föstudagur, maí 30, 2008

Bannað

Ég á 2 vinkonur sem eiga það til að blogga eitthvað álíka eins og "úú spennandi framundan, segi frá betur seinna".. "hef skemmtilegar fréttir bráðum"...

Þetta er ekki fallegt að gera, því þið gerið lífið mjög erfitt fyrir forvitið fólk eins og mig. Þetta er bannað!

... þið vitið alveg hverjar þið eruð :o)
Röfl

Finnst ég hálf neydd til þess að skrifa eitthvað.

En ég er búin að vera leiðinlegasta manneskjan síðustu vikur. Það er búið að vera svo mikið að gera í skólanum að ég kem heim og grenja til að losa spennu fyrir næstu átök. Það eru 2 vikur eftir af kúrsinum og maður verður bara að horfa fram.

Reyndar ekki misskilja mig. Það er ekki leiðinlegt í skólanum bara erfitt.

Fréttir vikunar eru þær að Sóldís stóra stelpa er komin með leikskólapláss. Hérna í Danmörku skipta þeir þessu niður í Vöggustofubörn, 1-3 ára, og Leikskólabörn, 3-5(6) ára.
Skvísan verður jú 3 ára í júlí og þarf því að skipta um skóla. Fékk bara bréfið í dag og fékk alveg hnút í magann. Held þetta sé erfiðara fyrir mig en hana, og erfiðara en þegar hún byrjaði í vöggustofu. Finnst eins hún sé á leið út hinn harða heim úr vernduðu umhverfi.
Það fyndna er að leikskólinn hennar heitir Carlsberg :o)

Annars er allt gott að frétta. Eiki alltaf jafn ánægður í vinnunni og lífið gengur sinn vanagang.

fimmtudagur, maí 01, 2008

21. maí

Þá veit maður hvað maður er að fara að gera þann dag.
Mínir menn unnu 1-0 á móti Barcelona eftir æsispennandi leik.

Og það verða víst Chelsea sem við mætum.

En ég er ekki að fatta reikninginn á þessum stigum (aggregate).
Sko fyrri leikurinn fór 1-1 og því samkvæmt mínum útreikningum 2-1 agg. fyrir Chelsea.
Svo fór leikurinn 3-2 fyrir Chelsea sem gefur:
Chelsea: 2+3=5
Og Liverpool: 1+(2x2)=5

En hvernig geta þá t.d. ESPNsoccernet.com fengið það út að það sé 4-3 agg. fyrir Chelsea?
Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?