laugardagur, ágúst 21, 2004

Baunar

Vinir hans Eika, þeir Peter og Jens mættu til landsins á miðvikudaginn og það er búið að vera stíft prógram síðan.
Strax á miðvikudaginn var farið með þá í sund og á Ísland vs. Ítalía. Fór 2-0 er einhver er í vafa. Þeir fengu einnig að smakka á hangikjöti, sviðasultu, slátri og hákarl.
Svo á fimmtudaginn fórum við með þá út á land. Brunuðum með þá í Hrauneyjafossvirkjun að skoða og svo farið með þá að veiða við Vatnsfellsvirkjun þar sem Jens veiddi 3 fína urriða. Fórum svo í bústaðinn á Skeiðum og var fiskurinn grillaður.
Föstudagurinn hófst svo með klukkutíma reiðtúr. Draumurinn hans Peters var að komast á tölt sem og hann gerði og var alsæll. Svo var farið þennan týpíska hring... Gullfoss, Geysir, Kerið, Þingvellir og Nesjavellir. Þess má geta að Jens tók sundsprett í Peningagjá á Þingvöllum og var mikið kalt á eftir. Fórum svo í partý til Guðjóns um kvöldið og reyndu Gummi og co. að sannfæra baunana að í stað nasl væri hér á Íslandi alltaf harðfiskur, sviðasulta og hákarl á borðum í partýjum. Þeir áttu erfitt með að trúa því en fengu sér þó hákarlinn og skoluðu vel á eftir með Brennivínsstaupi... ef ekki þremur. Kíktum svo á Vegamót á eftir en ég fór snemma heim.

Annars er stefnan tekin á menningarnótt í kvöld.

Engin ummæli: