laugardagur, ágúst 21, 2004

Baunar

Vinir hans Eika, þeir Peter og Jens mættu til landsins á miðvikudaginn og það er búið að vera stíft prógram síðan.
Strax á miðvikudaginn var farið með þá í sund og á Ísland vs. Ítalía. Fór 2-0 er einhver er í vafa. Þeir fengu einnig að smakka á hangikjöti, sviðasultu, slátri og hákarl.
Svo á fimmtudaginn fórum við með þá út á land. Brunuðum með þá í Hrauneyjafossvirkjun að skoða og svo farið með þá að veiða við Vatnsfellsvirkjun þar sem Jens veiddi 3 fína urriða. Fórum svo í bústaðinn á Skeiðum og var fiskurinn grillaður.
Föstudagurinn hófst svo með klukkutíma reiðtúr. Draumurinn hans Peters var að komast á tölt sem og hann gerði og var alsæll. Svo var farið þennan týpíska hring... Gullfoss, Geysir, Kerið, Þingvellir og Nesjavellir. Þess má geta að Jens tók sundsprett í Peningagjá á Þingvöllum og var mikið kalt á eftir. Fórum svo í partý til Guðjóns um kvöldið og reyndu Gummi og co. að sannfæra baunana að í stað nasl væri hér á Íslandi alltaf harðfiskur, sviðasulta og hákarl á borðum í partýjum. Þeir áttu erfitt með að trúa því en fengu sér þó hákarlinn og skoluðu vel á eftir með Brennivínsstaupi... ef ekki þremur. Kíktum svo á Vegamót á eftir en ég fór snemma heim.

Annars er stefnan tekin á menningarnótt í kvöld.

mánudagur, ágúst 16, 2004

Ísland... gamla Ísland

Yes, the weather is always like this.... hitamet á Íslandi daginn eftir að ég kom... ekki amalegt.

Svo skellti ég mér á 50 cent/G-unit á miðvikudaginn með Örnu litlu systur, Völu og co. Var rosa stuð og ekki slæmt að hann væri ber að ofan nánast allan tímann. Hefði samt viljað vera í stúku og sitja á meðan allar upphitunarhljómsveitirnar voru... var soldið erfitt að standa yfir 3 tíma upphitunarprógrammi. Annars var rosa stemmning. Allir í stúku stóðu og dönsuðu alveg frá fyrsta lagi, sem er eitthvað sem ég hef ekki séð áður. Reyndar fannst mér soldið skrítið að eftir hálftíma voru þeir búnir að taka alla slagarana sína nema einn... og meira að segja In Da Club... hefðu mátt geyma eitthvað. Þetta var alveg 1 og hálftíma prógram og þeir sem settu hendur upp þegar G-unit sögðu Put Your Hands Up voru orðnir ansi blóðlausir í seinni hálfleik... enda sagt í hverju einasta lagi. En mjög sátt.

Ofbeldi hefur verið umræðunni þar sem það var ráðist á 2 vini okkar um helgina. Þeim var algjörlega misþyrmt enda ca. 4 á hverjum. Var öllum brögðum beitt og m.a. var sparkað í andlitið á öðrum þeirra og hann er nánast óþekkjanlegur og hinn er á hækjum með rifinn liðþófa. Heitir ekki slagsmál heldur líkamsáras. Til varnar segja gerendur að vinurA hafi verið uppdópaður og ráðist á einn þeirra. En vitað er að sá sami aðili af gerendum hefur verið að glíma við sært stolt sitt og vill meina að vinurB beri þar sök og hefur hann verið með hótanir við vinB í sumar. Einnig er vitað til þess að sami einstaklingur réðst að öðrum aðila þetta sama kvöld.
Vonandi komast þessir aðilar ekki upp með þetta, enda algjörlega óviðunandi!

Viðbætt:
Auðvitað er ég ekki hlutlaus. Það var ráðist á vini mína. Ofbeldi er ekki hægt að afsaka. Aldrei.

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Ja hérna hér

Is George W. Bush Planning to Attack America?

"Our enemies are innovative and resourceful, and so are we. They never stop thinking about new ways to harm our country and our people, and neither do we."
- George W. Bush, August 5th, 2004

föstudagur, ágúst 06, 2004

Fahrenheit 9/11

Við Heiða skelltum okkur á Fahrenheit 9/11 í kvöld. Góð mynd. Hlegið og grátið. Skilur eftir sig margar spurningar en svarar mörgum í leiðinni. Viðbrögð Bush við World Trade/Pentagon voru nokkuð mögnuð og öll tengslin og peningagræðgin. Skil ekki af hverju þessi maður er forseti. Ísland lék lítið hlutverk í myndinni... þökk sé Dabba og Dóra....

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Cost of War

Nokkuð mögnuð síða

mánudagur, ágúst 02, 2004

Eiki lenntur...

... og ég orðin grasekkja. Hundleiðinlegt að vera svona ein. Aðal vandamálið er reyndar að ég nenni aldrei að fara að sofa. Heng (eða hangi) yfir sjónvarpinu langt fram eftir. Ég veit, ég veit, ætti að fara að sofa til að vera hress í fyrramálið við lærdóminn... puhh. Já og svo er ég svo sniðugt að horfa á hryllingsmynd og núna er ég orðin hrædd við að vera ein..... eða hryllingsmynd? Ég er með svo lítið hjarta að þetta er eflaust ekki hryllingmynd fyrir flesta.

Fór í klippingu og litun í dag og ég er orðin algjör ljóska.. svo sem ágætt en sjálfri finnst mér að ég eigi að vera dökkhærð en líka gott að breyta til öðru hvoru. Dekki það aftur með haustinu.

Alla vega...

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Verslunarmannahelgi í Køben....

... er bara eins og hver önnur helgi. Fyndið hvað þetta fer alveg fram hjá manni

Annars er það að frétta að Eiki er að pakka og gera sig kláran að fara í flugið til íslands á morgun. Ég sit eftir heima... en bara í viku í viðbót! Þar sem ég var að versla mér miða til landsins líka. Málið er að ég þarf ekki að vinna fyrr en 24. ágúst og fer í próf 9. ágúst. Hef því lítið annað að gera á milli:) Svo ætlum við að reyna að framleigja íbúðinni á meðan þar sem það er alltaf verið að auglýsa eftir íbúðum í sumar og gæti allt eins farið svo að við verðum bara í plús. Sem væri ekki slæmt

En það er búið að vera geggjað veður síðustu daga og grillað og setið úti langt frameftir kvöldi... og ekki þörf á Kraftgalla. En núna er Eiki á grillinu að grilla SS pylsur... mmmm... og ég þarf að fara að leggja á borðið úti á svölum