fimmtudagur, júlí 27, 2006

Sól og meiri sól

Jæja þá er það orðið official.
Það er frábært sumar í Danmörku og ÖMURLEGT sumar á Íslandi.
Liggaligga lái.
Mér finnst þetta bara sanngjarnt þar sem við vorum með mjög langan og kaldan vetur og varla hægt að kalla vetur á Íslandi. Þetta er bara munurinn á meginlandsloftslagi og úthafsloftslagi. Og hana nú.
Fyrri part dags fer í heimilisstörf og seinni parturinn í að sleikja sólina og dundast með Sóldísi minni og Eiki slæst í hópinn eftir vinnu.

Sóldís María dafnar og dafnar. Hún spjallar í sífellu, allan daginn og enginn skilur hvað hún er að segja. Maður nær þó að greina nokkur orð, t.d. "meira", "takk", "skór", "jamm", "mamma" og "babba" sem er notað fyrir flest allt annað :o) Svo gerir hún furðuleg rúlli hljóð sem enginn getur leikið eftir.
Hún er líka alveg farin að labba. Byrjaði á sjálfum afmælisdeginum sínum, ekki amalegt það. Nú trítlar hún út um allt en sem betur fer fer hún ekki langt frá ma og pa.... enn sem komið er....
Hún er annars voðalega glöð lítil stúlka, mannblendin, ákveðin! og spjallari af guðs náð. Það gen virðist hafa erfst frá móðurættinni ;o)
IMG_0147
Sem sagt bara kát hérna á Solbakken

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Eins árs

IMG_4728

Hún á afmæl´í dag
Hún á afmæl´í dag
Hún á afmæl´hún Sóldís María
Hún á afmæl´í dag

mánudagur, júlí 10, 2006

monday bloody monday

Sumarfríið er búið.
Eiki mætti sprækur í vinnuna í morgun. Er s.s. að vinna hjá Pihl & son í sumar í verkefni á Hovedbanen. Mjög spennandi allt saman.
Sóldís fór svo í Vuggestuen og ég er hérna heima í enduskipulagi. Komið með svo mikið ógeð af íbúðinni og óskipulaginu í öllum skápum og drullunni í öllum hornum. Ætla sem sagt að taka íbúðina í gegn, ætlum líka að gera svona leikhorn fyrir skvísuna inni í svefnherbergi, þ.e. ef við finnum pláss :o)
Ma, pa og Arna fóru síðasta fös. Tár. Erum búin að hafa það alveg rosalega notalegt, bæði hér og á Ítalíu. Sóldís María var líka svo gott barnabarn að hún ákvað að taka fyrstu skrefin sín fyrir ömmu og afa í garðinum áður en þau færu. Fattaði ekki þegar hendinni hennar var sleppt og labbaði bara áfram alein og óstudd. En eftir ca. 6 skref fattaði mín það og teygði sig eftir aðstoð. Svona er það svo búið að ganga í nokkra daga og erum við nokkuð viss að mín verði farin að ganga á 1 árs afmælinu, sem er nú eftir aðeins 9 daga!!!
Úr einu í annað.
Hvað var Zidane að spá?! Úff hvílíkur máti að enda ferilinn... skil vel að hann kom ekki að sækja silfrið sitt því ég er nokkuð viss um að hann hafi grátið eins og ungabarn af svekkelsi yfir sjálfum sér og þ.a.l. ekki getað gengið. En mér finnst samt að Frakkland hefði átt að vinna.... æi veit ekki, ég hélt svo sem ekki með hvorugum. Þýðir aldrei að halda með Englandi því þeir ná alltaf að klúðra. Brassarnir voru ekki nógu sannfærandi. Argentína var fín. Þýskaland voru góðir og voru að spila mun skemmtilegri bolta en hafa verið að gera áður.... ætli ég verði ekki að segja að eftir Englandi hefði ég viljað sjá Þýskaland vinna. Sem er alveg ótrúlegt því ég hef aldrei ALDREI haldið með Þýskalandi pýskalandi og hefði aldrei trúað því að ég myndi nokkurn tímann gera. En overall þá voru Ítalarnir betri en Frakkar í keppninni en Frakkar betri í lokaleiknum sjálfum...
Jæja. Ætla að halda áfram í tiltektinni.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Próf-Ítalía-HM-Danmörk-Meira HM

Jú jú maður er á lífi.
Fórum til Ítalíu strax eftir prófin. Hittum þar ma og pa og Örnu, og auðvitað kom Heiða líka. Byrjuðum í Toscana í sumarhúsi þar og svo vorum við í 2-3 daga hjá geitabóndanum mínum við Alparætur. Ekkert smá nice... og alveg ROSALEGA heitt.
Komum svo skítug og þreytt heim rétt eftir miðnætti í gær. Gátum nefnilega ekkert farið í sturtu á geitabænum og svo vorum við í 10 tíma á flugvellinum í Milanó. Úff hvað það var gott að koma heim.
Svo eru ma, pa og Arna hjá okkur og verða fram á föstudag.
Ú já og svo erum við systur að fara á Robbie Williams á fim. Heiða náði að redda miða. Varð uppselt samdægurs á báða tónleikana hans hérna í Parken eða 90.000 miðar. Þó svo ég sé ekki stærsti aðdáandi Robba þá held ég að það sé geðveikt að sjá hann á tónleikum, natural entertainer.
En í kvöld er það Ítalía vs. Þýskaland. Go Þýskaland (er ennþá fúl út í Ítalana þegar þeir fiskuðu vítaspyrnu í lok leiks á móti Ástalíu)
Jæja er farin út að njóta góða veðursins. Ciao