laugardagur, mars 25, 2006

Ma, Pa og TRABANT

Þetta er búin að vera alveg rosalega hugguleg vika. Mamma og pabbi komu á þriðjudaginn og við erum bara búin að vera í hygge, spjalli og bæjarrápi síðan. Er strax komin með kvíða fyrir að þurfa að kveðja þau á mánudaginn.
En þegar amman og afinn eru í heimsókn er maður náttúrulega með pottþétta pössun og við hjónakornin nýttum okkur það svo sannarlega í gærkveldi. Eiki skellti sér í þrítugsafmæli hjá Baldvini fótboltafélaga sínum og ég fór ásamt Heiðu og Dóra á TRABANT tónleika. Sjitt hvað það var gaman. Þetta er nú meira showið hjá þeim. Ekkert smá skemmtilegir á sviði. Mjög kynferðislegir en jarða við að vera bara perralegir í stað sexy. En gera þetta svona skemmtilega vel að maður tekur ekki augun af þeim á meðan :o) Mér leið eins og ég væri í einkapartýi því þarna voru á bilinu 100-200 íslendingar og sviðið á hæð við skókassa. Hitti fullt af góðu fólki, bæði gömlu og nýju :o)

sunnudagur, mars 19, 2006

Brúðkaupsafmæli

Eigi og Vigdís 7494
by Guðjón Jónsson (klikkið á myndina til að sjá fleirri sýnishorn)

Jæja, 1. brúðkaupsafmælið gengið í garð, pappírs brúðkaup minnir mig að það sé kallað. Vá hvað þetta er búið að vera fljótt að líða.
Já man að á svipuðum tíma í fyrra þá var ég í bílnum ásamt mömmu og systrum á leið á Selfoss í flikk fyrir athöfnina. Þarna sat ég að þjala á mér neglurnar og var að hugsa "Ó mæ god, í dag er brúðkaupsdagurinn minn". Enginn kvíði bara tilhlökkun. Það var allt frekar grámyglulegt og rigning öðru hvoru en það var ekkert að angra mig, mér var alveg sama. Svo þegar við Eiki vorum að koma keyrandi að kirkjunni stytti upp og sólargeislarnir brutust í gegnum skýin.
Fyndnast fannst mér hvað ég var bjartsýn að ég myndi ekki gráta. Sagði við Eika rétt áður en ég labbaði inn að ég héldi bara að ég myndi ekkert gráta. Hann var ekki eins bjartsýnn og sannfærði mig að taka með mér tissjú og vá hvað ég þakkaði honum mikið fyrir því séra Auður Eir var ekki búin með eina setningu þegar mín var komin með ekkann!
Við erum nú talin frekar meir í minni fjölskyldu, sérstaklega (eða eingöngu) kvenleggurinn og í lok athöfninnar heyrðist varla í Söru Bjarney þegar hún söng, fyrir ekkasogum :o)
Dagurinn var í alla staði frábær.

Takk enn og aftur fyrir okkur, allar gjafir, alla sem hjálpuðu okkur.

Vil sérstaklega þakka Söru fyrir flottan söng í kirkjunni, Guðjóni fyrir allar fallegu myndirnar, pabba fyrir eftirminnilega ræðu í veislunni og fjölskyldu fyrir alla hjálpina og stuðninginn.

Takk

þriðjudagur, mars 14, 2006

Eirðarlaus

Sit hérna heima og veit ekkert hvað ég á að gera við mig... horfi stanslaust á klukkuna... korter eftir!
Var að afhenda Sóldísi í fyrsta skipti í Vuggestuen. Litla skinnið fór að gráta þegar ég kvaddi hana. Hún á bara að vera í hálftíma, svona í fyrsta skiptið, og svo má ég koma.
12 mín eftir.

fimmtudagur, mars 09, 2006

Lost in Translation?

IMG_2389
Þær stóru fréttir voru að berast í Fífuhvamminn og alla leið hingað á Solbakken að hún Arna Steinunn litla systir mín var að fá jákvætt svar frá AFS varðandi skiptinám í Japan. Já skvísan er að fara í eitt ár til Japans frá og með 1. feb 2007!
Efaðist eiginlega aldrei um að hún myndi ekki vera valin úr hópi umsækjanda. Enda eins og þeir sem þekkja hana vita, þá er Arna algjör gullmoli og heimurinn væri betri ef það væru fleirri Örnur á ferð. Jákvæðaðri og betri manneskju hef ég ekki kynnst.
Það eina sem væri hægt að saka hana um væri að hún talaði of mikið :o)

Til lukku með þetta Adda Padda mín

miðvikudagur, mars 08, 2006

Smá upprifjun

Århus var æði. Bara allt of stutt eins og vanalega... næst stoppum við í viku :o)
Við Brynja skelltum okkur á djammið á laugardagskvöldinu. Fórum á árshátíð íslenskra læknanema í Danmörku. Mér fannst ég vera óttarleg boðflenna en var svo tekin með opnum örmum :o) Hitti fullt af frábæru fólki, en þó var skemmtilegast að hitta Söru og Ástu vinkonur mínar frá Odense
Svo leið vikan og núna á laugardagskvöldið skellti ég mér aftur út á lífið. Við Heiða og Ingibjörg (sem er að vinna með Heiðu) fórum á Snow Patrol tónleika í Vega. Það var rosa stuð. Ég þekkti þessa hljomsveit ekki neitt áður og komu þeir skemmtilega á óvart. Söngvarinn var líka mjög skemmtilegur á sviði og djókaði mikið milli laga sem mér finnst alltaf svo skemmtilegt. Var svo aðeins kíkt á djammið sem endaði á trúnó með Heiðu og Dóra á Pilegården :o)
En núna er litla snúllan búin að vera lasin. Var fyrst hitalaus í morgun og vonandi helst það ég dag. Líklegast verður svo fyrsti leikskóladagurinn hennar á morgun !

Tengdó eru svo að koma á fös og ma og pa eftir tæpar 2 vikur! Jibbííí

mánudagur, mars 06, 2006

Veikindi og þreyta

Litla skvísan tók upp á því í gær að ná sér í einhverja pest og var komin með hita í gærkvöldi. Þannig við mæðgur erum bara heima og enginn fyrsti dagur í Vuggestue... vonandi verður hún orðin frísk fyrir morgundaginn.
Svo er ég þreytt þar sem ég vakti yfir Óskarnum í nótt. Hefð síðan 1991 og engin breyting þar á. Þetta var fínn Óskar og so suprises fyrr en í lokin þegar Crash vann bestu mynd. Var nokkuð viss um að Brokeback Mountain myndi vinna og var eflaust ekki sú eina sem hélt það. Jon Stewart var mjög góður á köflum og bara ágætis hátíð, en ekki sú besta sem ég hef séð.
Jæja hún er vöknuð og kallar á mömmu sína.... meira seinna