laugardagur, desember 20, 2003

Gærkveldið

Nåh, ég hitti Eika niðri í bæ og við settumst niður á kaffihúsi og fengum okkur lítinn øl. Svo var stefnan haldið á Reef ´n Beef, sem er ástralskur veitingastaður. Þar fengum við okkur Kengúrú og Emú (strútsfugl) sem var geðveikt gott. Emúinn var soldið erfiður að lýsa, kannski svona blanda af kjúkling og lambakjöti og Kengúran var svona nautakjöt vs. hreindýrakjöt. Rosalega gott. Og þjónustan var frábær.
Svo var hoppað upp í taxann og brunað í leikhús að sjá Full Monty, að sjálfsögðu:) Eða Det´Bare Mænd eins og það er kallað á dönsku, svona skemmtilegur orðaleikur. Leikhúsið er í gamalli Tuborg verksmiðju og er það notað í sýningunni þannig að nú er búið að loka Bryggeriet og nánast allir karlar atvinnulausir í bænum.
Leikarahópurinn er ekki af verri endanum. Til að gefa dæmi, er aðalgaurinn leikinn af Peter Mygind, sem er betur þekktur sem Nikolaj í Nikolaj & Julie. 2 aðrir leikarar úr þeim þætti (besta vinkona Julie og þroskahefti bróðurinn), einn úr Rejseholdet (Gordon Kennedy), svo 2 úr myndinni En Kort En Lang (Klaus Bomdam og Pernille Højmark), og svo útlendingurinn úr Taxa og Tuborg auglýsingunum o.s.fr.
Þetta var mun skemmtilegri og líflegri sýning en þessi sem var sýnd í Þjóðleikhúsinu. Ekki eins stíf sýning og talmál ekki eins fínpússað til að vera örugg um að móðga ekki neinn. Sem sagt þorðu og að klæmast og bölva, enda danir ekki vanir öðru.
Lokaatriðið toppaði öll lokaatriði sem ég hef séð í öllum Full Monty uppfærslum, að því leiti að jú eins og í öllum hinum fóru þeir úr öllu en ekkert svona sekúndubrot og skær ljós. Neihei. G-strengurinn var bara vippaður af og svo "dönsuðu" þeir í 10 sekúndur með miklum mjaðmahnykkjum og vinurinn og allt tilheyrandi slóst til og frá og upp á maga og læti. Alla vega nógur tími til að skoða og átta sig á hlutunum;) Þetta var bara fyndið og kom okkur Eika alveg í opna skjöldu. En þeir gerðu sömu mistökin og þeir í Þjóðleikhúsinu, að syngja þetta leiðinlega lag í strippinu, en gerðu það þó mun betur og líflegra. Dansinn var svona lala með einstökum samhæfingum. En come on, stemningin hefði getað verið miklu betri með Hot Stuff eða I´m to Sexy. Fín sýning. Við skemmtum okkur vel. Takk fyrir mig.

föstudagur, desember 19, 2003

one down 2 to go

Jæja þá er maður búinn í fyrsta prófinu. Fór ekki alveg eins og ég ætlaði mér... en svona er þetta, sumir dagar eru betri en aðrir. Ég þori að veðja að ég toppi alla með að eiga leiðinlegasta próftíma skipulagið. Mitt síðasta er nefnilega 30. jan, hitt 9. jan. Milli þeirra er svona 3 vikna kúrsus. Þannig stuðstuðstuð í janúar.
Annars er svona dekur dagur í dag hjá mér. Klipping og fatarkaup framundan. Svo erum við Eiki að fara út í kvöld, nema kallinn búinn að skipuleggja kvöldið og ég má ekki vita neitt.... verður spennandi. Hils....

mánudagur, desember 15, 2003

snjór

... í morgun þegar við vöknuðum. Eða svona frosin slydda með einstökum snjókornum. Alla vega sleipt.
Annars ekkert nýtt. Bara lærdómur eins og hjá fleirum. Lítil Lilja Rós bættist í fjölskylduna hans Eika í gær þegar frænka hans var skírð. Flott samsetning, bjart nafn. Til lukku öll sömul á Rauðalæk og co.
8 dagar til brottfarar....hihi

föstudagur, desember 12, 2003

Læri læri læri.... tækifæri...

...heima að læra, í náttfötum og hárið út í loftið.
Munnlegt próf í næstu viku í bakteríu- og sveppafræðinni. Mjög skemmtilegt fag þó það hljómi ekki þannig fyrir flesta. Alla vega geri ekkert annað þessa dagana og því ekki mikið að segja.

Vil bara benda fólki á að fara á síðuna hans Togga og lesa söguna sem hann skrifaði síðasta þriðjudag. Toggi er frábær penni og hefur skemmt okkur með óhappasögum síðustu vikur. En þessi saga er ekkert skemmtileg, en saga sem allir eiga að lesa og saga sem allir eiga að heyra.
Ég grét....svo hefur maður áhyggjur af prófi......

föstudagur, desember 05, 2003

Badu Badu Badu....ism.....

....where to start?
Tónleikarnir voru ekki bara góðir heldur hrein upplifun.
Vissi eiginlega ekki við hverju ég ætti að búast. Bjóst við hygge tónleikum. Eftir fyrstu 2 lögin virtist það vera á þeirri leið en ó nei. Þetta var hreint út sagt geðveikt. Erykah Badu er frábær performer. Hún dansaði, rappaði, þeytti skífum... boxaði, lék og söng þvílíkt vel... og ekkert stutt því tónleikarnir voru 2 og hálfur tími... (t.d. heilum klukkutíma lengur en Travis).
Hún er svo visual á sviðinu og leikur einhvern veginn með textanum, hendurnar á henni voru aldrei bara niður með síðum..... he became the sun and I became the moon....

Hún kom fyrst fram í kápu, svona kápu sem maður gæti ímyndað sér að væri týpískt hún... svona undir áhrifum frá Afríku. Eftir nokkur lög fór hún svo úr henni og var þá í kjól (soldið baggy) í svipuðum stíl... og ég hugsaði.. svona týpískt Erykah Badu... en nei svo þegar fór að líða á seinni hluta þá tók hún vatnsglas og hellti yfir sig.. reif sig úr kjólnum ... og stóð á gallabuxum og svörtum svona kjól/bolur sem var alveg opinn í bakinu og hálsmálið náði niður á nafla....svaka skutla.. og dansaði þvílíkt eggjandi dans með tilheyrandi rassaköstum ... eins og klippt út úr myndbandi með Beyoncé. Þegar hún kom inn eftir að það var klappað upp var hún í grænu outfitti sem var svona hálf vafið um hana og með klauf langt upp á mjöðm og þegar hún dansaði um á sviðinu... við skulum alla vega segja að það fór ekki á milli mála í hvers konar nærbuxum hún var í. Svo er hún líka komin með þetta þvílíka afró, nær vel út fyrir axlir á henni.

Badu þeytti líka skífum ... og á alla kanta, líka með nefinu! Svo seinna á tónleikunum challenge-aði DJ-inn í hljómsveitinni í svona DJ Battle... sem var mjög flott by the way og voru þau aðallega að spila svona old school HipHop. Engann veginn hægt að segja hvor var betri en Badu átti náttúrulega salinn:)

Á miðjum tónleikum kom lítill strákur inn á sviðið og pikkaði í hana. Hann hefur verið ca. 5 ára. Held að þetta hafi verið sonur hennar því okkur fannst hún hafa kallað hann “my junior” en hann hét alla vega Seven. Hún greinilega bjóst ekki við honum en hann vildi dansa fyrir okkur... sem og hann gerði. Algjört krútt. Dansaði svona HipHop/Breik bland .....var algjör töffari... en samt voða feiminn og þorði ekki að segja neitt í mikrofóninn. Svo í lokalaginu kom hann aftur og var bara að dansa á sviðinu... þvílíkt fyndinn.

En til að toppa þetta allt voru lögin og söngurinn. Shit hvað hún er góð! Nýi diskurinn hennar er líka snilld. Lögin Danger og I Whant You eru í uppáhaldi hjá mér ....æ samt erfitt að segja, allur diskurinn er góður. Mér þótti gaman að því hvernig lögin voru í ólíkum útgáfum en á geisladisknum og hvernig hún og hljómsveitin léku sér ... að hvort öðru og salnum. Salurin var svo oft meðvirkur í laginu.. og það var svo oft að manni fannst hún vera að segja manni sögu ...og með svona dramatískum leikburðum og hikum og áherslum í lögunum...Topp 3 af bestu tónleikum... ef ekki topp...

Eins og Tati sagði: “Ég vorkenni þeim sem sáu ekki þessa tónleika!”.....whish you were there......

miðvikudagur, desember 03, 2003

Jólajólahjól....

...er að japla á valhnetum, drekka jólate og er að fara að opna eina mandarínu. Þá er bara jólalegt.

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Ekki lítill lengur...

...nú er kallinn loksins búinn að ná mér....
...Til hamingju með daginn ást....

laugardagur, nóvember 29, 2003...hvað það var gaman á tónleikunum í gær... algjör snilld. Ekkert smá góðir.
Þeir tóku flest lögin af 12 memories og svona gamla slagara eins og Sing og Side... en það besta var þegar þeir tóku Flowers in the Window þá var Fran einn á sviðinu með kassagítarinn og söng án mikrófóns.... og salurinn tók undir í viðlaginu. Það þurfti að vera þögn og erfitt að heyra í honum en þetta skapaði þvílíka stemmningu og var ógeðslega flott. Þeir enduðu svo tónleikana með Why Does it Always Rain on Me og salurinn tók þvílíkt undir. Þetta var bara snilld snilld snilld.

Eftir tónleikana komum við svo aftur á Solbakken og var aðeins tekið á því, við vorum ca. 12 stykki. Erla Súsanna og Freysi gistu svo hjá okkur. Þau þurftu að vakna snemma til að ná fluginu á skerið. Eiki skellti sér í bakaríið og við áttum smá hygge. Isss hvað er erfitt að horfa eftir fólki heim... alla vega....

... Takk fyrir allar stundirnar elsku Freysi og Erla......love.......

föstudagur, nóvember 28, 2003

Travis Travis Travis

sem sagt Travis í kvöld. Shit hvað ég hlakka til.
En ég vaknaði klukkan 3 í nótt að drepast úr krömpum... if you know what I mean! Og vanalegast ekkert litlir hjá mér. Þannig ég dópaði mig upp og náði að dotta svona öðru hvoru til svona 7. Dópaði svo meira og er svona lala... en týpískt ég, svona ákkúrat þegar maður er að fara á tónleika. Vona að ég verði skárri í kvöld. Annars bara dópið sko, og nóg af því.

12 memories. Nýi diskurinn með Travis er drullu góður. Verður svona maraþon hjá mér í dag að hlusta á hann og læra textann við helstu lögin. Aldrei jafn gaman á tónleikum nema þú kunnir flest lögin.

Hereford var æði... takk kærlega fyrir mig.....

.....flowers in the window .....it's such a lovely day ...and I'm glad you feel the same...

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

HEREFORD

...mmmm. Okkur Eika er boðið á Hereford í kvöld... dejligt.

Eiki á afmæli á sunnudag, ég gaf honum úlpu í afmælisgjöf... ýkt flotta.. en bara að mínu mati því kallinn vildi skila henni og kíkja betur. Hún var víst með óþægilega hettu. Þannig er mál með vexti að kallinn hefur svona phobiu, það má ekkert koma við hálsinn hans að framan. Þetta er alveg stórhættulegt stundum því stundum rekst ég "óvart" á þetta svæði og hann fríkar alveg út.

svo er Travis á morgun... sing sing sing

mánudagur, nóvember 24, 2003

Andlaus

...er orðið yfir mig þessa dagana.
Er að rembast við lærdóminn. Hausinn að komast í lag eftir barninginn í síðustu viku.
Helgin var fín. Fórum í mat til Tati og Agga og fengum GEÐVEIKAN mat, Tati sýndi snilli sýna... mmmmm. Spiluðum svo Risk og við stelpurnar leyfðum strákunum að vinna. Æ þið vitið hvernig þetta er, annars hefði kvöldið verið ónýtt hjá þeim greyunum.
Bakteríufræði fram á borðum hjá mér. Þetta er bara nokkuð skemmtilegt fag. Er í verklegri bakteríufræði á morgnanna, rækta og greina milli baktería. Var einmitt að lesa um Rhodococcus equi.

Nú er aðeins mánuður til jóla og mánuður mínus 1 dagur þar til við komum til Íslands. Verst að það verður ekki rjúpa í matinn... sem er annars sterk hefð í minni fjölskyldu. Held að mamma hafi ekki upplifað jól án rjúpu og mjög langt síðan afi sem er 90 ára hefur upplifað jól án rjúpu eða jafnvel aldrei... veit ekki. En ég hef alla vega alltaf fengið rjúpu. Hugmyndin er að hafa gæs, alla vega villibráð.

Love.....

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

vikan sem er að líða....

...vitiði maður á slæma viku og svo á maður slæma viku.
Í stuttu máli. Fékk mígreniskast dauðans á þriðjudag og er í dag fimmtudag ennþá með hausverk. Fór til læknis. Hún sagði að þetta gæti gerst öðru hvoru ef maður fær slæmt kast. Og svo gaf hún mér lyf sem hún átti. Sem ég tók og virkaði ekki. Kíkti á pakkann og er ætluð fyrir börn og því 50% daufari. Og ekki það að ég geti tekið tvöfaldann skammt því þetta er svona einnota nefsprey. Alla vega er skárri í dag en í gær og vona að ég geti farið í skólann á morgun til að rækta bakteríur og svampa.

fokk
og til að bæta ofan á allt saman sýna þeir gamlan þátt af Sex and the City

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Helgin í hnotskurn

Sofa út, Bakteríufræði, Lúr, Nammiát, Ace Ventura 2.
Sofa út, Bakarí, Harry Potter, Lúr, England vs. Danmark
...hið ljúfa líf...

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Fokkings Danskt Tv!

Vitiði að ég hata danskt sjónvarp... fyrir utan alla vibba Reality þættina sem by the way eru flestir grút leiðinlegir en hættulegri en heróín, þá eru örfáir góðir þættir til að horfa á. Minn uppáhalds þáttur er CSI og er hann alltaf sýndur á þriðjudögum kl. 22. Það er nefnilega nýfarið að sýna nýja seríu, þannig búið að vera veisla síðustu 3-4 vikur. Svo í gær settist ég spennt fyrir framan skjáinn, því það var ýkt spennandi í síðasta þætti og ég varð að sjá framhaldið. Eeeennnnn...nnneeeiiii.... sína þeir þá ekki fokkings gamlan þátt! Hvað er það? Sko nýja serían er pottþétt ekki búin. Óþolandi, eru allir á fylleríi á dönskum sjónvarpsstöðvum. Ég vildi að ég gæti sagt að þetta væri í fyrsta skipti... en þetta er ALLTAF að gerast. CSI, Sex and the City, Raymond, Friends .. u name it.
Og svo ekki nóg með það að þeir ruglist í röðinni að þá þegar serían klárast og allt bú, þá dettur þeim ekki í hug að sýna eitthvað annað...nnnneeeeiiiii Það er bara byrjað aftur á fyrstu seríunni. Ég get svo svarið fyrir það að ég held að það sé búið að sýna Spin City frá A-Ö svona 6 sinnum og Fraiser svona 5 sinnum síðan ég fór að fylgjast eitthvað með sjónvarpi hérna haustið 2001.. og ég er ekki að ýkja! Sama gildir um Sex and the City, Raymond, Will og Grace og jú og svo auðvitað CSI. Þá er ég ekki að meina að þeir endursýni klukkan 17 á virkum dögum, heldur alltaf á sama tíma og þeir voru vanir að sýna þættina......
Come on er þetta í lagi?

mánudagur, nóvember 10, 2003

Helgin...

..var ekkert smá nice.
Eftir næturvaktina á föstudaginn var ég svo asnalega hress og fyrsta sem ég gerði var að ryksuga og þurrka af á Solbakken og svo komu Elín og Hrafnhildur í heimsókn. Um kvöldið vorum við Eiki í rólegheitum heima og horfðum á Stjerne for en Aften. Auðvitað var keyptur J-øl aka Jólabjór og smakkað á honum undir söng vonglaðra bauna. Enda J-dagur.

Á laugardeginum komu Freysi, Erla Súsanna, Heiða, Tati, Aggi og Gissi í vöfflur og svo fórum við á Carlsberg-safnið. Verður að segjast að það var ekki mikið skoðað, þar til við komum á endastöðina, s.s. barinn. Ókeypis bjós sko.
Svo voru allir í mat. Þar bættust Elín, Örn Ingi og Hrafnhildur við í hópinn. Svo var huggað. Við fórum í billiard og fótboltaspil á 11. hæð og svo kíkt á Idealbar. Fólk mishresst. Kvöldið slúttað svo á kebabstað á Istedgade...mmm...

Heiða, Freysi og Erla sváfu á gólfinu og þegar fólkið vaknaði, skellti það sér að sjá Man. United vs. Liverpool ásamt Eika. Ég var eftir þar sem Ella, Anne og Harpa, skólasystur mínar voru að koma í kaffi og var vöfflujárnið dregið fram aftur.

Svaf út í morgun... sem var gott...

föstudagur, nóvember 07, 2003

Eryka peryka

...var rétt í þessu að fjárfesta í miða á Eryku Badu tónleikana sem verða 4. des.
Shit hvað verður gaman....

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

WebCam

Eiki fór og fjarfesti í WebCam í fyrradag. Þannig að það er hægt að sjá okkur via msn. Svo erum við líka með Skype, sem er geðveikt sniðugt. Mæli með því, sérstaklega ef þið búið erlendis eða þekkið einhvern sem býr erlendis. Ótrúleg gæði, nánast eins og að tala í síma. Brill....

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Tengdó....

...eru sem sagt farin... búið að vera rosa fínt að hafa þau, og fljótt að líða. Fórum m.a. til Malmø, Svíþjóð á laugardaginn.

Við erum búin að kaupa miðana á Travis... jibbííí.
Góður hópur sem ætlum saman, sem sagt... ég, Eiki, Heiða, Freysi, Erla Súsanna, Gissi, Rakel, Bjarki, Tati og Aggi... sem ég veit um alla vega.
Reikna með að við hittumst hér heima hjá okkur fyrir tónleikana, þar sem Valby Hallen er rétt hjá.

Svo er ég eiginlega hætt við að fara á Lisu Ekdahl. Enginn sem vill koma með mér:( Svo er ég að spá í að bæta rúmum 100 kr og fara frekar á Eryku Badu í des. Mig langar soldið mikið að fara og sjá hana, þó það sé soldið dýrt eða 385 kr.... sem er reyndar ekkert miðað við það sem það kostar að fara á tónleika heima á Íslandi. Og ég fæ eflaust Eika með á þá.

Vinna í nótt og aftur fimmtudag fram á föstudag og svo aftur miðvikudag fram að fimmtudag í næstu viku... 20 tímar í senn.Vá þetta eru 80 tímar, 2 vinnuvikur á 4 vöktum! Sem sagt flottar jólagjafir í ár:)

By the way, Lilja, sá síðasta Nikolaj og Julie á sunnudaginn... úúúúúúú... ertu ekki spennt? Vona það besta, búast við því versta!
Hilsen

föstudagur, október 31, 2003

Novo Nordisk

Jæja klukkan orðin rúmlega miðnætti og ”aðeins” 11 tímar eftir af vaktinni og 9 tímar búnir. Harpa sem er að vinna með mér er að leggja sig. Við náum ca. 3 og hálfum tíma svefn hvor þessa nóttina, lúxus bara.
Þetta er samt svo mikið snilldarfyrirtæki sem ég er að vinna hjá. Við tökum til dæmis yfirleitt taxa á kostnað fyrirtækisins úr skólanum okkar og beint í vinnuna, ca. 40 min. keyrsla. Og svo taxa til baka inn í Köben.
Svo um daginn var svona árshátíð um daginn, og hvorki meira né minna en Parken var leigður undir liðið. Parken er sem sagt stærsti íþróttavöllurinn hérna í DK. Þar sem landsleikir í fótbolta er t.d. haldnir og stórir tónleikar og Eurovision 2001. En alla vega, þá var grasið, hulið með plötum og 6500 manns á ansi mörgum langborðum. Þriggja rétta máltíð, gos, vín, bjór og kaffi… og ATH. ALLT FRÍTT. Svo eftir matinn var ball, þar sem komu fram svona ”Stuðmenn” Danaveldis, og svo keyrsla heim..og ennþá allt frítt! Hver starfsmaður fékk svo miða gefins á fótboltaleik með FCKøbenhavn.
Og geri aðrir betur.

þriðjudagur, október 28, 2003

Ætlum á Travis 28. nóvember með Freysa, Erlu og Gissa
Og svo var ég að panta miða á Lisu Ekdahl 8. nóvember, vantar bara að finna einhvern til að koma með mér..... Eiki finnst Lisa skvísa leiðinleg:( Einhverjir sjálfboðaliðar?
Reality TV

Það er nú meira hvað svona Reality TV er vinsælt hérna í DK
Ekki nóg með að við séum líka með Idols, þá erum við með 2 aðra söngkeppnisþætti, PopStars og Sjerne for en Aften. Sem sagt söngþættir þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga.
Mánudaga og miðvikudaga eru svo Robinson, sem eru svona danskt Survivor.
En BigBrother toppar þetta allt saman og sínir klukkutíma þátt á hverjum degi, extra lengi á fimmtudögum og svo allt endursýnt allan daginn á sunnudögum.
Svo eru 2 svona “surprise-breyting á herbergi” þættir........ o.s.fr.

Og það versta er að ég horfi á þetta allt saman..........

sunnudagur, október 26, 2003

Tranehave slut

Jæja þá er maður búin að mála hátt og látt og skrúbba inn í öll horn í Tranehavegård 37, st.mf. Svo skilum við af okkur í fyrramálið. Tengdó voru sem sagt þrælkuð út þess fyrstu 2 daga þeirra í Køben. Í gær fórum við nefnilega í IKEA og keyptum og keyptum.

Freysi, Erla Súsanna og Gissi komu í mat til okkar á föstudaginn. Það var nefnilega svona lokahóf í fótboltanum hjá íslenska leikfélaginu og þau komu í mat fyrir það. Svo skelltu þau sér öll á djammið en ég ákvað að vera heima. Keðjugeispaði nefnilega í sófanum allt kvöldið. Veit ekki hvort það hafi verið þreyta eftir vikuna eða ég hafi verið að sofna af táfýlu af Gissa
Freysi og Erla eru svo að flytja til Íslands aftur í lok nóvember. Ætla sem sagt að svíkja um lit. Það verður að segjast að maður á nú eftir að sakna þeirra, snúllanna. Það er alltaf svo leiðinlegt að horfa eftir fólki heim.

Jæja ég ætla að njóta afslöppunnar og búa mig undir að horfa á Nikolaj og Julie, er nefnilega svo spennandi í kvöld (hehe Lilja)!

fimmtudagur, október 23, 2003

Leti og skurðsár
ohh við erum ekki enn búin að koma okkur almennilega fyrir, óþolandi að búa svona hálf í­ kössum
Við erum bara svo vibba þreytt alltaf á kvöldin til að gera eitthvað.

Var í­ aðgerð afturí­ dag.... heyra í mér, tala ekki um annað en skólann þessa dagana....
Málið er að þetta er svona í fyrsta skipti sem mér finnst ég vera að læra dýralækninn, vinna með lifandi dýrum.
Gekk vel í dag, grísinn andaði allann tímann í þetta skiptið:) Við tókum magann upp úr búknum og það var soldið magnað þar sem það eru stórar æðar á maganum og maður sá þegar þær slóu í­ takt við hjartsláttinn, svo þurftum við að skera í hann og "taka aðskotahlut úr maganum", svona í þykjistunni (algeng adgerð á hundum og köttum). Náttúrulega bara æfing.
Á morgun á ég að vera svæfingalæknir og fylgjast með grísnum í aðgerðinni á meðan hinar skera og svona (ekki sami grí­s ath.). En það þýðir að ég þarf að mæta fyrr á morgun og sprauta grísinn með róandi áður en hinar í hópnum mínar koma.... vona bara að ég geti hitt í grísin í þetta skipti;)... vona bara að hann andi allann tí­mann......
Ætla að taka myndavél með mér í­ aðgerð eftir helgina... set þær myndir inn.

Ísland maður... manni er farið að hlakka soldið til að fara heim um jólin, akkúrat 2 mánuðir í það!

Til hamingju með "tengda"frænda Lilja mín... og frænda, Eyjó, Bergdís og Magdalena.

þriðjudagur, október 21, 2003

Úff hvað maður er þreyttur eftir svona flutninga. Við vorum langt fram eftir miðnætti að taka upp úr kössum og nóg eftir.

Gaman þó í skólanum í dag. Gerðum aðgerð á kú þar sem við skárum 30 cm langan skurð lóðrétt á magann, sitt hvoru megin og það magnaðasta var að hún var vakandi og stóð á meðan. Fékk svona eins konar mænudeyfingu og einnig staðdeyfingu. Held að það hafi farið tæpir 200 ml af staðdeyfingu per kú. Sem er nú ekkert lítið. Svo skárum við inn í magann og vorum með hendurnar inn í og þukla eftir mismunandi líffærum. Og þarna stóðu þær og gláptu út í loftið á meðan, með innyflin hálf út.... nei segi svona.. eða ekki.....

Tengdó að koma í heimsókn um helgina og verða í 10 daga. Þau voru á leið í Karabískahafið með vinnufélögum, en það var hætt við ferðina. Þannig þá var stefnan tekin á Danmörk... nánast það sama:) En þau sjá þá alla vega litla strákinn sinn....

mánudagur, október 20, 2003

Travis, Erykah Badu og The Strokes eru öll að spila hérna í desember... og ég get ekki ákveðið mig á hvað ég á að fara........
Reyni aftur

Kviðslit...
...jæja fyrsti skóladagur eftir viku haustfrí. Action í­ gangi. Vorum að gera aðgerð á grí­sum, kviðslitsaðgerðir. Gleymdi spraututækni í fríinu þar sem það var mitt hlutverk í hópnum að gefa grísnum okkar kæruleysissprautu og Jannie vinkona mín ætlaði að halda. En í bardaganum við að halda honum og stressinu á mér náði ég að sprauta öllu lyfinu yfir hendurnar á mér og á gólfið en ekki í grísinn... svo í­ annarri tilraun datt Jannie á mig og ég greip hana en sprautaði þá öllu aftur upp í­ loft. Eldrauð í framan fór ég og setti í­ sprautunaí­ þriðja sinn. Og þá gekk það ... eða ekki... hann ætlaði aldrei að deyfast niður. Svo loksins var hann kominn á borðið svæfingavél og sofnaður. Eftir skrúbb í­ 10 mí­n og undirbúning tók ég hníf í­ hönd og skar fallegan hálfmána skurð fyrir ofan kviðslitið... en nei haldið þið ekki að grísinn hafi bara sofnað hinum langa svefni og hætti að anda og læti.... Lífgunartilraunir hófust og eftir ca. hálfa til eina mínútu var hann kominn til baka... og adrenalí­nflæðið hjá mér og samnemenda minna í hámarki! Skjálfandi hélt ég áfram en allt gekk vel eftir þetta.
Er að fara á morgun að gera aðgerð á maga á kú, það ætti að vera spennandi.
Djo.. akkuru getur etta ekki lesid islenska stafi...
Kviðslit...
...jæja fyrsti skóladagur eftir viku haustfrí. Action í gangi. Vorum að gera aðgerð á grísum, kviðslitsaðgerðir. Gleymdi spraututækni í fríinu þar sem það var mitt hlutverk í hópnum að gefa grísinum okkar kæruleysissprautu og Jannie vinkona mín ætlaði að halda. En í bardaganum við að halda honum og stressinu í mér náði ég að sprauta öllu lyfinu yfir hendurnar á mér og á gólfið en ekki í grísinn... svo í annarri tilraun datt Jannie á mig og ég greip hana en sprautaði þá öllu aftur upp í loft. Eldrauð í framan fór ég og setti í sprautuna í þriðja sinn. Og þá gekk það ... eða ekki... hann ætlaði aldrei að deyfast niður. Svo loksins var hann kominn á borðið í öndunarvél og sofnaður. Eftir skrúbb í 10 mín og undirbúning tók ég hníf í hönd og skar fallegt hálfmána skurð fyrir ofan kviðslitið... en nei haldið þið ekki að grísinn hafi bara sofnað hinum langa svefni og hætti að anda og læti.... Lífgunartilraunir hófust og eftir ca. hálfa til eina mínútu var hann kominn til baka... og adrenalínflæði hjá mér og samnemenda minna í hámarki! Skjálfandi hélt ég áfram en allt gekk vel eftir þetta.
Er að fara á morgun að gera aðgerð á maga á kú, það ætti að vera spennandi.

sunnudagur, október 19, 2003

prufa
jæja þá er maður komin í hóp bloggara.
Var að flytja í gær og er þ.a.l. að fá nettenginu heim.....