miðvikudagur, desember 31, 2008

Gleðilegt nýtt ár

Og þökkum þau liðnu.miðvikudagur, desember 24, 2008

GLEÐILEG JÓL

allir saman og takk fyrir allar kveðjurnar.
Hafið það sem allra best um jólin.

Kveðja frá Solbakken

fimmtudagur, desember 18, 2008

40vikur2dagar-skítur og drulla

Nú er ég komin 2 daga framyfir settan dag. Og er bara hálf fegin því það er enginn á þessu heimili í ástandi til að fæða, taka á móti eða sinna litlu barni.
Inflúensan bankaði hér á dyrnar á mánudaginn og erum við öll löggst. Ég hef þó hingað til verið skást, s.s. ekki fengið þennan mega háa hita sem hin 2 hafa verið að glíma við. En ljótur hósti og stútfull af kvefi. Svefnlitlar og jafnvel lausar nætur, bæði vegna hósta og vegna einnar 3 ára sem er búin að vera fárveik.

Var hjá ljósmóður áðan og kom hálf bogin og hóstandi inn til hennar. Fyrsta sem hún sagði við mig var að ég væri ekkert að fara að eiga í dag eða á morgun. Nú? spyr ég. Já þá er það þannig að líkaminn heldur aftur af sér að fara að fæða ef maður er með flensu. Pínku fúlt en sniðugt samt sem áður hugsaði ég.

Er nefnilega búin að stefna á 19. des., eins mikið og maður getur haft stjórn á því :o) Við Eiki byrjuðum nefnilega saman 19., giftum okkur 19. og við Sóldís eigum afmæli 19. Það hefði s.s. passað inn í systemið :o) Þá er bara að koma með það þann 30. (huhh hummm) svo að það eigi sama afmælisdag og Eiki!

Anyways... er það flensan sem fyllir huga okkar þessa dagana. Later.

þriðjudagur, desember 16, 2008

Undur og stórmerki

Jarðskjálfti, hér í Baunalandi! Reyndar með upptök í suður Svíþjóð en fannst vel hér um allt Sjáland.
Við fjölskyldan sváfum reyndar á okkar væra, en Heiða systir vaknaði við hann og hélt að hún væri að verða rugluð.
Einhvern veginn er það innprentað í mann að þetta væri það síðasta sem maður myndi upplifa í Danmörku.
Danir eru náttúrulega að missa sig yfir þessu og kalla þetta "voldsom jordskælv" og vilja meina að þetta hafi verið stærsti sem fundist hefur verið síðan jafnvel 1904.

Fyndið :o)

föstudagur, desember 12, 2008

T minus 4

Jæja 4 dagar í settan dag og mín orðin skemmtilega mikið ólétt í framan... það er alveg eins og ég hafi verið að fá mér fyllingu í varirnar og sé nýstaðin upp úr rúminu eftir 3 daga konstant saltát.

Fólk er líka farið að hafa á orð við mig hvað ég væri orðin stór, og þá er ég ekki að meina vinir okkar hérna, heldur starfsfólk í búðum og fólk í strætó.
Starfsmenn í leikskólanum hennar Sóldísar hafa stórar áhyggjur af mér og hafa m.a. spurt hvort þau geti ekki hjálpað mér að koma Sóldísi í útifötin þegar ég sæki hana. Ein setti upp stór augu þegar hún heyrði í gær að ég væri á leið niður í bæ í jólagjafaleiðangur en ekki upp í sófa.

Gaman að þessu.