mánudagur, febrúar 09, 2004

Hóst Hóst

Bbrrrr var lykilorðið fyrir Þorrablótið í ár. Skítkalt. Byrjaði aðeins að hlýna þegar fólkið fór að dansa. Við Eiki fórum reyndar ekki í matinn, heldur buðum Tati og Agga í íslenskt lambalæri og með því.... geðveikt gott. Skítamórall stóð fyrir dansi... og stóðu sig með prýði... ef maður er mikill mórals fan, þar sem að mínu mati, spiluðu aðeins of mikið af Skítamórals lögum.

Þynnkulaus sunnudagur. Gott mál. Fór í rjómakökuátveislu hjá Anne og svo hamborgaraátveislu með Friðsemd. Eiki aftur á móti í þynnku heima.

Heima í dag og get loksins "notið" þess að vera lasin... hóst hóst.

Engin ummæli: