mánudagur, mars 01, 2004

Óskar

Jæja tæpir 2 tímar í Óskarinn.
1991, þegar ég var ellefu ára man ég eftir að hafa grátbeðið mömmu að fá að vaka og horfa á Óskarinn. Eftir smá röfl og málamiðlanir fékk ég að horfa, ef ég færi að sofa klukkan átta um kvöldið gæti ég vaknað klukkan 2 og horft og náð svo 2 tímum áður en ég færi í skólann. Síðan þá hef ég ekki misst af Óskarkveldi.. nema eitt ár þegar það var ekki sýnt heima á Íslandinu.
Veit ekki af hverju... bara stemmari. Og nei... sætti mig ekki við endursýningu daginn eftir því það er ótrúlega mikið klippt úr...

Engin ummæli: