mánudagur, ágúst 16, 2004

Ísland... gamla Ísland

Yes, the weather is always like this.... hitamet á Íslandi daginn eftir að ég kom... ekki amalegt.

Svo skellti ég mér á 50 cent/G-unit á miðvikudaginn með Örnu litlu systur, Völu og co. Var rosa stuð og ekki slæmt að hann væri ber að ofan nánast allan tímann. Hefði samt viljað vera í stúku og sitja á meðan allar upphitunarhljómsveitirnar voru... var soldið erfitt að standa yfir 3 tíma upphitunarprógrammi. Annars var rosa stemmning. Allir í stúku stóðu og dönsuðu alveg frá fyrsta lagi, sem er eitthvað sem ég hef ekki séð áður. Reyndar fannst mér soldið skrítið að eftir hálftíma voru þeir búnir að taka alla slagarana sína nema einn... og meira að segja In Da Club... hefðu mátt geyma eitthvað. Þetta var alveg 1 og hálftíma prógram og þeir sem settu hendur upp þegar G-unit sögðu Put Your Hands Up voru orðnir ansi blóðlausir í seinni hálfleik... enda sagt í hverju einasta lagi. En mjög sátt.

Ofbeldi hefur verið umræðunni þar sem það var ráðist á 2 vini okkar um helgina. Þeim var algjörlega misþyrmt enda ca. 4 á hverjum. Var öllum brögðum beitt og m.a. var sparkað í andlitið á öðrum þeirra og hann er nánast óþekkjanlegur og hinn er á hækjum með rifinn liðþófa. Heitir ekki slagsmál heldur líkamsáras. Til varnar segja gerendur að vinurA hafi verið uppdópaður og ráðist á einn þeirra. En vitað er að sá sami aðili af gerendum hefur verið að glíma við sært stolt sitt og vill meina að vinurB beri þar sök og hefur hann verið með hótanir við vinB í sumar. Einnig er vitað til þess að sami einstaklingur réðst að öðrum aðila þetta sama kvöld.
Vonandi komast þessir aðilar ekki upp með þetta, enda algjörlega óviðunandi!

Viðbætt:
Auðvitað er ég ekki hlutlaus. Það var ráðist á vini mína. Ofbeldi er ekki hægt að afsaka. Aldrei.

Engin ummæli: