laugardagur, mars 31, 2007

Að taka hrósi

Jæja núna er praktíkin á spítalanum fyrir minni húsdýr lokið. Þetta er búið að vera ekkert smá gaman en ógeðslega erfitt.
En í gær þá fékk ég rosa hrós frá kennaranum sem var með okkur síðustu vikuna. Hún sagði að ég hafi staðið upp úr í hópnum mínum. Var alltaf undibúin og tilbúin að takast á við hlutina. Ekki amarlegt það.
En af hverju þarf ég alltaf að verða eins og auli þegar fólk er að hrósa mér? Roðna, stama og fer alltaf að snúa út úr. Verð að æfa mig betur í þessu.

föstudagur, mars 30, 2007

Vorið er komið

Vorboðinn ljúfi í Danmörku er kominn. En það er ekki Lóan heldur rónar. Jújú allir mættir á sinn stað og á sína bekki með sinn bjór og eitt stykki hund hver.
Við Eiki fórum í göngutúr seinni partinn í gær um Vesturbro á ónefndan ísstað. Og við sáum fleirri róna í þeirri ferð en við erum búin að sjá í allan vetur. Það þýðir bara eitt. Það er komið vor.

laugardagur, mars 24, 2007

NNNOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO!!!!!!!!!!!!!!!!

Það er búið að aflýsa Arcade Fire á morgun! Ég gæti grátið.

fimmtudagur, mars 22, 2007

DR

Damien Rice í kvöld. Eftir 2 tíma. Ó men hvað ég hlakka til....
Og djö fæ ég mikla gæsahúð og djö syng ég hátt með þegar þetta kemur:

Or you can sit on chimneys
Put some fire up your ass
No need to know what you're doing or waiting for
But if anyone should ask
Tell them I've been licking coconut skins
And we've been hanging out
Tell them God just dropped by to forgive our sins
And relieve us our doubt
La la la la la la la...

Gummi, I know your jealous!
Já stutt var það

Jæja enn ein Íslandsförin að baki og auðvitað hitti ég ekki nærri því alla og allt of stutt þessa sem ég hitti. Þannig er þetta eiginlega alltaf.
En í sumar kem ég heim í mánuð og Eiki í 2 vikur og vonandi náum við að hitta fleirri.

Ísland var gott. Fannst ekki eins erfitt að kveðja Örnu og ég var búin að ímynda mér en held það sé vegna þess ég er alltaf að kveðja hana og við búum hvort sem er í sitt hvoru landinu fyrir. En var með smá hnút í maganum fyrir hennar hönd. Allt svo nýtt og öðruvísi framundan. Ji þetta verður örugglega rosalega gaman.

Nokkrar heimsóknir teknar. Þó aðallega til aldraðra ættmenna. Kringlan tekin 2-3 sinnum og Bragðarrefur með jarðaberum, bananstöng og þrist líka tekinn 2-3 sinnum :o)

Fór í geðveikt partý á laugardeginum. Hópsöngur og læti allt kvöldið. Við eigum svo skemmtilega vini :o) Arna var driver og var hún ekki alveg eins spennt yfir þessu partýi og við hin. Held það vanti tæp 10 ár í það :o)

Var svo hálfveik síðasta daginn og var mest spæld yfir að komast ekki og sjá alla þessa skemmtilegu vini á sviði... bara næst.

föstudagur, mars 16, 2007

i Island eller på Island?

Skiptir ekki máli. En ég lendi þar eftir ca. 8 tíma. Ætla að halda áfram að pakka. Jibbíííí
House

Var að horfa á House, sem eru by the way rosalega góðir þættir. Kom smá komment um Ísland. Þá sagði ein 17 ára stelpa sem var að tæla House kallinn að maður væri lögríða 14 ára á Íslandi. Kannaðist reyndar ekki við það.

Var að átta mig á því að samkvæmt lögum þá mega læknar ekki deyða manneskju sem er dauðvona og engin von um bata. En aftur á móti eru dýralæknar skyldugir í að deyða dýrum sem eru dauðvona (og auðvitað "in pain") og engin von um bata... hmmmm

laugardagur, mars 10, 2007

Oj!

Þetta er bara fáranlega margir!!! Það eru alltaf til einn og einn weirdo, en 1.800 á dag!
Ef við snúum þessu yfir á Ísland þá erum við að tala um tæpalega 100 einstaklinga. Á dag! Ó men.

Farin að hallast að því að það eigi að gelda þessa einstaklinga. Ég bíð mig fram. Treysti mér sko alveg í það. Eista er eista.
Vesen

Var að setja nýjar myndir inn á síðuna hennar Sóldísar. En eru allar úr fókus! En samt gerði ég nákvæmlega eins og ég er von. Why?

föstudagur, mars 09, 2007

Vor í lofti

Sóldís
Eina mynd af skvísunni

Áttum ljúfan dag. Fórum niður í bæ og fengum sýnishorn af Stafrænum Hákoni og skemmtum okkur vel. Svo fórum við út að borða. Ótrúlega ljúft eitthvað.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Allir frískir

Sóldís fór á leikskólann í gær, reyndar öll flekkótt og með einstaka sárskorpur. En vá hvað ég er fegin að þetta sé búið. Tímasetningin var líka svo frábær að við Eiki misstum ekki úr skóla né vinnu, létum bara tengdó um þetta :o)
Kisa er öll að koma til og ef við vissum ekki betur mætti halda að hún væri að byrja að breyma. Kötturinn er svo hryllilega kelinn þessa dagana, nánast límd við okkur.

Aðeins farið að róast hérna í Køben. Ólætin náðu alla leið í götuna okkar, þar sem það var kveikt í einum bíl hérna fyrir utan. Annar eigandinn var íslensk stelpa. En þetta er 100% tjón fyrir þau! Ef maður er ekki í kaskó þá fær maður ekki neitt. Og svo var þeim bara tilkynnt að þau ættu að láta fjarlægja hann, á sinn kostnað líka! Glatað. Held að ástæða ólætanna hér, sé vegna þess að fangelsið sem við erum með nánast í garðinum okkar, er proppað af mótmælendum og svo er búið að vera mótmælendur fyrir utan fangelsið að mótmæla að það séu mótmælendur fangelsaðir. Úff. En vonandi fer þessu nú öllu að linna, þó grunar mig að það verði eitthvað meira vesen.

Við Sóldís erum svo að koma til Íslands. Komum 16. mars. Arna litla systir er nefnilega að fara til Japans sem skiptinemi í ár, þann 20. mars og við ætlum að knúsa hana aðeins áður en hún fer. Við verðum í ca. 5 daga og verðum meira og minna í Fífó. Endilega kíkið við. Og þið sem viljið getið þá smellt einum á Örnu líka :o)

Annars þá er vitlaust að gera í skólanum. Er núna í Kirurgi (skurðlækningum). Er reyndar bara búin að vera í geldingum í þessarri viku en fer svo í meira spennandi í næstu (t.d. fjarlægja æxli, enterotomi, gastrotomi... og meira spennandi).