laugardagur, desember 20, 2003

Gærkveldið

Nåh, ég hitti Eika niðri í bæ og við settumst niður á kaffihúsi og fengum okkur lítinn øl. Svo var stefnan haldið á Reef ´n Beef, sem er ástralskur veitingastaður. Þar fengum við okkur Kengúrú og Emú (strútsfugl) sem var geðveikt gott. Emúinn var soldið erfiður að lýsa, kannski svona blanda af kjúkling og lambakjöti og Kengúran var svona nautakjöt vs. hreindýrakjöt. Rosalega gott. Og þjónustan var frábær.
Svo var hoppað upp í taxann og brunað í leikhús að sjá Full Monty, að sjálfsögðu:) Eða Det´Bare Mænd eins og það er kallað á dönsku, svona skemmtilegur orðaleikur. Leikhúsið er í gamalli Tuborg verksmiðju og er það notað í sýningunni þannig að nú er búið að loka Bryggeriet og nánast allir karlar atvinnulausir í bænum.
Leikarahópurinn er ekki af verri endanum. Til að gefa dæmi, er aðalgaurinn leikinn af Peter Mygind, sem er betur þekktur sem Nikolaj í Nikolaj & Julie. 2 aðrir leikarar úr þeim þætti (besta vinkona Julie og þroskahefti bróðurinn), einn úr Rejseholdet (Gordon Kennedy), svo 2 úr myndinni En Kort En Lang (Klaus Bomdam og Pernille Højmark), og svo útlendingurinn úr Taxa og Tuborg auglýsingunum o.s.fr.
Þetta var mun skemmtilegri og líflegri sýning en þessi sem var sýnd í Þjóðleikhúsinu. Ekki eins stíf sýning og talmál ekki eins fínpússað til að vera örugg um að móðga ekki neinn. Sem sagt þorðu og að klæmast og bölva, enda danir ekki vanir öðru.
Lokaatriðið toppaði öll lokaatriði sem ég hef séð í öllum Full Monty uppfærslum, að því leiti að jú eins og í öllum hinum fóru þeir úr öllu en ekkert svona sekúndubrot og skær ljós. Neihei. G-strengurinn var bara vippaður af og svo "dönsuðu" þeir í 10 sekúndur með miklum mjaðmahnykkjum og vinurinn og allt tilheyrandi slóst til og frá og upp á maga og læti. Alla vega nógur tími til að skoða og átta sig á hlutunum;) Þetta var bara fyndið og kom okkur Eika alveg í opna skjöldu. En þeir gerðu sömu mistökin og þeir í Þjóðleikhúsinu, að syngja þetta leiðinlega lag í strippinu, en gerðu það þó mun betur og líflegra. Dansinn var svona lala með einstökum samhæfingum. En come on, stemningin hefði getað verið miklu betri með Hot Stuff eða I´m to Sexy. Fín sýning. Við skemmtum okkur vel. Takk fyrir mig.

föstudagur, desember 19, 2003

one down 2 to go

Jæja þá er maður búinn í fyrsta prófinu. Fór ekki alveg eins og ég ætlaði mér... en svona er þetta, sumir dagar eru betri en aðrir. Ég þori að veðja að ég toppi alla með að eiga leiðinlegasta próftíma skipulagið. Mitt síðasta er nefnilega 30. jan, hitt 9. jan. Milli þeirra er svona 3 vikna kúrsus. Þannig stuðstuðstuð í janúar.
Annars er svona dekur dagur í dag hjá mér. Klipping og fatarkaup framundan. Svo erum við Eiki að fara út í kvöld, nema kallinn búinn að skipuleggja kvöldið og ég má ekki vita neitt.... verður spennandi. Hils....

mánudagur, desember 15, 2003

snjór

... í morgun þegar við vöknuðum. Eða svona frosin slydda með einstökum snjókornum. Alla vega sleipt.
Annars ekkert nýtt. Bara lærdómur eins og hjá fleirum. Lítil Lilja Rós bættist í fjölskylduna hans Eika í gær þegar frænka hans var skírð. Flott samsetning, bjart nafn. Til lukku öll sömul á Rauðalæk og co.
8 dagar til brottfarar....hihi

föstudagur, desember 12, 2003

Læri læri læri.... tækifæri...

...heima að læra, í náttfötum og hárið út í loftið.
Munnlegt próf í næstu viku í bakteríu- og sveppafræðinni. Mjög skemmtilegt fag þó það hljómi ekki þannig fyrir flesta. Alla vega geri ekkert annað þessa dagana og því ekki mikið að segja.

Vil bara benda fólki á að fara á síðuna hans Togga og lesa söguna sem hann skrifaði síðasta þriðjudag. Toggi er frábær penni og hefur skemmt okkur með óhappasögum síðustu vikur. En þessi saga er ekkert skemmtileg, en saga sem allir eiga að lesa og saga sem allir eiga að heyra.
Ég grét....svo hefur maður áhyggjur af prófi......

föstudagur, desember 05, 2003

Badu Badu Badu....ism.....

....where to start?
Tónleikarnir voru ekki bara góðir heldur hrein upplifun.
Vissi eiginlega ekki við hverju ég ætti að búast. Bjóst við hygge tónleikum. Eftir fyrstu 2 lögin virtist það vera á þeirri leið en ó nei. Þetta var hreint út sagt geðveikt. Erykah Badu er frábær performer. Hún dansaði, rappaði, þeytti skífum... boxaði, lék og söng þvílíkt vel... og ekkert stutt því tónleikarnir voru 2 og hálfur tími... (t.d. heilum klukkutíma lengur en Travis).
Hún er svo visual á sviðinu og leikur einhvern veginn með textanum, hendurnar á henni voru aldrei bara niður með síðum..... he became the sun and I became the moon....

Hún kom fyrst fram í kápu, svona kápu sem maður gæti ímyndað sér að væri týpískt hún... svona undir áhrifum frá Afríku. Eftir nokkur lög fór hún svo úr henni og var þá í kjól (soldið baggy) í svipuðum stíl... og ég hugsaði.. svona týpískt Erykah Badu... en nei svo þegar fór að líða á seinni hluta þá tók hún vatnsglas og hellti yfir sig.. reif sig úr kjólnum ... og stóð á gallabuxum og svörtum svona kjól/bolur sem var alveg opinn í bakinu og hálsmálið náði niður á nafla....svaka skutla.. og dansaði þvílíkt eggjandi dans með tilheyrandi rassaköstum ... eins og klippt út úr myndbandi með Beyoncé. Þegar hún kom inn eftir að það var klappað upp var hún í grænu outfitti sem var svona hálf vafið um hana og með klauf langt upp á mjöðm og þegar hún dansaði um á sviðinu... við skulum alla vega segja að það fór ekki á milli mála í hvers konar nærbuxum hún var í. Svo er hún líka komin með þetta þvílíka afró, nær vel út fyrir axlir á henni.

Badu þeytti líka skífum ... og á alla kanta, líka með nefinu! Svo seinna á tónleikunum challenge-aði DJ-inn í hljómsveitinni í svona DJ Battle... sem var mjög flott by the way og voru þau aðallega að spila svona old school HipHop. Engann veginn hægt að segja hvor var betri en Badu átti náttúrulega salinn:)

Á miðjum tónleikum kom lítill strákur inn á sviðið og pikkaði í hana. Hann hefur verið ca. 5 ára. Held að þetta hafi verið sonur hennar því okkur fannst hún hafa kallað hann “my junior” en hann hét alla vega Seven. Hún greinilega bjóst ekki við honum en hann vildi dansa fyrir okkur... sem og hann gerði. Algjört krútt. Dansaði svona HipHop/Breik bland .....var algjör töffari... en samt voða feiminn og þorði ekki að segja neitt í mikrofóninn. Svo í lokalaginu kom hann aftur og var bara að dansa á sviðinu... þvílíkt fyndinn.

En til að toppa þetta allt voru lögin og söngurinn. Shit hvað hún er góð! Nýi diskurinn hennar er líka snilld. Lögin Danger og I Whant You eru í uppáhaldi hjá mér ....æ samt erfitt að segja, allur diskurinn er góður. Mér þótti gaman að því hvernig lögin voru í ólíkum útgáfum en á geisladisknum og hvernig hún og hljómsveitin léku sér ... að hvort öðru og salnum. Salurin var svo oft meðvirkur í laginu.. og það var svo oft að manni fannst hún vera að segja manni sögu ...og með svona dramatískum leikburðum og hikum og áherslum í lögunum...Topp 3 af bestu tónleikum... ef ekki topp...

Eins og Tati sagði: “Ég vorkenni þeim sem sáu ekki þessa tónleika!”.....whish you were there......

miðvikudagur, desember 03, 2003

Jólajólahjól....

...er að japla á valhnetum, drekka jólate og er að fara að opna eina mandarínu. Þá er bara jólalegt.