fimmtudagur, nóvember 30, 2006

ESB

40_eiki_andlit-vi
Eiki um það leyti sem við kynntumst

Jæja þá er kallinn orðinn 26! Til lukku ástin

Þetta er alltaf gleðidagur í mínu lífi því þá er ég ekki lengur eldri en hann og hann kallað mig rollukjöt... :o)

Nokkrar tribute myndir....

04_eiki_litill-vi
Eiki trítill

15_eiki_hjol-vi
Eiki töff!

47_didi_eiki5-vi
Ung og vitlaus

49_eiki_hetja-vi
Eiki doing normal things

Eigi og Vigdís 7494
Bryllup

IMG_0147
Efter bryllupet

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

SME

Próf og verkefna pressan er komin á hæsta núna. Finnst ég vera að drukkna. Allt þetta stress og tímaleysi á eflaust eftir að koma niður á skvísunni minni!
En sú tilhugsun að mamma ætli að koma viku fyrir prófin og sinna heimili og stúlkunni er ótrúlega notaleg.

Læt nokkrar myndir fylgja af frumburðinum. Algjört krútt, enda alveg eins og mamma sín :o)

IMG_6041

IMG_6034

IMG_6104

IMG_6110
Fullkomin eiginkona

Á morgun á kallinn afmæli og því ætla ég að baka
Stórar ákvarðanir (?)

Mac eða PC?

Um páskana. Ísland eða sumarhús með Solbakkagenginu?

Oh getum ekki ákveðið okkur. Hvað finnst þér?

föstudagur, nóvember 24, 2006

Fyrsta ælupestin

Jæja þá er fyrsta ælupestin komin í hús. Hún er búin að æla einu sinni yfir mömmu sína og þrisvar á pabba sinn! Og jú auðvitað yfir sig í hvert skipti.
Sem sagt lítill lasarus á þessu heimili.
1A

Strætóinn minn heitir 1A. Held hreinlega að þetta sé besti strætóinn í Kaupmannhöfn. Ekki nóg með það að hann keyrir mjög skemmtilega og þægilega leið um bæinn heldur líka það að hann er alltaf svo temmilega mannaður og maður fær yfirleitt alltaf gott sæti við gluggann. Mér finnst í rauninni mjög gaman að ferðast með strætó og þó þá sérstaklega 1A. Eitthvað svo róandi. Er oft hálf svekkt yfir því að vera komin á stoppistöðina sem ég ætlaði mér út á og langar oft að halda bara áfram. Horfa út um gluggann og dáðst að mannlífinu. Og oft geri ég það.

Aftur á móti eru margar strætóleiðir alveg manndrepandi. Og 3A er gott dæmi um það. Oj. Ef þú sækist eftir yfirfullum strætó af illalyktandi fólki þá er þetta strætóinn. Svo er leiðin líka svo langdregin.

Ef þig vantar að vita eitthvað um almenningssamgöngur í Køben. Bara að tala við mig.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Mads

Það er næstum því skandall að maður sé búsettur í DK og ekki búin að sjá Casino Royale! Myndin er búin að fá góða dóma og Madsinn minn í einu aðalhlutverka.

Og þeir sem eru ekki búnir að sjá myndina Efter Brylluppet ættu að skammast sín.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Takk Gummi, Gummi Jóh

Það er honum Gumma vini okkar að þakka að ég kynntist Mates of State.
Þau voru að spila á IcelandAirwaves og krafðist hann að við skildum sjá þau og ó men hvað ég sé ekki eftir því.
Þau stóðu upp úr og hafa verið í græjunum meira og minna síðan.
Hérna er myndbandið með einu uppáhalds laginu mínu með þeim, Like U Crazy
Takk Gummi

föstudagur, nóvember 17, 2006

"Það er kominn dagur"

Nóttin í nótt byrjaði svo sem eins og venjuleg nótt. Reyndar upp úr 1 fór Sóldís eitthvað að rumska og varð öll ómöguleg og því ákvað ég að taka hana upp í. Eftir smá brölt sofnaði hún aftur mér til mikillar ánægju.
EN
Um 2 vaknaði ég við einhverja kunnulega rödd. Jú jú það var Eiki sem hálf sat uppi og var að tala við dóttir sína... "Sóldís... tími til að vakna... Það er kominn dagur... hver ætlar að fara á Vuggestuen... "
!!!!!
What the FXXX!!
Var þá drengurinn ekki að tala svona illilega upp úr svefni! Og mín fyrstu viðbrögð var að ýta Eika aftur niður í rúmið með flötum lófa yfir andlitið, þar sem hann hélt áfram að sofa. En nei, það var orðið of seint. Því litla var glaðvöknuð og sko alveg til í að fara á fætur. Ó men. Það tók mig um klukkutíma að koma henni niður aftur og lítil hjálp í kallinum....
Og svo um 3 var snúllan sofnuð. Hjúkket hugsaði ég og djö ælta ég að sofa fast og vel það sem eftir er að nóttinni...
EN
Hálftíma seinna vaknaði ég eitthvað skrítin í maganum og örfáum augnablikum seinna var hausinn kominn í klósettið.
Jújú mín komin með ælupestina sem er búin að vera að ganga.

En afrakstur dagsins, fyrir utan ófáar ferðir á toilettið, eru nýjar myndir á síðunni hennar Sóldísar...

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Lorte-vakt

Er í vinnunni. Ömurleg vakt, allt að fara úrskeiðis. Þoli ekki svona vaktir. Púlsinn í hæsta og sviti á meðan ég er að redda hinu og þessu og svo alveg dauðir punktar inn á milli... sem eru bara til þess að byggja upp kvíða fyrir næstu törn.
úff
En þetta og þetta er búið að halda mér gangandi í nótt. Pínlegt en fyndið

mánudagur, nóvember 13, 2006

Ég og Sufjan

Mér var boðið óvænt á tónleikana með Sufjan Stevens í gærkvöldi... og ó vá hvað það var gaman.
Ísland.. ykkur getur farið að hlakka til!

föstudagur, nóvember 10, 2006

Úff

Jæja þá er maður búinn í þessum blessuðu prófum... í bili.
Ísland þarna inn á milli og farið á reunion. Skemmti mér alveg hryllilega vel :o)
Annars ekkert meira

jú JT miðar komnir í hús. Yessss

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

JT














Ég trúi því ekki að Justin Timberlake og ég séum í sömu borg! Ef ég væri ekki að fara í próf á morgun þá myndi ég fara og hanga fyrir utan hótelið hans og bíða eftir að sjá hann. En þar sem ég hef ekki tíma...

Justin! Rektorparken 14. U know the place!
Vinter

Jæja fyrsti snjórinn fallinn í Køben og auðvitað skellti ég mér í stuttan hjólatúr til að brjóta upp próflesturinn. Fór að kaupa ullarklædda inniskó fyrir dóttur mína þar sem það er svo gólfkalt í Vuggestuen. Ég nánast dó. Shit hvað það er kalt. Fór auðvitað ekki með húfu né vettlinga enda ekki komin í vetrargírinn. Og svo varð mér svo kalt á rassinum þar sem hnakkurinn á hjólinu var rakur. En ferðin var success og snúllan komin með þessa fínu skó.

Á leiðinni heim varð ég vitni að atviki sem gerir mann svo pisst! Fólk er fífl.
Einn gaur var að fara yfir á gangbraut með hjól og þá komu 2 á bíl og keyrðu næstum því á hann. Gæinn með hjólið dauðbrá og gaf þeim í bílnum Fokk-merki. Nei nei, þetta fór ekkert lítið fyrir brjóstið á þeim að þeir snarhemluðu og ruku út úr bílnum með látum. Bíllinn sem sagt stóð þarna á miðjum gatnamótum og stoppar alla umferð. Bílstjórinn æðir ógnandi að manninum með hjólið og öskrar á hann margoft "Hvem tror du giver et fuck-mærke til!" "Du giver ikke et fuck-mærke til mig" og vinurinn dansar ógnandi í kring líka.
Í fyrsta lagi fóru þeir yfir ólöglega yfir gangbrautina, í öðru lagi er ekki í lagi að lemja einhvern fyrir þetta og í þriðja lagi þá stoppar maður ekki alla umferð fyrir ekki meira en þetta. En fólk getur verið svo veruleikafirrt og sjálfselskt að það hálfa væri nóg og til að toppa þetta þá hentu þeir hjólinu hjá gæjanum út á mið gatnamót með tilheyrandi tilþrifum.
Svona fólk er fífl og ekkert annað. Egóið að fara með þá.