miðvikudagur, janúar 14, 2004

Antilærdómshelgi

Jæja þá er maður aftur kominn á fullt í lærdóminn. Næringafræði á borðum. Búið að vera erfitt að komast í gang aftur en allt að koma til.

Helgin var ýkt fín. Við Heiða fórum í Blå Pakhus en fundum ekkert þar nema reykingalykt. Eftir að við kíktum í Amager Centeret fórum við í stutta heimsókn til Arnar, Elínar og Hrafnhildar. Heimsóknin lengdist reyndar þar sem kaffivélin var endalaust lengi að hella á ... ekkert grín sko, alveg klukkutíma, þannig að ég gaf þeim gömlu kaffivélina okkar, á bara eftir að koma henni til þeirra. Svo komu Friðsemd og Jón í mat og hygge og við hugguðum og sulluðum til hálf fjögur um nóttina, þegar allur lager var búinn.. fyrir löngu.

Á sunnudeginum vöknuðum við Heiða við sms frá nýja sambýlingnum hennar þar sem hún var læst úti, lykillinn virkaði ekki. Við, hálfglærar rifum okkur upp og skelltum okkur á Rysesgade til að bjarga málunum. Eftir dágóða bið mætti svo gellan og lykillinn virkaði fínt. Svo kom í ljós að þetta hefði verið í nótt sem hún komst ekki inn eftir smá bæjarferð og hún hafi gist hjá vini sínum. Veit ekki alveg hvað gerðist en mín ágiskun er sú að hún hafi bara verið pínku vel í glasi þarna þegar hún kom heim... ég veit það ekki.. Alla vega þá skelltum við Heiða okkur í borgara á frábæru kaffihúsi við Søerne og gluggasjoppuðum í svona second hand/retro húsgagna og dóta búðum. Fullt af flottum hlutum en enn meira af ógeðslega ljótum. Rak augun í eitt og annað og ákvað að skella mér daginn eftir þegar allt var opið. Þaðan fórum við í bíó á Mystic River, sem er mjög góð með doldið sérstökum endi. Við Heiða vorum ekki alveg að ná honum, lokasamtalinu, erum búnar að velta þessu soldið vel fyrir okkur. En rosa góð og frábær performering hjá Sean Penn og Tim Robbins.

Keypti loksins svo í fyrradag "nýja" mublu undir sjónvarpið. Allt annað. Festi upp snúrur og stöff, þannig stofan er að verða rosa fín. Vantar aðeins á veggina.

Jæja verð að halda áfram með lesturinn.....

Engin ummæli: