Bráðum koma blessuð jólin
Enn önnur helgin á enda og ennþá styttist í jólin. Óhætt að segja að maður hafi komist í bullandi jólaskap eftir þessa helgi. Við Eiki og Heiða skelltum okkur í jóla Tívolí á föstudaginn. Það er ekkert lítið huggulegt. Mér finnst Tívolíið svo margfalt skemmtilegra á þessum árstíma heldur en á sumrin. Svo í gær fórum við á jólamarkaðinn í Jónshúsi. Eiki var að selja íslenskt nammi fyrir íþróttafélagið sitt og ég fékk að fljóta með. Fullt af sniðugu til sölu. Ég smakkaði aðeins á laufabrauði (eflaust meira en ég hefði átt) og smá sopa af malti... mmmm. Gekk voða vel að selja og seldist allt upp nema Nizza með hnetum. En básinn sem seldi maltið og appelsínið var lang vinsælastur.
Við Eiki og Heiða fórum svo í bíó í gær á Bridget Jones 2. Ji ég hló svo mikið að ég bókstaflega datt úr sætinu mínu. Mér finnst þessi húmor svo mikið snilld. Skíðaatriðið var langfyndnast, kannski vegna þess að ég kannaðist svo við það, þar sem skíðafærni mín og Jones er álíka góð.
Í dag verður lítið annað en tiltekt og lærdómur. Reyndar eigum við von á gestum seinnipartinn og kannski maður gerir nokkrar vöfflur. Eiki er farinn upp í skóla að læra. Brjálað að gera hjá honum. Ég þekki hann varla orðið í dagsbirtu. Hann er alltaf farinn áður en ég fer á fætur og kemur heim aftur rétt fyrir kvöldmat. En svona er þetta og verður fram að 4. janúar.
Þess má einnig geta að ég fór með kisu litlu upp í skóla (dýraspítalann) á fimmtudaginn í sprautur og vakti hún þvílíka athygli bæði starfsfólks og kúnna fyrir einstaka fegurð og glæsileika. Ég var ekkert lítið stolt:)
Ciao
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli