miðvikudagur, október 27, 2004

Úff

Við fengum litlu kisu á fimmtudaginn og erum búin að knúsa og kjassast með hana síðan. Hún skoðaði sig um í korter og var svo bara hress með flutninginn, pissaði strax í kassann:)
Smátt og smátt er hún að reyna að ná stjórninni á heimilinu og tekst henni ágætlega. Við erum búin að vakna allar nætur með hana á milli okkar og í síðustu nótt var Eiki í bardaga við hana um koddann sinn. Hún lætur líka heyra í sér, t.d. ef maður tekur hana niður af borði þar sem hún má ekki vera og svona og reynir svo aftur og aftur. Annars er hún algjör kelirófa og nautnaseggur og vill helst sofa í fanginu á okkur á milli þess sem hún vill að við leikum við hana. Athyglissjúk er hún líka.. ójá.

Gunna og Villi eru búin að nefna litla prinsinn sinn og fékk hann það flotta nafn Grímur Steinn Vilhjálmsson.. Hörkunafn fyrir harðann gæja! Annars heilsast öllum vel og voru þau að koma heim í dag af spítalanum. Gunna sagði að hann væri sko sáttur heima og væri búinn að sofa í allan dag.

Ég verð rangeygð af vinnu og lestri fljótlega. Tók á mig allt of mikla vinnu fram að áramótum. Verð í 63% vinnu í október og 73% vinnu í nóvember samkvæmt útreikningum mínum... það er náttúrulega ekki í lagi þegar maður er svo í fullu námi. Ætla að ræða þetta aðeins við yfirmenn mína í fyrramálið þegar ég klára vaktina mína og stinga upp á við þær að bæta við mannskapinn... þýðir ekki að bæta við vinnu og ráða ekki fleirri inn.

Annars er heimþráin ekkert að dvína. Manni langar alltaf heim þegar það er svona mikið um að vera hjá fólki sem maður þykir vænt um, hvort sem það eru góðar fréttir eða ekki svo góðar fréttir... og gefa þeim eitt stórt knús

Engin ummæli: