá skelltum við Heiða okkur í borgara á frábæru kaffihúsi við Søerne og gluggasjoppuðum í svona second hand/retro húsgagna og dóta búðum. Fullt af flottum hlutum en enn meira af ógeðslega ljótum. Rak augun í eitt og annað og ákvað að skella mér daginn eftir þegar allt var opið. Þaðan fórum við í bíó á Mystic River, sem er mjög góð með doldið sérstökum endi. Við Heiða vorum ekki alveg að ná honum, lokasamtalinu, erum búnar að velta þessu soldið vel fyrir okkur. En rosa góð og frábær performering hjá Sean Penn og Tim Robbins.

Keypti loksins svo í fyrradag "nýja" mublu undir sjónvarpið. Allt annað. Festi upp snúrur og stöff, þannig stofan er að verða rosa fín. Vantar aðeins á veggina.

Jæja verð að halda áfram með lesturinn.....

föstudagur, janúar 09, 2004

Helgi framundan

og ég ætla sko að halda helgi. Nenni ekki að læra.
Gekk fínt í prófinu, þarf núna "aðeins" að bíða í 3 vikur til að fá niðurstöður

Við Heiða skelltum okkur loksins á Return of the King.....mmmmm... flottur King. Nokkuð ánægð verð ég að segja. Var rosa flott.

Friðsemd og Jón eru að koma í mat á morgun. Ég ætla að byrja daginn á morgun á að skella mér í Den Blå Pakhus. Gera enn aðra tilraun til að finna eitthvað undir sjónvarpið. Hlakka svo til að slaka á í góðra vina hópi.

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Ormalestur

Úff próf á morgun í snýkjudýrafræði. Ótrúlegt hvað það er mikið af ormum, flugum, maurum og einfrumungum í umhverfinu sem valda sjúkdómum í dýrunum og okkur mannfólkinu líka. Og svo bætast veirur og bakteríur ofan á alla þessa flóru.
Furða að fólk og hvað þá dýr séu yfirleitt á lífi.

mánudagur, janúar 05, 2004

Danska ríkisstjórnin

er sko ekkert skárri en annars staðar sem við þekkjum....
Síðasta eina og hálfa árið hafa yfirvöld haft það á dagskrá sinni að leggja niður fríríkið Christiania. Þeirra megin rök hafa verið kannabis salan á svokallaðri Pusher Street. Ok, gefum þeim það. Þetta er jú ólögleg vara og erfitt að rökstyðja af hverju Christiania ætti að selja hana án afskiptar.
Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst frábært að fara á sunnudags eftirmiðdegi og kíkja á útimarkaðinn á torginu og setjast á Nemoland og sötra einn kaldann og rölta svo að brúnni og skoða skrýtnu húsin við áarbakkann. Svo margt meira en bara Pusher Street.
Lögreglustjórinn í Køben sagði í einu viðtali að þeir væru ekkert vitlausir og vissu alveg að þó að salan í Christaniu væri lögð niður myndi salan ekkert minnka en þeir vilja frekar hafa þetta dreyfðara um borgina. Sem mér fannst reyndar fyndin rök. Frekar hafa sölumenn á götuhornum í íbúðahverfunum, en alltaf þitt val að fara í Christianiu. Lögreglan hefur verið með mun fleiri svokallaðar "rassíur" síðustu misseri til að sýna að þeim sé alvara.
Samt getur maður lesið á milli línanna í öllu þessu tali um kannabissölu að aðalástæða þessa skyndilega áhuga stjórnvalda sé ekki aðeins ólöglegur söluvarningur heldur landið undir öllum þessu mjög svo sérstöku húsa. Jú landið, miðbæjarland. Tilvalið til skrifstofubygginga og glæsiíbúða.
Jæja upp á síðkastið hafa raddir Christaniubúa hækkað og flestir hafa verið á móti sölunni á Pusher Street enda lang mesti ágóðinn fer til samtaka Hells Angels og mjög hverfandi hluti til Christianiu búa sjálfra.
En í gær fengu þeir nóg. Náðu sér í traktora og kúbein og rifu niður alla sölubásana á Pusher Street. Tilraun til að losa sig við þennan stóra faktor í afskiptinni hjá stjórnvöldum. Og hvað segja stjórnvöld? Jú haldiði ekki, skiptir ekki máli og breytir ekki neinu. Hvernig geta þau sagt þetta? Breytir ekki neinu! Gæti þurft smá tíma til að full hreinsa "Stínu" af kannabis. Og það verður aldrei gert, ekki frekar en hin hverfin í Køben. En salan verður þá vonandi ekki svona stór þáttur af Christiania. Sem eru jú ath. megin þáttur í því að stjórnvöld vilja leggja "Stínu" niður.
En....einn þingmaður var í fréttunum hérna áðan að segja að seinna á þessu ári verða sett lög, já lög fyrir Christianiu. Þar sem verða valin hús sem fá að standa og hina verða rifin niður. Og meðal annars settar reglur um húsaleigu og annað. Sem sagt ekki neitt fríríki lengur.
Sem sagt vilja BARA fá þetta fína land.

föstudagur, janúar 02, 2004

Íslandsdvöl

Gleðilegt nýtt ár öll sömul.....takk fyrir það gamla
Jæja þá er maður farinn og kominn, sem sagt til Danmerkur aftur. Stutt heimsókn á Íslandið. Margt sem ég náði ekki að gera á svona stuttum tíma. Vona að fólk fyrirgefi það.

Þá er maður mættur í slaginn. Próflestur framundan. Eiki á Íslandi, þannig ég er ein í slotinu í allan janúar. Úff ég ætla að leggja mig aðeins og byrja svo lesturinn seinnipartinn.
Hilsen