laugardagur, ágúst 27, 2005

Hvað varð um sumarið?

Ji það er kominn 27. ágúst! Og sumarið að verða búið!
Eiki byrjar í skólanum aftur á mánudaginn og við Sóldís María verðum því einar heima virka daga. Það verður þvílík viðbrigði þar sem við erum orðnar svo vanar að hafa kallinn í kallfæri. Vorum einar heima einn dag í vikunni sem leið því að Eiki var í Malmö að hjálpa Elínu systir sinni að flytja. Eftir daginn skil ég ekki hvernig maður finnur tíma til að borða. Reyndar er Sóldís María svona Queen of Power Napping og sefur rosalega stutta dúra.

Annars erum við bara að reyna að njóta síðustu dagana sem Eiki er í fríi. Fórum niðri í bæ í gær á kaffihús. Ætluðum svo að rölta um bæinn en þá kom þessi úrhellis rigning og við flúðum inn á annað kaffihús. Hittum á Dóra og Friðsemd. Voða kósý

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Vísitölufjölskyldan

Hann Hlynur vinur okkar tók þessa mynd af okkur síðasta föstudag og setti á síðuna sína og skírði hana Vísitölufjölskyldan. Mér fannst þetta fyndið og varð að deila þessu með ykkur
visitolufjolskyldan

Annars er allt gott að frétta af Solbakken. Það er komið sumar aftur í Köben og sólin farin að sýna sig. Reyndar er Eiki eitthvað slappur og sefur enn ásamt litlu skvís. Vona að ferðin á Parken á Danmark-England + bjór sé það sem er að plaga hann en ekki það að hann sé að fá þessa pest sem við vorum með í síðustu viku.

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Danmörk-Ísland-Danmörk

Gleymi svo að segja ykkur að við erum að fara til Íslands í október. Komum öll þrjú á klakann þann 14. og svo fer Eiki aftur til DK að stúdera 24. en við mæðgur förum ekki fyrr en 30.
Hlakka til að sjá ykkur. Það eru líka svo mikið af nýjum krílum til að skoða.

föstudagur, ágúst 12, 2005

Hitalaus

Jæja loksins hitalaus í morgun. Litla var strax orðin samkvæm sjálfri sér á þriðjudeginum en ég búin að vera mun lengur að ná mér.

Fyndið, mamma var að senda mér fyrr í vikunni myndir af mér síðan ég var á Sóldísar aldri og ég hélt fyrst að mamma hafi verið að senda mér myndir af henni, sá það bara á fötunum að þetta var ég. Djö vorum við líkar. Set þær kannski inn á síðuna hennar seinna.

Annars verð ég að segja þetta gott. Við erum að fá Hlyn í mat og sú litla vakandi og því þurfum við 4 hendur til að sinna öllum störfum. Yfir og út

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Spítaladvöl

Haldiði ekki að sú litla hafi ekki verið veik í gær. Svaf allan daginn og vildi ekkert drekka. Grét svo öðru hvoru upp úr svefni og vildi alls ekki liggja niðri. Við Eiki vorum með hana á öxlinni allan daginn og héldum að hún væri með í maganum. Svo seinni partinn var hún komin með hita. Við hringdum í læknavaktina og læknirinn sem kom sendi okkur upp á Hvidovre Hospital vegna þess hvað hún væri lítil. Sagði samt að það væri ekkert alvarlegt á ferðinni.
Þegar þangað var komið var hún aðeins farin að hressast en þeir vildu halda okkur í nokkra tíma og sjá hvernig hitinn þróaðist hjá henni. Um 22 var hún svo mæld aftur og var með nokkrar kommur. Þannig það var ákveðið að við myndum gista yfir nóttina. Eiki var líka þar sem ég var sjálf farin að slappast all verulega. Sú litla svaf vel yfir nóttina og um morguninn var hún orðin hitalaus, sem betur fer, og við send heim. En um nóttina var ég komin með hita og er búin að vera veik í allan dag.
Við mæðgur náðum okkur sem sagt í einhverja flensu

laugardagur, ágúst 06, 2005

Orðin þrjú + kisa

Jæja þá erum við orðin bara orðin þrjú eftir í kotinu þar sem mamma, pabbi og Arna fóru í dag aftur til Íslands. Verð að segja að það var bara vel erfitt að kveðja þau þar sem við vorum búin að hafa það svo notalegt síðustu vikur.

Svo vorum við að kveðja Tati og Agga líka, þar sem þau eru að flytja aftur til Íslands. Verður skrýtið þar sem við erum búin að vera mikið með þeim síðustu 2 ár og eigum við líka eftir að sakna þeirra mikið.
Og svo eru Lilja og Eyjó líka að fara heim eftir að við fengum þau í heimsókn til Köben í sumar.
Bara allir að fara!
En Dóri er nú reyndar að koma og verður í vetur.

En annars ekkert að frétta.
Engar fleirri porn-upptökur eða barnseignir.
Bara gúrkutíð.