föstudagur, júní 29, 2007

Ísland

í fyrramálið.
Er bara orðin nokkuð spennt á að fara að vinna á dýralæknastofu næstu 3 vikurnar. Smá challenge.

En núna er stubburinn veikur heima. Hún vaknaði með hita og voða lítil í sér. Greit. Og við sem erum að fara í ferðalag á morgun. Vonandi verður hún hressari. Og svo líka fullt eftir að erindast.
Er einhver á lausu í Køben í dag til að passa??

þriðjudagur, júní 26, 2007

Sumarið er tíminn

Var að fatta það, að síðast þegar ég var á Íslandi yfir sumartíma, var fyrir 3 árum! Vá hvað tíminn er fljótur að líða.
Nú hlakkar mig ennþá meira til að koma heim á laugardaginn.

sunnudagur, júní 24, 2007

JT

Er entertainer af Guðs náð. Hann stóð fyrir sínu. Takk fyrir mig.
Góða nótt

föstudagur, júní 22, 2007

Stress

2 munnleg próf á 3 dögum er meira en mínar taugar þola.
Úff

sunnudagur, júní 17, 2007

Grasekkja

Eiki og Sóldís skelltu sér óvænt til Íslands um helgina og ég skilin eftir. 3 próf framundan og eitt verkefni... sem sagt nóg að gera hjá minni.

Díses hvað íbúðin verður flótt ógeðsleg þegar maður er svona einn. Og svo er maður eiginlega bara hálf ógeðslegur sjálfur... nenni ekki einu sinni að klæða mig. En maður þarf víst ekki að shine-a sig fyrir bækurnar.

Gleðilega þjóðhátíð annars.
Ble.
Note to self

Aldrei fara í Føtex í Fisketorvinu, 20 mín fyrir 5, á laugardagseftirmiðdegi

þriðjudagur, júní 05, 2007

Leiðinlegt blogg

Þar sem ég get ekki verið neitt sniðug þessa dagana vegna orkuleysis er þetta bloggið mitt í dag.

Hversdagsleikinn í fyrirrúmi. En erum að fá Hildi litlu frænku mína í heimsókn í 2 daga núna. Hún er rétt rúmlega eins árs og því verður fjör hér á bæ.

Ég er á fullu í skólanum að gera verkefni sem ég þarf svo að flytja ásamt hópnum mínum. Það fjallar um Perianal fistulas hjá Schafer (þýskum fjárhundi). Þið getið ímyndað ykkur hvað þetta er skemmtilegt.

En stóra málið er að Heiða er að koma á sunnudaginn heim eftir tæplega 8 mánaða reisu. Hún er núna í Laos og er á leið til Bangkok á næstu dögum og flýgur þaðan heim. Jibbíí!!