miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Jæja

haldiði ekki að ég sé komin með vinnu á Ítalíu frá og með mánaðarmót mars/apríl. Þetta er bær í Toscana, rétt hjá Pisa. Eru aðallega með hestaræktun en líka Golden Retriever hundaræktun. Vívíví.
Er sem sagt búin að ráða mig í mánuð til að byrja með og ef allt gengur vel verð ég lengur... annars held ég bara áfram á annan bæ. Þetta er nefnilega í gegnum samtökin sem ég talaði um áður og get því flakkað á milli bæja innan samtakanna.

Heilsan er enn í hakki. Og verst er að ég á að mæta á 20 tíma vakt í vinnuna á morgun. Vonum það besta.
Hilsen...

Engin ummæli: