sunnudagur, júní 20, 2004

DK

Komin aftur til Kóngsins. Fór beint í Tívolí í øl og verður að segjast að bjórinn er mun betri í dk. Það er eitthvað við hann.
Vöknuðum svo snemma daginn eftir og vorum mætt niður á Amager Strand í grenjandi rigningu... svona útlendsk rigning, til að hjálpa til við uppsetningu á tjöldum og sölubásum fyrir Íslendigafélagið og Íþróttafélagið Guðrúnu. Það var sem sagt 17. júní hátíð í uppsiglingu en manni leist ekki svo vel á blikuna. Upp úr 2 var svo komið ágætis veður og sólin lét sjá sig öðru hvoru. Við Eiki vorum í nammibásnum ... sem by the way var vinsælasti básinn á svæðinu... Annað hvort var það snilldarsölutækni okkar Eika og hinna samstarfsaðila ... eða græðgi fólks á íslensku nammi. Við vorum mjög sátt með daginn og Íþróttafélagið naut góðs af. Svo voru alls konar uppákomur, m.a. blakkeppni. Liðið hans Eika komst í úrslitin en töpuðu... ég var ekkert smá svekkt þar sem verðlaunin voru inneign í Fisketorvet.
Þegar það tók að líða á daginn létu flestir starfsmenn svæðisins sig hverfa og lenntum við örfá í því að taka allt til og vorum ekki búin fyrr en að verða 11 í gærkveldi. Við fórum bara beint heim og nenntum ekki að fara á ballið um kvöldið þrátt fyrir frímiðana. En var samt soldið spennt að fara þar sem Miljónamæringarnir ásamt Bogomile Font og Páli Óskari voru að spila. En við vorum endalaust þreytt og Eiki þurfti að vakna snemma að keppa í fótbolta... sem þeir unnu 17-0 og Eiki skoraði 5 mörk...

Ísland var rosa fínt. Var soldill þeytingur á mér á tímabili. En alltaf gott að koma, tala ekki um í Fífuhvamminn og horfa á fótboltann... voða heimilislegt eitthvað.

Ætla núna að leggja mig í sófann minn og horfa á lélegt danskt sjónvarp. yfir og út.

Engin ummæli: