sunnudagur, nóvember 30, 2008

28 ára

Kallinn kominn í fullorðinna manna tölu. Heil 28 ár.
Ég er búin að vera eins og lítill krakki í 2-3 mánuði af spenningi, þar sem í september datt mér í hug afmælisgjöf sem ég vissi að gæti ekki klikkað.
Loksins gat ég gefið honum hana og hann varð ekki fyrir vonbrigðum. Gjöfin var ný Canon 450D myndavél... og nú er Eiki búinn að vera eins og lítill krakki í dag.
Og við hin með ofbirtu í augum.

þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Julehygge

Spurning hvort maður verður kominn með leið á julehygge þegar loksins kemur að jólum.

Á næstu dögum og vikum erum við fjölskyldan að fara í julehygge í leikskólanum, julehygge í íþróttaskólanum, julehygge í vinnunni hans Eika og íslenskt jólaball. Svo erum við hjónin að fara í julefrokost með fótboltagenginu, julefrokost með dýralæknagenginu og Eiki í julefrokost í vinnunni...

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta alveg MEGA julehygge-program!

föstudagur, nóvember 21, 2008

Snjókorn falla

Fyrsti snjórinn fallinn í Köben þennan veturinn. Það var líka verulega kalt í dag og spáir enn kaldara á morgun. Reyndar náði þessi snjór ekkert að þekja jörðina hvíta, en var samt voða huggulegur.. soldið jóla.

Fór í leiðangur í dag. Nokkur markmið, en náði fæstum... kom heim 4 tímum seinna, alveg dauðuppgefin. Vonandi gengur betur eftir helgi... annars verð ég að þessu fram í febrúar.

Var að klæða Sóldísi í útigallann í leikskólanum í dag... þá kom einn leikskólakennarinn hennar og spurði hvort hún ætti að hjálpa mér! Ég verð s.s. orðin góð eftir 4 vikur!!!

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Að Sletta

Núna eru 2 vikur síðan ég kláraði skólann (í bili) og þ.a.l. 1/3 af þeim tíma sem ég reikna með að hafa, áður en við verðum kjarnafjölskylda. En ég er aðeins búin að gera 1/10 af því sem ég ætlaði að gera á þessum tíma. Verð eitthvað að herða mig.

Mér hefur oft verið bent á það af fólkinu í kring að ég sletti alveg hrikalega. Mamma mín hefur nú verið duglegust við það og var hún farin að jesúsa sig, ekki löngu eftir að við fluttum út, vegna þessa.
Mitt tungumál er einhver blanda af íslensku með nettum ensku og dönsku slettum og smá fagmáli ef ég er að segja frá skólanum. Mér finnst þetta ekkert stórmál, á meðan ég er hér, en það er ekkert hallærislegra en að sletta dönsku þegar ég er heima á Íslandi. Ég á þetta til og biðst afsökunar á því fyrirfram.

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Good times

Jæja þá er það orðið formlegt. Ég er búin að taka mitt síðasta próf í þessum skóla. Mjög skrýtið.
Náði s.s. prófinu sem ég fór í núna um daginn.
Núna á ég bara lokaverkefnið mitt og 2 vikna skyldumætingarkúrsus eftir... sem verður tekið eftir barneignarorlof.

föstudagur, nóvember 14, 2008

I know I know

Ég er á lífi.
Bara búið að vera brjálað að gera hjá mér í október... og skrýtið hvernig það er að eftir því sem líður lengra frá því að maður bloggar því minni löngun hefur maður til að blogga... kannast einhver við þetta?

Fór í próf í lok síðustu viku og gekk bæði vel og illa... Þetta er tvískipt próf og fyrri hlutinn var mun betri en seinni. Kemur í ljós um mánaðarmótin.

Er núna komin í barneignarorlof. Tæpar 5 vikur í settan dag og mín er bara að skipuleggja og undirbúa jólin.

En það sem fékk mig til að skrifa blogg er að ég rakst á þetta á YouTube. Man svo hrikalega vel eftir þessum þáttum, og varð meira að segja svo heilluð að ég sendi bréf til Stöðvar 2 og bað þau um að sýna þættina aftur, fyrsta og eina skiptið sem ég hef gert það.
Hann er töffari. Ég ætlaði að giftast honum.