Gummi og Lisa
Hugsa sér. Það er kominn október og meira en mánuður búinn af skólanum. Og eins og Sara segir er alvaran tekin við.
Gummi Jóh, Bendt og Bjarki voru í Køben um helgina og Gummi fékk að gista á gólfinu. Þeir ásamt Eika og Hlyn skelltu sér á tónleika með The Magnetic Fields sem mér skilst hafi verið drullu góðir. Annars var bara pöbbarölt og hygge. Gummi eldaði nú ekki fyrir okkur eins og var lofað en í staðinn bauð hann okkur út að borða kallinn og mange tak fyrir það.
Við Eiki fórum á tónleika í gærkvöldi með Lisu Ekdahl. Langþráðir tónleikar hjá mér. Hún var einmitt að gefa út nýjan disk sem heitir Olyckssyster og hefur fengið góða dóma. Þetta er fyrsti diskurinn í átta ár sem hún gefur út á sænsku. Það voru fullt af lögum sem voru mjög góð við fyrstu hlustun, m.a. titillag plötunnar, Olyckssyster, og lag sem heitir Hon förtjänar hela himlen. En hún tók líka nokkur gömul góð lög og flest af debut plötunni hennar frá 1994. Lög eins og Öppna upp dit fönster og Vem vet og uppáhalds lagið mitt Benen i kors og ekki frá því að ég feldi tár þegar hún tók Du sålde våra hjärtan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli