sunnudagur, febrúar 22, 2004

Róleg

Biðst forláts að láta svona langt líða á milli. Eins og Gunna sagði, busy með ryksuguna og tuskuna. Jeje

Var að koma úr ammmæli og var í öðru ammmæli í gær. Nóg að gera í þeirri deildinni.
Harpa vinkona átti í gær og Rakel sem býr hérna á kollegie-nu var með 60 manna partý í kvöld.

Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða þegar maður er ekki að gera neitt. Næsta vika fer í skipulag á Ítalíuferðinni minni. Lítur allt út fyrir að ég fari via WWOOF samtökin, sem eru samtök áhugafólks um lífræna ræktun... sem hljómar misspennandi í augum lesenda. En ansi sniðugt þar sem maður getur flakkað á milli bóndabæja og þ.a.l. ferðast um mismunandi héröð á Ítalíu. En engin laun, bara fæði og húsnæði. Annars ekki auðvelt að finna vinnu.

Annars er það svefninn sem kallar. Eiki er að fara að keppa á morgun í handboltanum. Og ég ... já ég er að fara í brunch með Heiðu og Eydísi vinkonu hennar... þettalífþettalíf.

Engin ummæli: