þriðjudagur, janúar 27, 2004

Hagnýtar upplýsingar....

...fyrir íslendinga í Danmörku. Það er vika 5.

mánudagur, janúar 26, 2004

Smiðsaugað

Jæja þá er kallinn orðinn löglegur smiður... til hamingju ást

laugardagur, janúar 24, 2004

Prófatími

Ji hvað ég er að verða geðveik á próflestri... fyrir þá sem ekki vita þá fór ég í fyrsta prófið mitt 18. des og fer í það síðasta núna 30. jan. Þó að þetta séu ekki mörg próf, aðeins 3, þá er þetta bara svo langur tími þar sem draugur prófanna liggur yfir manni. Og það versta er að það er ekkert frí hjá mér milli anna. Próf á föstudegi og skóli á mánudegi.

Kallinn er líka í prófi þessa dagana. Dagur 2 hjá honum núna í sveinsprófinu í smíðum... gekk vel í gær.. gottgott. Verður líka á morgun. Við skulum krossleggja fingur... saman...

Svo er Jón hennar Friðsemdar að halda upp á 30. ára afmælið sitt í dag... ætla að skella mér í kökur og með því

Þarf að skoppast út í búð, ekkert til í þessarri piparmeyjaíbúð....addio

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Funerals

djö langar mig í nýja diskinn með The Funerals... Eiki ertu til í að ná þér í eintak áður en þú flýgur yfir? Langar líka í Lady&Bird....

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Hafið

Gleymdi að segja ykkur eitt í sambandi við sýninguna á Hafinu og það var hel&#%$! þýðingin. Ekkert lítið léleg. Heilu setningum sleppt úr og flutt af bröndurum algjörlega drepnir.
Var einmitt að spá í hver ber ábyrgðina á svona hlutum? Geta bíóhús bara tekið einhverja mynd og bullað bara hvaða texta sem er? Þetta var svo lélegt að það var eiginlega ótrúlegt!

sunnudagur, janúar 18, 2004

Bíó

Síðustu 9 daga er ég búin að fara 4 sinnum í bíó. Sem er bara nokkuð gott, þar sem það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Lordinn, Mystic River, Runaway Jury og svo var ég að koma af Hafinu. Loksins búin að sjá Hafið og nokkuð sátt skal ég ykkur segja. Skemmti mér konunglega.

Piparmeyjalífið er alveg að fara með mig. Ég kaupi eiginlega bara orðið frosinn mat á bensínstöðum og á Hovedbanen. Geðveikt sorgleg.

En það sorglegast er að ég er að horfa á Coyote Ugly í sjónvarpinu.... er að spá í að skella mér bara í bælið.....

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Antilærdómshelgi

Jæja þá er maður aftur kominn á fullt í lærdóminn. Næringafræði á borðum. Búið að vera erfitt að komast í gang aftur en allt að koma til.

Helgin var ýkt fín. Við Heiða fórum í Blå Pakhus en fundum ekkert þar nema reykingalykt. Eftir að við kíktum í Amager Centeret fórum við í stutta heimsókn til Arnar, Elínar og Hrafnhildar. Heimsóknin lengdist reyndar þar sem kaffivélin var endalaust lengi að hella á ... ekkert grín sko, alveg klukkutíma, þannig að ég gaf þeim gömlu kaffivélina okkar, á bara eftir að koma henni til þeirra. Svo komu Friðsemd og Jón í mat og hygge og við hugguðum og sulluðum til hálf fjögur um nóttina, þegar allur lager var búinn.. fyrir löngu.

Á sunnudeginum vöknuðum við Heiða við sms frá nýja sambýlingnum hennar þar sem hún var læst úti, lykillinn virkaði ekki. Við, hálfglærar rifum okkur upp og skelltum okkur á Rysesgade til að bjarga málunum. Eftir dágóða bið mætti svo gellan og lykillinn virkaði fínt. Svo kom í ljós að þetta hefði verið í nótt sem hún komst ekki inn eftir smá bæjarferð og hún hafi gist hjá vini sínum. Veit ekki alveg hvað gerðist en mín ágiskun er sú að hún hafi bara verið pínku vel í glasi þarna þegar hún kom heim... ég veit það ekki.. Alla vega þá skelltum við Heiða okkur í borgara á frábæru kaffihúsi við Søerne og gluggasjoppuðum í svona second hand/retro húsgagna og dóta búðum. Fullt af flottum hlutum en enn meira af ógeðslega ljótum. Rak augun í eitt og annað og ákvað að skella mér daginn eftir þegar allt var opið. Þaðan fórum við í bíó á Mystic River, sem er mjög góð með doldið sérstökum endi. Við Heiða vorum ekki alveg að ná honum, lokasamtalinu, erum búnar að velta þessu soldið vel fyrir okkur. En rosa góð og frábær performering hjá Sean Penn og Tim Robbins.

Keypti loksins svo í fyrradag "nýja" mublu undir sjónvarpið. Allt annað. Festi upp snúrur og stöff, þannig stofan er að verða rosa fín. Vantar aðeins á veggina.

Jæja verð að halda áfram með lesturinn.....

föstudagur, janúar 09, 2004

Helgi framundan

og ég ætla sko að halda helgi. Nenni ekki að læra.
Gekk fínt í prófinu, þarf núna "aðeins" að bíða í 3 vikur til að fá niðurstöður

Við Heiða skelltum okkur loksins á Return of the King.....mmmmm... flottur King. Nokkuð ánægð verð ég að segja. Var rosa flott.

Friðsemd og Jón eru að koma í mat á morgun. Ég ætla að byrja daginn á morgun á að skella mér í Den Blå Pakhus. Gera enn aðra tilraun til að finna eitthvað undir sjónvarpið. Hlakka svo til að slaka á í góðra vina hópi.

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Ormalestur

Úff próf á morgun í snýkjudýrafræði. Ótrúlegt hvað það er mikið af ormum, flugum, maurum og einfrumungum í umhverfinu sem valda sjúkdómum í dýrunum og okkur mannfólkinu líka. Og svo bætast veirur og bakteríur ofan á alla þessa flóru.
Furða að fólk og hvað þá dýr séu yfirleitt á lífi.

mánudagur, janúar 05, 2004

Danska ríkisstjórnin

er sko ekkert skárri en annars staðar sem við þekkjum....
Síðasta eina og hálfa árið hafa yfirvöld haft það á dagskrá sinni að leggja niður fríríkið Christiania. Þeirra megin rök hafa verið kannabis salan á svokallaðri Pusher Street. Ok, gefum þeim það. Þetta er jú ólögleg vara og erfitt að rökstyðja af hverju Christiania ætti að selja hana án afskiptar.
Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst frábært að fara á sunnudags eftirmiðdegi og kíkja á útimarkaðinn á torginu og setjast á Nemoland og sötra einn kaldann og rölta svo að brúnni og skoða skrýtnu húsin við áarbakkann. Svo margt meira en bara Pusher Street.
Lögreglustjórinn í Køben sagði í einu viðtali að þeir væru ekkert vitlausir og vissu alveg að þó að salan í Christaniu væri lögð niður myndi salan ekkert minnka en þeir vilja frekar hafa þetta dreyfðara um borgina. Sem mér fannst reyndar fyndin rök. Frekar hafa sölumenn á götuhornum í íbúðahverfunum, en alltaf þitt val að fara í Christianiu. Lögreglan hefur verið með mun fleiri svokallaðar "rassíur" síðustu misseri til að sýna að þeim sé alvara.
Samt getur maður lesið á milli línanna í öllu þessu tali um kannabissölu að aðalástæða þessa skyndilega áhuga stjórnvalda sé ekki aðeins ólöglegur söluvarningur heldur landið undir öllum þessu mjög svo sérstöku húsa. Jú landið, miðbæjarland. Tilvalið til skrifstofubygginga og glæsiíbúða.
Jæja upp á síðkastið hafa raddir Christaniubúa hækkað og flestir hafa verið á móti sölunni á Pusher Street enda lang mesti ágóðinn fer til samtaka Hells Angels og mjög hverfandi hluti til Christianiu búa sjálfra.
En í gær fengu þeir nóg. Náðu sér í traktora og kúbein og rifu niður alla sölubásana á Pusher Street. Tilraun til að losa sig við þennan stóra faktor í afskiptinni hjá stjórnvöldum. Og hvað segja stjórnvöld? Jú haldiði ekki, skiptir ekki máli og breytir ekki neinu. Hvernig geta þau sagt þetta? Breytir ekki neinu! Gæti þurft smá tíma til að full hreinsa "Stínu" af kannabis. Og það verður aldrei gert, ekki frekar en hin hverfin í Køben. En salan verður þá vonandi ekki svona stór þáttur af Christiania. Sem eru jú ath. megin þáttur í því að stjórnvöld vilja leggja "Stínu" niður.
En....einn þingmaður var í fréttunum hérna áðan að segja að seinna á þessu ári verða sett lög, já lög fyrir Christianiu. Þar sem verða valin hús sem fá að standa og hina verða rifin niður. Og meðal annars settar reglur um húsaleigu og annað. Sem sagt ekki neitt fríríki lengur.
Sem sagt vilja BARA fá þetta fína land.

föstudagur, janúar 02, 2004

Íslandsdvöl

Gleðilegt nýtt ár öll sömul.....takk fyrir það gamla
Jæja þá er maður farinn og kominn, sem sagt til Danmerkur aftur. Stutt heimsókn á Íslandið. Margt sem ég náði ekki að gera á svona stuttum tíma. Vona að fólk fyrirgefi það.

Þá er maður mættur í slaginn. Próflestur framundan. Eiki á Íslandi, þannig ég er ein í slotinu í allan janúar. Úff ég ætla að leggja mig aðeins og byrja svo lesturinn seinnipartinn.
Hilsen