mánudagur, mars 08, 2004

Súpuferð Dauðans

Helgin var róleg og ekkert lítið fín. Við Eiki vorum bara á Solbakkanum að dúllast við íbúðina, hengja upp myndir og tiltekt. Hún verður að vera fín þar sem við eigum von á öllu þessu fólki í mars.
Við Eiki fórum á Along Came Polly á laugardagskvöldinu og skemmtum okkur konunglega. Phillip Seymour Hoffman var frábær í þessarri mynd og Jennifer Aniston fær plús í kladdann líka.
Svo á sunnudeginum horfði ég á formúluna og bakaði pönnsur fyrir kallinn sem sat sveittur að teikna þversnið af bjalka og styrktarbitum í brúm. Friðsemd kíkti í pönnsur og svo fórum við á smá rölt niður í bæ og fengum okkur eina kók á kaffihúsi.

Svo kom súpuferðin. Eftir bæjarrölt með Friðsemd og nóg af AutoCAD hjá Eika ákváðum við hjónin að skella okkur á kaffihúsið Det Gule Hus á Istedgade til að fá okkur súpu. Ég smakkaði nefnilega súpuna þeirra fyrir ekki svo löngu síðan og hún var æði! Eftir strætó, hraðbanka og strætó (reyndar mjög stutt frá Solbakken en...) settumst við köld og svöng inn á Gula Húsið en þá reyndist súpulagerinn vera búinn. ohhh. Við ákvaðum því að rölta Istedgade í áttina heim og kíkja á önnur kaffihús og finna góða súpu. Voru nefnilega í súpustuði. Eftir mikla leit fundum við loksins stað með súpum og ekkert litla girnilegum.. svona á pappír alla vega. Cremet Hummersuppe med frisk spinat og dill varð fyrir valinu....mmmmm. En hún var soldið dýr, en þess virði eftir alla þessa leit. Svo kom súpan... og vonbrigðin. Fyrir það fyrsta var hún volg og svo var hún voða lítið creamy. Bara humarsoð með dillbragði og þvílíkt sterku dillbragði. oj.
Við Eiki fengum strax í magann af henni og gáfumst fljótlega upp. Ennþá svöng og köld og 140 dkr. fátækari röltuðum heim og fengum okkur epli á meðan við horfðum á The Truman Show. Þvílík vonbrigði.
Og hvað lærir maður á þessu: Aldrei að kaupa sér Humarsúpu með dilli á kaffihúsinu við hliðina á Bang&Jensen. Farið heldur á Bang&Jensen... gott kaffihús og gott að borða.

úff er farin að kaupa fjarstýringu á Bang&Olufsen sjónvarpið okkar

Engin ummæli: