sunnudagur, janúar 18, 2004

Bíó

Síðustu 9 daga er ég búin að fara 4 sinnum í bíó. Sem er bara nokkuð gott, þar sem það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Lordinn, Mystic River, Runaway Jury og svo var ég að koma af Hafinu. Loksins búin að sjá Hafið og nokkuð sátt skal ég ykkur segja. Skemmti mér konunglega.

Piparmeyjalífið er alveg að fara með mig. Ég kaupi eiginlega bara orðið frosinn mat á bensínstöðum og á Hovedbanen. Geðveikt sorgleg.

En það sorglegast er að ég er að horfa á Coyote Ugly í sjónvarpinu.... er að spá í að skella mér bara í bælið.....

Engin ummæli: