fimmtudagur, apríl 20, 2006
gærdagurinn
Var alveg ferlega ljúfur (fyrir utan lestur um kúk).
Vaknaði við Sóldísi Maríu og söng frá Eika
Las
Svo fórum við Eiki út að borða á Stick´s & Sushi og vá hvað það var gott. Fengum okkur svo auðvitað Paradis-ís í eftirrétt. Eiki gaf mér líka þessi fínu sólgleraugu í afmælisgjöf og er því svaka skutla. Hann gaf mér líka ilmvatn sem ég á eftir að prufa á mér en boðar gott og nýja Prince diskinn sem er mjög góður við fyrstu hlustun alla vega.
Las meira
Dóri kom í mat og Eiki eldaði naut og lúxus meðlæti... mmm. Svo var náttúrulega meiri Paradis-ís í eftirmat :o)
Las enn meira
Kláraði Paradis-ísinn (roðn)
Sofa
Takk fyrir allar kveðjurnar :o) ... og já ég veit... Ég heiti Vigdís Tryggvadóttir og ég er Paradis-ísaholic
Var alveg ferlega ljúfur (fyrir utan lestur um kúk).
Vaknaði við Sóldísi Maríu og söng frá Eika
Las
Svo fórum við Eiki út að borða á Stick´s & Sushi og vá hvað það var gott. Fengum okkur svo auðvitað Paradis-ís í eftirrétt. Eiki gaf mér líka þessi fínu sólgleraugu í afmælisgjöf og er því svaka skutla. Hann gaf mér líka ilmvatn sem ég á eftir að prufa á mér en boðar gott og nýja Prince diskinn sem er mjög góður við fyrstu hlustun alla vega.
Las meira
Dóri kom í mat og Eiki eldaði naut og lúxus meðlæti... mmm. Svo var náttúrulega meiri Paradis-ís í eftirmat :o)
Las enn meira
Kláraði Paradis-ísinn (roðn)
Sofa
Takk fyrir allar kveðjurnar :o) ... og já ég veit... Ég heiti Vigdís Tryggvadóttir og ég er Paradis-ísaholic
Hva´ ??! Dansk?!
Nej nej nej nej... ÉG TALA BARA SVONA GÓÐA ÍSLENSKU!
Skil ekkert í þessu með mig. Ég er eitthvað alveg ferlega málhölt þessa dagana þegar það kemur að dönsku. Tók einmitt eftir þessu fyrir rúmri viku síðan þegar við Eiki fórum að tala við þjónustufulltrúann í bankanum. Held hann hafi átt voða erfitt með að trúa því að ég væri búinn að búa hér í 5 ár en auðvelt með að trúa mér þegar ég sagði honum að ég væri léleg í tungumálum.
Svo var ég upp í skóla í dag í munnlegu prófi og ég var svo hryllilega málhölt og asnaleg eitthvað. Jú auðvitað kom stress inn í og allt það en samt eitthvað alveg ferlega glötuð.
En af prófinu er svo sem ekki mikið að segja nema að ég féll. Fyrri hlutinn fjallaði um geymslu og dreyfingu á kúaskít, gekk ágætlega en með nokkrum holum. En svo var ég alveg ferlega óheppin þegar kennarinn ákvað að spyrja mig rosa mikið út úr lög og reglugerðir um meðhöndlun og dreyfingu á ræsisúrgangi. Ég skal alveg viðurkenna að ég var ekki búin að lesa mig mikið til um danskar reglugerðir um mannapiss og varð þetta bara eitt stórt kúkur og piss!
Nej nej nej nej... ÉG TALA BARA SVONA GÓÐA ÍSLENSKU!
Skil ekkert í þessu með mig. Ég er eitthvað alveg ferlega málhölt þessa dagana þegar það kemur að dönsku. Tók einmitt eftir þessu fyrir rúmri viku síðan þegar við Eiki fórum að tala við þjónustufulltrúann í bankanum. Held hann hafi átt voða erfitt með að trúa því að ég væri búinn að búa hér í 5 ár en auðvelt með að trúa mér þegar ég sagði honum að ég væri léleg í tungumálum.
Svo var ég upp í skóla í dag í munnlegu prófi og ég var svo hryllilega málhölt og asnaleg eitthvað. Jú auðvitað kom stress inn í og allt það en samt eitthvað alveg ferlega glötuð.
En af prófinu er svo sem ekki mikið að segja nema að ég féll. Fyrri hlutinn fjallaði um geymslu og dreyfingu á kúaskít, gekk ágætlega en með nokkrum holum. En svo var ég alveg ferlega óheppin þegar kennarinn ákvað að spyrja mig rosa mikið út úr lög og reglugerðir um meðhöndlun og dreyfingu á ræsisúrgangi. Ég skal alveg viðurkenna að ég var ekki búin að lesa mig mikið til um danskar reglugerðir um mannapiss og varð þetta bara eitt stórt kúkur og piss!
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Páskar
Vaknaði páskadagsmorgun við það þegar Eiki var að læðast fram að ná í páskaeggið til að ná að fela það áður en ég skildi vakna... en páskaeggið var ekki á sínum stað, þar sem ég faldi það klukkan 5 um nóttina, eftir að Sóldís María hafði rumskað. hahahaha.
Eiki var svo í góðan tíma að leita og meira að segja var búinn að leita í skápnum sem ég faldi í og hefði þá verið endalaust lengi að leita ef við hefðum ekki tekið upp heitt/kalt kerfið. Egginu var svo slátrað með morgunkaffinu og fengum við málsháttinn Vinnan gefur vænan svefn.
Skelltum okkur svo til Malmø upp úr hádegi, til njóta páskalærisins með Elínu, Guðjóni, Oddi (bróðir Guðjóns) og Kristínu (kærasta Odds). Þetta var sko ekkert smá gott. Fleirri eggjum var líka slátrað í Svergie :o)
Við fjölskyldan rákum svo Elínu og Guðjón svefnsófann og tókum yfir hjónarúmið þá nóttina. Svo á mánudagsmorgun var horft á gæðateiknimynd frá DreamWorks að nafni Madagaskar og enn öðru páskaeggi slátrað... úff, þar fór megrunin! Eftir göngutúr um Malmø var brunað með lestinni aftur yfir í menningaborgina (þar sem er alltaf betra veður en í Malmø!)
Kisa tók svo fagnandi á móti okkur :o)
Vaknaði páskadagsmorgun við það þegar Eiki var að læðast fram að ná í páskaeggið til að ná að fela það áður en ég skildi vakna... en páskaeggið var ekki á sínum stað, þar sem ég faldi það klukkan 5 um nóttina, eftir að Sóldís María hafði rumskað. hahahaha.
Eiki var svo í góðan tíma að leita og meira að segja var búinn að leita í skápnum sem ég faldi í og hefði þá verið endalaust lengi að leita ef við hefðum ekki tekið upp heitt/kalt kerfið. Egginu var svo slátrað með morgunkaffinu og fengum við málsháttinn Vinnan gefur vænan svefn.
Skelltum okkur svo til Malmø upp úr hádegi, til njóta páskalærisins með Elínu, Guðjóni, Oddi (bróðir Guðjóns) og Kristínu (kærasta Odds). Þetta var sko ekkert smá gott. Fleirri eggjum var líka slátrað í Svergie :o)
Við fjölskyldan rákum svo Elínu og Guðjón svefnsófann og tókum yfir hjónarúmið þá nóttina. Svo á mánudagsmorgun var horft á gæðateiknimynd frá DreamWorks að nafni Madagaskar og enn öðru páskaeggi slátrað... úff, þar fór megrunin! Eftir göngutúr um Malmø var brunað með lestinni aftur yfir í menningaborgina (þar sem er alltaf betra veður en í Malmø!)
Kisa tók svo fagnandi á móti okkur :o)
5 ár
Já sá merkilegur atburður átti sér stað þann 9. apríl síðast liðinn. Við Eiki áttum fimm ára afmæli í Danmörku. Í tilefni dagsins bakaði Eiki pönnukökur, og gerði það svona lista vel. Meðan við nutum þeirra, ásamt rabbabarasultu og ís, rifjuðum við upp minningar síðustu 5 ára. Meðal þess var:
*Villt sumar 2001 og bakstur á Viktoriagade :o)
*Allt frábæra fólkið sem við erum búin að kynnast... og endurkynnast
*Hinar ýmsu heimsóknir sem við erum búin að fá
*Tónleikar og fleirri tónleikar í Vega
*Tranehavegård og gamla liðið
*Netto: Léleg úrval, illalyktandi fólk en ódýrt
*Hjól
*Billigt øl
*Horfa eftir fólki heim :o(
*Pres, pres, pres,pres.... det er en pige!!!
...æi og svo margt fleirra
En læt þessa skemmtilegu mynd af mér að njóta Eikabaksturs í tilefni dagsins fylgja með
Já sá merkilegur atburður átti sér stað þann 9. apríl síðast liðinn. Við Eiki áttum fimm ára afmæli í Danmörku. Í tilefni dagsins bakaði Eiki pönnukökur, og gerði það svona lista vel. Meðan við nutum þeirra, ásamt rabbabarasultu og ís, rifjuðum við upp minningar síðustu 5 ára. Meðal þess var:
*Villt sumar 2001 og bakstur á Viktoriagade :o)
*Allt frábæra fólkið sem við erum búin að kynnast... og endurkynnast
*Hinar ýmsu heimsóknir sem við erum búin að fá
*Tónleikar og fleirri tónleikar í Vega
*Tranehavegård og gamla liðið
*Netto: Léleg úrval, illalyktandi fólk en ódýrt
*Hjól
*Billigt øl
*Horfa eftir fólki heim :o(
*Pres, pres, pres,pres.... det er en pige!!!
...æi og svo margt fleirra
En læt þessa skemmtilegu mynd af mér að njóta Eikabaksturs í tilefni dagsins fylgja með
þriðjudagur, apríl 04, 2006
Lærdómur, veikindi og rigning
Þetta eru lykilorðin hjá okkur þessa dagana.
Próf hjá mér í næstu viku og vikuna eftir það og verkefnaskil hjá Eika framundan.
Svo náði sú litla sér í einhverja flensu og vaknaði í nótt með hita og stíflað nef. Raskar aðeins lærdóminn en vinnum úr því.
Loksins hætt að vera þessi skítakuldi og tek ég rigningunni fagnandi. Vorboðinn ljúfi.
Ó men hvað þetta er leiðinlegt blogg....
Þetta eru lykilorðin hjá okkur þessa dagana.
Próf hjá mér í næstu viku og vikuna eftir það og verkefnaskil hjá Eika framundan.
Svo náði sú litla sér í einhverja flensu og vaknaði í nótt með hita og stíflað nef. Raskar aðeins lærdóminn en vinnum úr því.
Loksins hætt að vera þessi skítakuldi og tek ég rigningunni fagnandi. Vorboðinn ljúfi.
Ó men hvað þetta er leiðinlegt blogg....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)