sunnudagur, júlí 31, 2005

Bannað börnum

Það er sko ACTION á Solbakken!

Pabbi var eitthvað að horfa út um gluggann á mannlífið fyrir utan Solbakken m.a. á einn mann sem var að slá með slátturorfi við runnana. Tekur hann þá eftir ungri konu, frekar gálulega klæddri koma og tala við hann. Pabba fannst hún vera frekar daðursleg og næsta sem hann sér er að hún tekur í hendurnar á honum og dregur hann bókstaflega bak við trén. Pabbi fór nú að hafa orð á þessu við okkur og var hann nokkuð viss um að hún hafi verið að draga hann á tálar en við héldum bara að hún hafi verið að benda honum á blett eða eitthvað sem mætti slá betur þar sem hann var kominn aftur skömmu seinna og hélt áfram að slá.
Nema hvað að Eiki er eitthvað að fylgjast með þessu og sér nákvæmlega það sama aftur! Hún kemur og talar eitthvað aðeins við hann og dregur hann svo bak við trén. Eika fannst líka eitthvað bogið við þetta og fara þeir pabbi að fylgjast eitthvað betur með þessu.
Gæinn kemur aftur 5 mín seinna og byrjar aftur að slá. Þá sjá pabbi og Eiki hana koma í þriðja skiptið og draga hann bak við trén með mjög daðurslegum hætti. Vorum við farin að finnast þetta frekar grunsamleg hegðun og fórum að spá í hvort hann væri svo illtilkippilegur eða hvað. Nema 5 mín seinna sjá þeir gæjann á milli trjánna að girða upp um sig!!! Og svo komu þau ekkert meir fram.
Þetta var hin undarlegasta hegðun. Við fórum svo út skömmu seinna og hittum á kunningja hérna fyrir utan og fórum eitthvað að hafa orð á þessu við þau. Haldiði ekki að þau hafi tekið eftir þessu líka og ekki nóg með það þá sáu þau kvikmyndatökulið líka! Jú hvað haldiði það var verið að taka upp klámmynd! Jújú bara PORN á Solbakken!!!
Þannig ef þið rekist á myndina "Gartneren" eða eitthvað álíka þá eru pabbi og Eiki gæjarnir á svölunum

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Sóldís María Eiríksdóttir

Sóldís María
Jæja þá er litla stelpan okkar komin með nafn!
Sóldís er sem sagt út í loftið og nafn sem einhvern veginn poppaði upp í hausinn á okkur strax á fyrsta kvöldi. Fyndið samt þar sem það var ekki efst á lista áður en hún fæddist en einhvern veginn það eina sem passaði við hana. María er svo í höfuðið á mömmu sem heitir Halla María en alltaf kölluð Maja að hennar nánustu. Mamma er búin að vera algjör stoð og stytta í þessu öllu saman og á svo innilega skilið að fá litla nöfnu :o)

laugardagur, júlí 23, 2005

HALLÓ HEIMUR

Prinsessan

Fyrst langar mig bara til að þakka fyrir allar kveðjurnar, þið eruð dúllur

Jæja þá loksins kom hún og auðvitað var þetta stelpa! Þetta gekk rosa vel þegar það gekk. Var mjög lengi að byrja að fá útvíkkun en svo þegar hún var komin var hún fædd hálftíma seinna. Ljósmóðirin þurfti að hafa sig alla við til að undirbúa sig áður en hún tók á móti. En þetta voru 23 tímar í heildina
Annars gengur vel. Hún er reyndar búin að vera með eitthvað í maganum en gæti verið verra og svo tók hún við brjósti alveg um leið og svo kom mjólkin núna í nótt þannig maður er búinn að sofa sæll og glaður í mest allan dag
Við eigum voðalega bágt með að sjá hverjum hún líkist og svona, erum þó mest á því að efri hlutinn sé frá Eika og neðri frá mér en það kemur bara í ljós :)
Svo erum við ekki enn komin með nafn. Þetta er allt að koma og vonandi kemur það í ljós á næstu dögum
Við störtuðum barnalandssíðu fyrir ykkur sem heima sitja :) og er hún undir Krónprinsessa Eiríksdóttir
Jæja biðjum að heilsa frá Solbakken og hafið það sem allra best

sunnudagur, júlí 17, 2005

Plús tíu

41v2d
41 vika og 2 dagar

Er allt of hress! Dansa um stofuna eins og ekkert sé.
Fífógengið komið og eitthvað verður nú brallað...

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Plús vika

Nákvæmlega ekkert að gerast. "Du er lukket og slukket" voru skilaboðin sem við fengum frá ljósmóðurinni í gær! Þannig allir rólegir, verður líklegast einhver bið enn og stefnir í gangsetningu í lok næstu viku.
Annars þá erum við Eiki að gera okkar besta í að hafa nóg að gera og svo kemur restin af Fífuhvammsgenginu á laugardaginn og ætti því að vera nóg af fjöri og spjalli!

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Plús fimm

Sjitt hvað það er heitt...

Mamma kom í fyrrakvöld og vorum við bara að dúlla okkur í gær, sleikja sólina og borða ís.

sunnudagur, júlí 10, 2005

Plús þrír

Það var næstum því óbærilega heitt í gær enda sátum við bara dofin í garðinum. Það var yfir 30 stiga hiti og raki með og þetta verður víst svona eitthvað áfram og nær hámarki á þriðjudaginn. Náðum þó að fara og kaupa smá sumarklæðnað á okkur hjónin. Friðsemd og Jón komu svo seinni partinn og sátu dofin með okkur. Fórum svo inn um kvöldið og spiluðum Pictionary þar sem við Friðsemd RÚSTUÐUM strákunum!
Eigum svo von á Lilju, Eyjó og Magdalenu á eftir og spurning hvað við finnum upp á að gera.
Mamma kemur svo með kvöldfluginu í kvöld og nær því að sjá litlu stelpuna sína kasólétta eins og henni var búið að dreyma um... sagðist vera búin að gera samkomulag við krílið að það myndi bíða eftir ömmu sinni og því reikna ég með að það komi bara á morgun... eða það hlýtur að vera?
Don´t count on it!

laugardagur, júlí 09, 2005

Plús tveir

Vá hvað það er gott veður! Vorum úti að sóla okkur í 11 tíma í gær. Sátum bara úti í garði ásamt öðru Solbakken liði og enduðum svo með eina stóra grillveislu og gleði í gærkveldi. Ekkert smá ljúft líf. Allir komnir út aftur en við Eiki ætlum að skella okkur í bæinn og kaupa eitt stykki stuttbuxur á kallinn. Hann segir að þær gömlu hafi lent í þurrkaranum en í raun er hann bara búinn að safna í samúðarbumbu :)
Annars er ekkert að gerast í bumbumálum hjá mér og finnst mér þessi húsráð eitthvað að vera að bregðast!

föstudagur, júlí 08, 2005

Plús einn

Jæja þá er biðin hafin.
Djö held ég að maður geti orðið geðveikur, tala nú ekki um ef þetta dregst í heilar 2 VIKUR!
Þýðir ekkert annað en að gera fullt af plönum og hafa nóg fyrir stafni, annars dettur maður bara í þunglyndi. Vill einhver vera memm?

fimmtudagur, júlí 07, 2005

40v

Neibb.... ekkert að gerast....

miðvikudagur, júlí 06, 2005

T minus one

Jæja The dagurinn rennur upp á morgun. Óhætt að segja að við hjónin séu orðin óþreyjufull á að bíða og líka bara forvitin að sjá þennan nýja einstakling. En það gæti dregist í allt að 2 vikur í viðbót... ÚFF
Fórum í 3 tíma göngutúr í dag til að reyna að hrista þetta barn út. Skelltum okkur í Søndermarken og svo í dýragarðinn. Verð að viðurkenna að ég var orðin dauð þegar við komum heim enda rotaðist í rúminu í klukkutíma. Svo verða öll trix tekin á næstu dögum :)

laugardagur, júlí 02, 2005

Saturday

Jæja þá er maður formlega búinn að ná öllum prófunum á þessarri önn. Jafn glæsilegar einkunnir eins og vanalega :) Já já
Það er laugardagur og bongóblíða úti. Ætlum bara að tjilla á Solbakken í dag og svo koma Elín og Örn Ingi í grillaða hamborgara í kvöld. Ætli við spilum ekki svo einn krocket eða 2. Já æsifjör svona á laugardagskveldi.
Svo verður maður víst að njóta veðurblíðunnar um helgina þar sem það á að kólna í vikunni... alveg niður fyrir 20°C... sjitt