Prófatími
Ji hvað ég er að verða geðveik á próflestri... fyrir þá sem ekki vita þá fór ég í fyrsta prófið mitt 18. des og fer í það síðasta núna 30. jan. Þó að þetta séu ekki mörg próf, aðeins 3, þá er þetta bara svo langur tími þar sem draugur prófanna liggur yfir manni. Og það versta er að það er ekkert frí hjá mér milli anna. Próf á föstudegi og skóli á mánudegi.
Kallinn er líka í prófi þessa dagana. Dagur 2 hjá honum núna í sveinsprófinu í smíðum... gekk vel í gær.. gottgott. Verður líka á morgun. Við skulum krossleggja fingur... saman...
Svo er Jón hennar Friðsemdar að halda upp á 30. ára afmælið sitt í dag... ætla að skella mér í kökur og með því
Þarf að skoppast út í búð, ekkert til í þessarri piparmeyjaíbúð....addio
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli