mánudagur, febrúar 02, 2004

The Lost Mikrophone

Jæja fyrsti skóladagurinn í dag. Á ekki að mæta fyrr en klukkan hálftvö sem er ágætt.

Helgin ekkert lítið ljúf, aðallega vegna þess að ég þurfti ekki að hugsa um próf. Gekk reyndar ekki nógu vel í síðasta prófinu en nenni ekki að gráta það.

Vorum heima hjá Friðsemd og Jóni á föstudagskvöldinu í rólegheitum.
Tati og Aggi komu til okkar frá Malmø á laugardeginum og voru í mat og svo var spilað fram á nótt... og Aggi vann... enda ekki lítið ánægður. Fórum svo í bíó í gær, Tati og Aggi með, þau gistu hjá okkur. Lost in Translation varð fyrir valinu. Mjög góð, róleg og fyndin. Reyndar kom aðeins of oft fyrir að hljóðneminn sást hanga úr loftinu... veit ekki hvort þetta ætti að vera svona eða hvort við hefðum séð svona lélegt klip... eða ég get ekki ímyndað mér það. Fannst þetta soldið skrítið. En góð og á hrós skilið fyrir frumleika.

Engin ummæli: