Hugleiðingar næturbröltarans
Ég held bara að enginn sé á fótum núna klukkan hálf fjögur aðfaranótt miðvikudagsins 3. mars nema ég.
Er í vinnunni og er búin að tappa ansi mörgum ml af blóði úr 4 grísum núna í 12 og hálfan tíma og svona 8-9 tímar eftir. Milli aftappanna er ég að surfa á netinu og virðist sem ég er búin með kvótann ótrúlegt en satt. Meira að segja farin að blaða í gamalt slúðurblað.. BilletBladet...Danmarks Royale Ugeblad... og ótrúlegt en satt er hvorki Mary eða Frederik á forsíðunni heldur Joachim litli bróðir... nei ég lýg því, er lítil mynd af Mary... ótrúlegir þessir Danir.
Eins og þið kannski sjáið er mér farið að leiðast... pínku..
En nú er kominn tími til aftappanna og glúkósamælinga. síjúsún
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli