þriðjudagur, júní 24, 2008

Já róleg!

Er ekki málið að taka eina chillpill og kannski hugsa sig tvisvar um, áður en maður kallar "ÍSBJÖRN, ÍSBJÖRN!".

Hestaspor og kindur...

...og nú ljós hestur!

fimmtudagur, júní 05, 2008

12 vikur og 2 dagarJújú sem þýðir að ef allt fer vel verður Sóldís stóra systir í kringum 16. des.

Fórum í sónar í morgun og allt leit vel út. Það eru búnar að vera nokkuð um blæðingar og svona og því verið í miklu eftirliti síðustu 6 vikur. En núna er það allt búið og við sáum flottan hjartslátt og mikil sprikl í dag.

Heilsan hjá mér er búin að vera glötuð. Síþreytt, sígrenjandi og einstaka ælur inn á milli. Hefur ekki hjálpað að það sé búið að vera mikið álag í skólanum og þegar ég kem heim á daginn hefur kvótinn verið búinn.

En vonandi fer þetta bara batnandi. Nú erum við komin yfir fyrsta hjallan í þessu ferli og erum bjartsýnin uppmáluð :o)

þriðjudagur, júní 03, 2008

Þurfum við að ræða þetta eitthvað?