mánudagur, janúar 31, 2005

Góð byrjun

Lærði svo margt nýtt í dag í skólanum í dag. Alltaf gaman að koma heim og finnast maður aðeins klárari en deginum áður.
Meðal annars lærði ég að aldursgreina hesta. Mér þótti það nokkuð merkilegt. Þetta eru reyndar ekki nein hrein vísindi og getur manni skeikað um 1-2 ár... en ef maður er glöggur ætti þetta að vera nokkuð rétt. Reyndar fara málin að flækjast allverulega þegar maður er með hest sem er eldri en 14 ára... þá er hann bara gamall. Þetta gekk bara nokkuð vel hjá mér og mínum hóp og skeikaði okkur bara um eitt ár á einum af þremur hestunum sem við kíktum á.
Annars þá erum við 3 í hóp að vinna saman og líst mér bara nokkuð vel á þær sem ég lenti með. Virðast vera voða nice sem er mikilvægt þegar maður er að vinna svona mikið með þeim.
Svo æfðum við okkur á að skoða einkenni hvers hest fyrir sig og skrifa niður. Þetta er mjög mikilvægt til að greina á milli hesta og til að vera 100% viss um að maður sé að vinna með rétta hestinn ef það er mögleiki á ruglingi.
Við kíktum líka á TPR (temperatur, puls og respiration) og fleirri almenna hluti. Maður verður víst að æfa og æfa að greina almenna líðan hjá dýrunum, því ekki geta þau sagt manni hvernig þau hafa það. Þetta hljómar ekki mjög flókið kannski en getur verið alveg ótrúlega erfitt, og tala ekki um ótrúlega mikilvægt að kunna að lesa "body language-ið".
En annars ætla ég að hella mér í lesturinn fyrir morgundaginn. ciao.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Last week

Útskriftin hans Eika var á föstudeginum klukkan 9.30 (já ég veit ... alveg fáránlegur tími). Tengdó komu í heimsókn í tilefni útskriftar og voru í 6 daga hjá okkur. Annars dúlluðum við okkur í búðum og kaffihúsum og höfðum það huggulegt á Solbakken. Kisa var voða dugleg að leika við og hrekkja gestina enda dauðþreytt eftir vikuna og er búin (án gríns) að sofa í allan dag.

Við Eiki byrjum ekki í skólanum fyrr en á mánudaginn aftur og ætlum því að nota restina af vikunni til að heimsækja vinina sem við erum búin að "vanrækja" síðustu mánuði og slaka á fyrir átök næstu annar. Verður eflaust ekki átakalaust fyrir okkur þar sem Eiki er að byrja í nýjum skóla og ég verð í fullt af verklegum æfingum með bumbuna út í loftið.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

5+1=6

Haldiði ekki að við Eiki séum búin að vera saman í 5 ár núna í dag 19. janúar. Svo áttum við jú 1 ár til góða frá því við vorum 17 ára og því eigum við á milli okkar hvorki meira né minna en 6 ár. Við ætlum að fagna því með því að fá tengdó í heimsókn og vonandi fáum við eitthvað gott að borða í kvöld.
Jújú svona er maður að verða gamall:) enda svo sem fínt þar sem erfinginn er á leiðinni. Ég er alltaf að gildna (aftur) en á jákvæðan hátt í þetta skiptið og hlakka til að verða stærri... þannig að ég lít út fyrir að vera ólétt, ekki bara með stóra bumbu.
Þolinmæði Vigdís... þolinmæði

sunnudagur, janúar 16, 2005

Fokkíngs kúkur

Haldiði ekki að allar myndirnar mínar hafi horfið úr tölvunni í gærkveldi and I CAN´T FIND THEM!
Gummi!, hvar ertu þegar maður þarf á þér að halda?!!
*grát*

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Ji

Haldiði að kallinn hafi ekki bara náð sér í 11! Geri aðrir betur.
Til lykke

Og líka til hamingju með afmælið til Pabba gamla
Á morgun

Eiki er að verja lokaverkefnið sitt í tæknifræðinni í fyrramálið. Ji hvað ég hlakka til og vona að allt gangi vel þar sem ég veit að hann er búinn að leggja ótrúlega mikla vinnu í þetta.
Annars er ég að vofast um hérna í vinnunni. Er frekar erfið vakt þar sem ég er að vinna með nýrri stelpu og gengur illa með einn af grísunum okkar. Sem sagt extra álag. Finn vel að ég er í engu líkamlegu ástandi til þess að standa 20 tíma vakt án þess að eitthvað gefi sig enda er ég að farast í bakinu.
En ætla að vera extra hress í fyrramálið og fara beint upp í skólann hans Eika og skála með honum og hópfélögum hans.
Ciao

mánudagur, janúar 10, 2005

Ohh

Það er hundleiðinlegt að vera í fríi þegar allir aðrir eru að vinna eða í skólanum. Geri lítið annað en að glápa út í loftið. Kannski ætti ég að lesa Almen Patologi í staðinn fyrir að kvarta!

sunnudagur, janúar 09, 2005

lol

Vaknaði í nótt í við sjálfa mig í hláturskrampa. Mig var að dreyma einhverja þvælu þar sem Fífuhvammsgengið kom við sögu sem varð til þess að ég rifnaði úr hlátri. Vakti bæði Eika og kisu og þegar ég komst til meðvitunar, í hláturkrampa, voru þau bæði að stimra yfir mér. Held að Eiki hafi jafnvel haldið að ég hafi verið að gráta þar sem það er oft ekki skörp skil á milli hláturs og gráturs hjá mér. Svo ætlaði ég aldrei að hætta að hlæja. Fór meira að segja á fætur og á klósettið og allt en þurfti að stiðja mig við veggi því ég átti erfitt með gang vegna hláturs. Kom til baka og hló enn. Eika fannst þetta ekki eins fyndið og mér. Var kannski erfitt fyrir hann að sofna aftur með mig hlæjandi og hristandi rúmið.

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Upp frá dauðum

Er búin að endurheimta kallinn upp frá dauðum... eða upp frá lokaverkefninu. Reyndar er hann að verja verkefnið eftir viku og þarf að undirbúa það en ég fæ þó að sjá hann aðeins inn á milli. Verður ljúft þegar hann er búinn og við getum notið þess að vera í fríi saman það sem eftir er af janúar.
Annars er ég búin að gera lítið annað en ekki neitt.