mánudagur, júní 28, 2004

Danmark-Tjekkiet

0-3
Tékkar eru einfaldlega betri...

föstudagur, júní 25, 2004

Roskilde-Veðurspá

Var að horfa á veðurspána og samkvæmt 5 daga spánni verður alskýjað og einhver rigning á miðvikudeginum og hiti um 17°... ekki er enn vitað um framhaldið en við skulum öll biðja saman....og muna eftir regngallanum...

sunnudagur, júní 20, 2004

DK

Komin aftur til Kóngsins. Fór beint í Tívolí í øl og verður að segjast að bjórinn er mun betri í dk. Það er eitthvað við hann.
Vöknuðum svo snemma daginn eftir og vorum mætt niður á Amager Strand í grenjandi rigningu... svona útlendsk rigning, til að hjálpa til við uppsetningu á tjöldum og sölubásum fyrir Íslendigafélagið og Íþróttafélagið Guðrúnu. Það var sem sagt 17. júní hátíð í uppsiglingu en manni leist ekki svo vel á blikuna. Upp úr 2 var svo komið ágætis veður og sólin lét sjá sig öðru hvoru. Við Eiki vorum í nammibásnum ... sem by the way var vinsælasti básinn á svæðinu... Annað hvort var það snilldarsölutækni okkar Eika og hinna samstarfsaðila ... eða græðgi fólks á íslensku nammi. Við vorum mjög sátt með daginn og Íþróttafélagið naut góðs af. Svo voru alls konar uppákomur, m.a. blakkeppni. Liðið hans Eika komst í úrslitin en töpuðu... ég var ekkert smá svekkt þar sem verðlaunin voru inneign í Fisketorvet.
Þegar það tók að líða á daginn létu flestir starfsmenn svæðisins sig hverfa og lenntum við örfá í því að taka allt til og vorum ekki búin fyrr en að verða 11 í gærkveldi. Við fórum bara beint heim og nenntum ekki að fara á ballið um kvöldið þrátt fyrir frímiðana. En var samt soldið spennt að fara þar sem Miljónamæringarnir ásamt Bogomile Font og Páli Óskari voru að spila. En við vorum endalaust þreytt og Eiki þurfti að vakna snemma að keppa í fótbolta... sem þeir unnu 17-0 og Eiki skoraði 5 mörk...

Ísland var rosa fínt. Var soldill þeytingur á mér á tímabili. En alltaf gott að koma, tala ekki um í Fífuhvamminn og horfa á fótboltann... voða heimilislegt eitthvað.

Ætla núna að leggja mig í sófann minn og horfa á lélegt danskt sjónvarp. yfir og út.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Ísland

Haldiði ekki að það hafi verið keyptur flugmiði í gærkvöldi... og flogið í morgun.. jújú maður er mættur til landsins.

sunnudagur, júní 06, 2004

Heiða

Heiða hélt upp á 3-0 afmælið sitt í gær. Var mega stuð. Vigdís sá um veitingar en Heiða var aðstoðarkokkur. Við slógum í gegn...
Annars er hún að fara til Íslands í kvöld og mig langar soldið mikið til að kíkja með, sérstaklega núna þegar það er orðið soldið flóknara að fara í lok ágúst eins og planað var út af vinnunni.
En í dag ætla ég ekki að gera neitt.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Prófatími

Jæja núna held ég hreinlega að allir séu að springa úr próflestri. Flestir (ef ekki allir) reyndar búnir á Íslandinu en flestir í miðjum klíðum hérna í danaríki. Eiki er einmitt að fara í sitt fyrsta á morgun... eða í dag.. þar sem klukkan er að verða 2 um nótt.
Ég er nefnilega stödd í svínastíu upp í Ganløse, vinna að vanda.

Annars er voða lítið að frétta af okkur. Nema að sumarið er gengið í garð og tími. Garða, teppa, øl og langt í næsta klósett framundan. Ljúft þetta líf.

Adda padda litla systir á einmitt afmæli í dag 2. júní og er því orðin 15 ára skvísa. Verður að segjast að tíminn líði hratt...
Friðsemd og Heiðbjört vinkonur mínar slá báðar í 24. árin þennan sama dag.
Til hamingju allar saman.