fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Klósett-Diva

hahaha
Kisan okkar er með eitthvað thing fyrir klósettinu. Henni finnst það voða merkilegt og þegar maður fer á klósettið kemur hún hlaupandi til að fylgjast með.
En rétt áðan var ég á klósettinu og þegar ég stóð upp stökk hún ofan í áður en ég náði að sturta niður...
Þetta var mega fyndið. Ég kippti henni upp úr og setti hana beint í bað í vaskinum. Þessi elska var alveg eins og auli og streittist ekkert á móti. Ótrúlega stillt enda er hún ekki það hrædd við vatn. Hún hefur meira að segja kíkt inn í sturtu til okkar, en stoppaði þó stutt.
Heppni að ég þurfti aðeins að pissa í þetta skiptið:)

Engin ummæli: