fimmtudagur, júlí 15, 2004

Hversdagsleikinn tekinn við

Núna er 2 vikna sukki lokið og rólegheit tekin við.
Það er óneitanlega búið að vera mikið gaman og mikið stuð að fá alla þessa í heimsókn. Gummi, Sölvi, Dögg, Vala og Dóri hafa öll verið á Hótel Vigdísi í kringum Roskilde og voru öll prýðis gestir.
Núna eru reyndar Ösp, Dóri og Dagur Sölvi litli í heimsókn. En það eru meiri rólegheit með lítinn 3 ára. Reyndar ætlar Ösp að elda mat í kvöld og huggó... aðrir gestir mættu taka það til fyrirmyndar í framtíðinni;)
Eiki slasaði sig í vinnunni á þriðjudag. Hann var að saga með handsög í plötu og stykkið sem hann var að saga af brotnaði af og sögin hrökk á hendina á Eika. Náði að skera svona rúman 3 cm langan skurð á handabakið á vinstri hendi og það þurfti að sauma 4 spor. Læknirinn sagði að hann væri mjög heppin þar sem skurðurinn lennti á milli sinar og stórra æðar. Var nokkuð aumur í gær en er annars bara hress.
Annars er ég bara heima að læra allan daginn. Næringafræði dýra á borðum... alltaf hressandi að lesa um orkugildi heys! En annars er þetta ekki svo slæmt. Farin að hlakka soldið til að byrja aftur í skólanum í haust... sem er bara jákvætt.
Brjáluð sól og hiti í Köben... eða ekki.. bara íslenskt sumar á baunalandi.
Ciao

Engin ummæli: