mánudagur, maí 24, 2004

Keldan

Ætli maður skelli sér ekki bara á Kelduna. Miðar komnir í hús og meira að segja Eiki "ofurútihátíðartöffari" ætlar að skella sér líka. Held að Gummi Jóh hafi náð að sannfæra hann í lokin. Djö... verður slefað yfir Pharrel í N.E.R.D.... þeir gerast ekki mikið flottari. Annars fullt af perfomerum sem mig langar að sjá og ætla ég að vera á fremsta bekk þegar m.a. Ben Harper stígur á svið.

Eitt innlegg. Pasta fyrir hunda og ketti. Það er í alvörunni hægt á Ítalíu að kaupa spes pasta sem er framleitt sem dýrafóður. Þegar ég sá þetta matreitt gat ég ekki annað en hugsað "Aðeins á Ítalíu".
Og svo sá ég geitung/vespu sem var jafnstór og litli puttinn á mér og heitir því sæta nafni HorseKillers. Og getur sem sagt drepið hest með einni stungu... og þar af leiðandi mann. Og það versta var að við fundum svoleiðis bú rétt hjá húsinu sem ég var í í Piemonte. Og þá vitið þið hvert ég fór ekki það sem eftir var. Oj.

Engin ummæli: