miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Veikar stúlkur

Báðar stelpurnar mínar eru lasnar.
Sóldís er orðin ein hlaupabóla. Litla skinnið. Henni klæjar svo. En þá er þetta búið hjá henni blessaðri.
Kisa skvís er svo að ná sér eftir geldinguna í gær. Jújú ég fór með hana með mér í skólann. Ég er ákkúrat í skurðaðgerðum þessar vikurnar. Ég reyndar gerði ekki aðgerðina sjálf og vildi það líka einhvern veginn ekki. En ég tók á móti henni þegar aðgerðin var búin og hjálpaði henni að vakna og svona.

Þannig ég er með köttinn í annarri hendi og hlaupabólustelpuna í hinni

föstudagur, febrúar 23, 2007

Verkfræðingur

Jæja nú er Eiki lagður í ann upp í skóla að undirbúa sig fyrir vörnina á lokaverkefninu. Ég ætla að mæta og styðja minn mann. Það er ljóst að þeir eru búnir að ná, bara spurning um að "få det overstået"... og jú svo auðvitað einkunn

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Frábær tímasetning!

Það er nú margt sem má betur fara í húsvarðarmálum hérna á Solbakken, án þess að ég ætli að fara út í smáatriði.
En núna fengu þeir enn annað (mínus) prikið í kladdann.
Hitinn var tekinn af húsinu í dag og átti að koma á skömmu seinna. Nema kom ekki.
Núna erum við að krókna úr kulda, enda snjóbylur úti. Það er svo kalt inni að við settum Sóldísi í flísgalla í háttinn.
Ég meina... come on!

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Fjáfesting eða peningaeyðsla?

Það kom köttur inn á spítalann til mín í dag sem kostaði 50.000 danskar krónur. Og fyrir ykkur sem vita ekki hvað það eru miklir peningar þá erum við að tala um 588.350 íslenskar krónur!
Já það er ýmislegt sem fólk vill eyða peningunum sínum í, en djö var þessi læða flott!

mánudagur, febrúar 19, 2007

Er ég eitthvað þroskaheft?

Held ég sé búin að þróa hjá mér námstrega. Það gerðist í flugvélinni yfir Atlandshafinu á leið til Danmerkur, apríl 2001.
Djúdinn

Oj, held hreinlega að ég hafi aldrei verið jafn afbrýðissöm!

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Jæja

Jú jú ég er á lífi.
Það er bara búið að vera brjálað að gera og hef ekki orkað eitt né annað.
Er sem sagt byrjuð í verklegu í skólanum og mér finnst ég vera að drukkna. Er á spítalanum í skólanum að taka á móti sjúklingum og standa undir yfirheyrslum frá kennaranum. Hausinn á manni er á yfirkeyrslu allan daginn og í ofanálag er ég með bölvaða kvefpest. Svo þegar dagurinn er búinn í skólanum tekur við lestur og undirbúningur fyrir næsta dag. En þetta er reyndar alveg hryllilega gaman enda að "leika" dýralækni alla daga.

Ég er búin að komast að því að ég hrjáist af ótrúlegri einbeitningaleysi. Ég get bara ekki verið 100% fókuseruð. Þoli það ekki. Var einu sinni með allt á hreinu, og svör við öllu. Eins og t.d. í dag þá spurði kennarinn mig hvað væri algengasti hjartasjúkdómur hjá köttum. Ég vissi það alveg en bara gat ekki flett því upp í kollinum á mér. Óþolandi. Ég er að fara að sofa klukkan 10 öll kvöld og tek inn lýsi, vítamín, steinefni og gingsen til að hjálpa en þetta er ekkert að lagast. Þegar ég fer að spá í það þá hefur þetta verið svona í allt of langan tíma. Hvernig í veröldinni get ég fengið einbeitninguna aftur?!

"Hvor er livet fru Stella!!" :o)