þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Black Tuesday?

Svartur dagur í sögu dýravelferðar stendur í dönskum blöðum í dag og verð ég að segja að ég sé sammála. EU-ráðið samþykkti í dag, 25 á móti 1 (nokkrir sátu hjá), að svo gott sem ekki setja neinar takmarkanir á tíma eða fjölda dýra per fm í dýraflutningum milli landa innan EU. Sá eini sem var á móti var dani.
Mörgum finnst þetta ekki merkilegt svo sem og margt annað sem við ættum að setja orku okkar í en þeir sömu hafa eflaust ekki séð hversu alvarlegt þetta er og þær afleiðingar sem þetta hefur í för með sér. Við tókum þetta fyrir í skólanum í siðfræði áfanga á fyrstu önn í skólanum svo hefur þetta verið mikið í umræðunni hérna í Danmörku því Danmörk er einn stærsti útflytjandi á svínum.
Mér finnst ekki í lagi að dýr standi í t.d. 15 tíma keyrslu án þess að hafa möguleika á því að leggjast eða komast í vatn. Enda er dauði, átroðningur og alvarlegir skaðar, líkt og brotinn hryggur, mjög algengir.

Mér leiðist að fá daprar fréttir frá Íslandi. Sérstaklega þegar maður getur ekki stokkið og gefið þeim sem manni þykir vænt um knús á erfiðum tímum. Knús og kossar. Love ya

Engin ummæli: