mánudagur, febrúar 28, 2005

And the winner is....

Million Dollar Baby var það gæskan. Djö er ég svekkt núna að hafa ekki náð að sjá hana fyrir kvöldið... eins og ég reyndi og reyndi í gær en tölvan var eitthvað að stríða.
Var annars sátt við útkomuna. Hefði viljað sjá Clive Owen eða Natalie Portman vinna því mér fannst þau frábær í Closer en Cate Blanchett stóð sig vel í The Aviator og mér skilst að Morgan Freeman hafi verið góður í Million Dollar Baby líka.

Annars var hátíðin bara fín. Ekki meira en það. Hafa verið betri og skemmtilegri. Ræðurnar voru svona lala. Engin sem stóð upp úr, nema brot og brot úr ræðum Hilary Swank, Jamie Foxx og Clint Eastwood.
Fannst reyndar ágæt tilraun hjá þeim að brjóta þetta upp og kynna nokkur verðlaunin í salnum með myndavélina á fólkinu sem er tilnefnt en varð frekar klaufalegt og leiðinlegt fyrir þessi 3-4 sem unnu að fá ekki að fara upp á sviðið... var ekki hægt að rétta þeim svo styttuna á sviðinu?
Fulltrúi okkar Íslendinga, Sigurjón Sighvatsson, sást vel í bakrunni þegar Jeremy Irons var að kynna, einmitt í miðjum salnum.

Mér hlakkað mest til að sjá Cris Rock og byrjaði hann mjög vel. En dalaði þegar leið á. Held líka að hann hafi ekki fengið eins mikinn tíma til að njóta sín eins og t.d. Billy Crystal hefur fengið síðustu ár. Var soldið svekkt yfir því. En hann var mjög beittur þessar fáu mínútur sem hann fékk og var ég mjög sátt við það.
Svo ég tali um kjólana og útlitið. Þá stóð Natalie Portman algjörlega upp úr. Hún er ótrúleg.
Meira vil ég ekki segja um það.
Oscarsfiðringur

Jæja aðeins tæpir 2 tímar í Óskarinn.
Síðan ég var 11 ára hef ég alltaf horft á Óskarinn fyrir utan þetta eina ár sem hann var ekki sýndur. Í byrjun voru miklar samningsviðræður við móður mína þar sem ég átti yfirleitt að mæta í skólann daginn eftir en náðum samkomulagi með því að ég færi að sofa um kvöldmat og vakna rétt fyrir Óskarinn.
Eina er að ég horfi yfirleitt á hann ein. Það nennir enginn að horfa á hann með mér. Þessi örfáu skipti sem ég hef náð að plata einhvern sofnar viðkomandi aðili alltaf innan við fyrsta klukkutímann og því lige meget.
Jæja ætla að horfa á rauða dregilinn og hlakka til... hlakka einna mest til að sjá Cris Rock í hlutverki hostins.
Nóttin er ung... god nat

laugardagur, febrúar 26, 2005

Hugmyndir?

Okkur vantar hugmyndir og meðmæli með góðum veitingastað á Íslandinu með kósý andrúmslofti og rómantísku yfirbragði.
Og svo vantar okkur að vita hvort einhver vissi um húsnæði sem stendur autt og ónotað aðfaranótt 20. mars sem við mættum brúka. Leiðinlegra að gista í foreldrahúsum eða á hóteli þar sem við þurfum að vera komin út fyrir 12.

föstudagur, febrúar 25, 2005

Föstudagur

Ég hlakka til (ekki mér, Vigdís mín) þegar föstudagurinn rennur upp. Strangt til tekið er kominn föstudagur en þar sem ég er í vinnunni og á eftir að fá minn 3 tíma svefn er hann ekki fyrr en eftir það.
Ég hlakka til að koma heim knúsa kisuna mína.
Ég hlakka til að sofna fyrir framan sjónvarpið.
Ég hlakka til að Eiki komi heim úr skólanum og stjani við mig....
...meira ætla ég ekki að gera þennan ágæta föstudag.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Eins og svín

Hvað er það með næturvaktir og át. Þegar maður er að vinna næturvaktir getur maður étið constant! Hættulegt.
Næst þá kem ég með gulrótarpoka.
Góða nótt

sunnudagur, febrúar 20, 2005

20v1d

Bumbumynd
unchain my heart

Við Heiða skelltum okkur á Ray í gær og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Mæli samt með að viðkvæmar sálir fari ekki með maskara að sjá hana (eins og ég gerði). Ekki bara af því að hún sé soldið sorgleg heldur líka rosa sæt mynd. Ég skil líka núna af hverju allir eru að tapa sér yfir frammistöðu Jamie Foxx í þessarri mynd. Djö var hann góður og ég sver það á tímabili sá maður ekki mun á honum og Ray Charles. Þó svo ég sé ekki búin að sjá frammistöðu hinna leikarana þá set ég mína peninga á hann fyrir Óskarinn. Það verður maraþon hjá mér í vikunni að sjá allar þær helstu myndir sem koma að Óskarnum í ár fyrir næsta sunnudag.... byrjar núna!

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Andvaka mær

Mér er svo illt í maganum að ég get ekki sofnað. Ég var í matarboði í gærkveldi og í kvöld og át svo mikið að ég er komin með þvílíkar magabólgur.

Stórfréttir vikunnar eru þær að við Eiki skelltum okkur í sónar á miðvikudaginn, þennan 19. vikna sónar eins og hann er kallaður. Magnað. Það leit út fyrir að vera að sóla sig, lá með báðar hendur upp fyrir haus. Annars var allt eins og það átti að vera, 10 fingur og 10 tær. Við erum bæði búin að vera með stórt bros síðan. Stoltir (verðandi) foreldrar hér á ferð.
Knús

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Stundum...

.. verð ég svo andlaus þegar það kemur að því að blogga. Ekki af því að það sé ekkert að gerast heldur vegna þess að ég veit ekki hvað ég á að skrifa.

Annars þá voru mamma, pabbi og Arna að fara í loftið. Þau eru búin að vera hjá okkur síðan á miðvikudaginn. Búið að vera voða nice. Óhætt að segja að kisa skvísa hafi brætt hjörtu þeirra allra. Veit ekki hversu oft pabbi sagði hvað hún væri ógeðslega falleg, mamma gat ekki annað en knúsað hana inn á milli þrátt fyrir bullandi ofnæmi og Arna lék við hana allan daginn.

En í dag ætla ég að læra.