Stundum má maður vera montinn
Arna litla systir var að vinna til gullverðlauna í Karate, nánar tiltekið í Kumite. Til fróðleiks er Kumite sá hluti af Karate þar sem maður er að berjast við andstæðinga... þannig það er eins gott að passa sig á henni! Til hamingju skvísa.
Hérna er hún með bronsið fyrir hóp-kata í nóvember
Alísa kisuskvísa er orðin rosa klár í "fetch". Hún á nefnilega litla tuskubelju sem henni finnst mjög spennandi og það skemmtilegasta sem hún gerir þessa dagana er að koma með hana til okkar og svo eigum við að kasta henni. Hún hleypur svo og kemur með hana aftur og svona koll af kolli. Nokkuð merkilegt sko.
Síðast en ekki síst má nefna hann Guðjón vin okkar sem var að vinna til gullverðlauna í The European Awards for Creative excellence fyrir auglýsinguna sem hann leikstýrði fyrir Umferðarstofu. Þetta er víst í fyrsta skipti sem íslensk auglýsing vinnur. Er þetta frábær árangur og til lukku til lukku til lukku.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli