mánudagur, júlí 26, 2004

Simon&Garfunkel

Mamma var hjá okkur um helgina og við mæðgur ásamt Heiðu systir skelltum okkur á tónleika í Parken með Simon&Garfunkel. Það var ekkert smá gaman. Gæsahúð dauðans við lög eins og "Sound of Silence" of "Bridge Over Troubled Water" og líka frábært að The Everly Brothers voru líka og tóku lög eins og "Bye Bye Love" og "Wake Up Little Suzy" við mikinn fögnuð áheyrenda.

Annars er það helst að frétta að prófið sem ég er að fara í 9. ágúst verður munnlegt en ekki skriflegt eins og það hefur alltaf verið. Nema ég komst að þessu að tilviljun og er frekar svekkt þar sem það er stutt í próf og vantar allar upplýsingar um hvernig prófið fari fram.

Já og Elín Hrund systir Eika er í Köben. Hún var að koma frá Tyrklandi og stoppar hér fram á miðvikudag, þannig þau systkinin eru að spóka sig um götur Kaupmannahafnar á meðan ég berst við næringafræðina

Engin ummæli: