mánudagur, desember 31, 2007

2007

Stiklað á stóru


Lærdómur
Amma og afi koma að passa Sóldísi
Lærdómur
Eiki Búa Verkfræðingur
Hlaupabóla hjá frumburðinum
Verklegt eykst í skólanum
Íslandsferð
Arna til Japans
Sumarhús á Fjóni
Sóldís varð pabbastelpa
Heiða kom heim!
Eiki og Sóldís komu óvænt til Íslands
Ólétta
Við Sóldís á Íslandi í júlí og Eiki í nokkra daga
Útileiga í Galtalæk
Brúðkaup
Praktík hjá mér í Garðabænum
Audi A6
Útileiga á Jótland
Fósturlát
Rectal Exploration og Gin- og klaufaveiki
Berlin!
Heimsóknir frá Íslandi
Veikindi
Veikindi
Jól og meiri veikindi


Í lengra máli, þó ekki löngu...


Árið byrjaði með miklum lærdómi hjá okkur hjónum. Ég var að fara í stór próf í lok janúar og Eiki átti að skila lokaverkefninu sínu skömmu seinna. Svo mikill var lærdómurinn að við þurftum að flytja inn eitt par ömmu og afa til að sinna frumburðinum. Sóldís tók þessarri vanrækslu foreldra sinna með stakri ró og stóð sig eins og hetja.
Allt gekk vel hjá Eika og bætti hann við enn einum titlinum, verkfræðingur. Atvinnuleitin hófst og fór hann í nokkur viðtöl. Eiki átti svo við það lúxus problem að stríða að honum var boðin allar vinnurnar og við tók tæp vika af innri baráttu því honum þótti þær allar spennandi. EKJ varð fyrir valinu og verður hann alltaf ánægðari og ánægðari þar.
Skólinn hjá mér hefur breyst mikið, frá 7000 blaðsíðna lestri til verklegs og verkefnaskila. S.s. orðið mikið skemmtilegra en um leið erfiðara þar sem við erum í símati og manni finnst maður vera í prófi upp á hvern einasta dag.
Um páskana fórum við í sumarhús á Fjóni ásamt velvöldu liði frá Solbakken og var frábært. Pottþétt leikið eftir á næsta ári.
Heiða kom heim eftir 8 mánaða heimsreisu og gátum við tekið gleði okkar á ný :o)
Við komumst að því að við ættum von á öðru barni og var það hrein gleði. En seinna um sumarið, þegar ég var komin rétt tæpar 12 vikur missti ég fóstrið. Þetta var erfiður tími en við tækluðum þetta bara með góðum Pollýönnuleik.
Sóldís og Eiki komu óvænt til Íslands til að halda upp á 60 ára afmæli ömmu Höllu og skömmu seinna komu ég og Sóldís til Íslands og vorum allan júlí mánuð.
Ég var í praktík í Garðabænum og skemmti mér vel og lærði mikið.
En það var voðalega gott að koma heim á Solbakken. Við fórum svo með vinafólki til Jótlands í útileigu. Vorum með bíl í láni í 3 vikur og það var þvílíkur lúxus.
Skólinn byrjaði svo með fullum krafti og voru ýmsar grensur testaðar.
Við hjónin fórum til Berlínar yfir helgi. Dirty weekend eins og sumir myndu kalla það. Þetta var frábært og Berlin var æði. Mæli með Berlin.
Við fórum á nokkra tónleika á árinu; Damien Rice var ljúfur, JT var hrein skemmtun og Arcade Fire voru æði.
Annars hefur hversdagsleikinn verið í fyrirrúmi í haust. Síðustu vikuna í nóv. veiktist Sóldís og hefur verið meira en minna veik síðan. Hún er búin að vera algjör hetja.
Við vorum svo hér 3 um jólin og höfðum það huggó. Við erum búin að vera í stanslausum matar/búðar/læknisleik (s.s. jólagjafir) milli þess sem við höfum borðað góðan mat. Á annan í jólum hittust Íslendingarnir á Solbakken og borðuðum hangikjöt saman. Seinna koma svo jólasveinninn og var dansað í kringum jólatréð og sungnir klassískir smellir. Stórt móment hjá Sóldísi þar sem hún áttaði sig á því að jólasveinninn væri ekki af hinu illa, eins og hún hélt áður.
Núna erum við að gera okkur klár til þess að fara til Lyngby. Ætlum að borða góðan mat og fagna nýju ári með Fríðu, Bigga og Hildi.
Knús og kossar.

sunnudagur, desember 30, 2007

Miki

Fyrir bráðum 4 árum tók ég mér frí frá skólanum og fór til Ítalíu.
Ég gerði þetta þar sem ég var komin með skólaleiða og var að glíma við þunglyndi.

Flestir hafa heyrt mig tala um geitabóndann minn, Michele Ratti, eða Miki eins og hann er oftast kallaður. Ég bjó hjá honum í tæpar 3 vikur og skottaðist upp og niður fjallshlíðar með honum ásamt 20 geitum, hundi og einni kú. Á kvöldin gerðum við svo geitaosta úr mjólkinni sem hann handmjólkaði yfir daginn.

Hann er magnaður maður og hjálpaði mér mikið. Hann hefur sérstakar skoðanir og fær mann til að hugsa og endurmeta það sem maður hefur og ekki hefur.
Heimurinn væri betri ef það væru fleirri Miki-ar á ferðinni.


Myndbrot með Michele Ratti

fimmtudagur, desember 27, 2007

Jólakortin

Í dag fengum við 5 jólakort. Fólk hefur verið eitthvað seint á ferðinni.
Reyndar voru 3 af þeim of sein af því að það vantaði "2 tv" á umslagið. Já þetta getur verið flókið.
En hvað er málið með að stíla öll kort á Eika? Eiríkur Steinn Búason og fjöl. Ótrúlegasta fólk sem hefur gert það... meira að segja alnafna mín og amma, sem hefur hitt Eika max 2 sinnum. Kannski finnst henni jafn kjánalegt og ég að stíla kortið á Frú Vigdís Tryggvadóttir og fjöl.
Með á upptöku

"O my god", "O meeennn" og "Bootylicious" hefur dóttir mín m.a. sagt yfir hátíðirnar.
Hún er ekki orðin tveggja og hálfs árs.
Mig grunar hvaðan hún hefur þetta og verður viðkomandi að taka sig á í því hvernig viðkomandi talar í návist barnsins.

Kv.
Viðkomandi
Ofbeldi

Þessar tölur eru "skræmmende"

mánudagur, desember 24, 2007

Gleðileg Jól



og hafið það sem allra best um jólin
Heilsuleysi

Sóldís hélt áfram að vera veik, hver veikin tók við af annarri og náði hún sér í 4 pestir í heildina. Þannig að á 4 vikum fór hún í heila 4 daga í leikskólann!
Heilsan á mér hefur verið upp og niður. En það sem hefur háð mér þó mest er krónískur hálsrígur sem ég er búin að hafa í 4-5 vikur. Og er enn.
Eiki náði sér líka í einhverja pest og lá hérna í 2-3 daga.

En nú eru allir lausir við allar pestir og jólin mega koma :o)