mánudagur, janúar 05, 2004

Danska ríkisstjórnin

er sko ekkert skárri en annars staðar sem við þekkjum....
Síðasta eina og hálfa árið hafa yfirvöld haft það á dagskrá sinni að leggja niður fríríkið Christiania. Þeirra megin rök hafa verið kannabis salan á svokallaðri Pusher Street. Ok, gefum þeim það. Þetta er jú ólögleg vara og erfitt að rökstyðja af hverju Christiania ætti að selja hana án afskiptar.
Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst frábært að fara á sunnudags eftirmiðdegi og kíkja á útimarkaðinn á torginu og setjast á Nemoland og sötra einn kaldann og rölta svo að brúnni og skoða skrýtnu húsin við áarbakkann. Svo margt meira en bara Pusher Street.
Lögreglustjórinn í Køben sagði í einu viðtali að þeir væru ekkert vitlausir og vissu alveg að þó að salan í Christaniu væri lögð niður myndi salan ekkert minnka en þeir vilja frekar hafa þetta dreyfðara um borgina. Sem mér fannst reyndar fyndin rök. Frekar hafa sölumenn á götuhornum í íbúðahverfunum, en alltaf þitt val að fara í Christianiu. Lögreglan hefur verið með mun fleiri svokallaðar "rassíur" síðustu misseri til að sýna að þeim sé alvara.
Samt getur maður lesið á milli línanna í öllu þessu tali um kannabissölu að aðalástæða þessa skyndilega áhuga stjórnvalda sé ekki aðeins ólöglegur söluvarningur heldur landið undir öllum þessu mjög svo sérstöku húsa. Jú landið, miðbæjarland. Tilvalið til skrifstofubygginga og glæsiíbúða.
Jæja upp á síðkastið hafa raddir Christaniubúa hækkað og flestir hafa verið á móti sölunni á Pusher Street enda lang mesti ágóðinn fer til samtaka Hells Angels og mjög hverfandi hluti til Christianiu búa sjálfra.
En í gær fengu þeir nóg. Náðu sér í traktora og kúbein og rifu niður alla sölubásana á Pusher Street. Tilraun til að losa sig við þennan stóra faktor í afskiptinni hjá stjórnvöldum. Og hvað segja stjórnvöld? Jú haldiði ekki, skiptir ekki máli og breytir ekki neinu. Hvernig geta þau sagt þetta? Breytir ekki neinu! Gæti þurft smá tíma til að full hreinsa "Stínu" af kannabis. Og það verður aldrei gert, ekki frekar en hin hverfin í Køben. En salan verður þá vonandi ekki svona stór þáttur af Christiania. Sem eru jú ath. megin þáttur í því að stjórnvöld vilja leggja "Stínu" niður.
En....einn þingmaður var í fréttunum hérna áðan að segja að seinna á þessu ári verða sett lög, já lög fyrir Christianiu. Þar sem verða valin hús sem fá að standa og hina verða rifin niður. Og meðal annars settar reglur um húsaleigu og annað. Sem sagt ekki neitt fríríki lengur.
Sem sagt vilja BARA fá þetta fína land.

Engin ummæli: