miðvikudagur, desember 01, 2004

Djö

Er í vinnunni. Var ákveðið að ég færi fyrr að sofa í þetta skiptið sem er frekar glatað stundum því maður er kannski ekki orðinn það þreyttur, sem einmitt átti við mig núna. Þannig af 3,5 fór fyrsti hálftíminn í það að reyna að sofna. Svo var ég með vinnugemsann til að vekja mig. Byrjaði á því að stilla klukkuna 2:10 sem var hálftíma of snemma (misreiknaði aðeins) og fattaði það bara þegar ég var nýstaðin upp og ákvað því að sofa þennan extra hálftíma sem ég átti inni, en náttúrulega sofnaði ekki. Klukkan 2:40 fór ég svo á fætur, nokkuð hress. Smurði mér brauðsneið og skellti mér yfir í svínahúsið... nei þá var klukkan bara 1:45, sem sagt vinnugemsinn ennþá á sumartíma og klukkutíma of fljótur. Djö. Hljóp aftur yfir og ætlaði sko að nýta mér þennan tæpa klukkutíma sem ég átti inni en sofnaði auðvitað ekkert. Þannig að af 3,5 tímum sem ég átti í svefn svaf ég í 1,5. Svona getur þetta verið ósanngjarnt stundum. Annars hress.

Engin ummæli: