laugardagur, apríl 30, 2005

IKEA

Skelltum okkur í IKEA seinni partinn og versluðum fullt af dóti. Þannig það verður púslað í kvöld! Jii hvað ég hlakka til!

Mæli með að síðunni hjá Heiðu systir... ótrúleg ævintýri

Annars er bara allt við það sama...

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Er du træt?

Held að ég sé að komast á eitthvað þreytu tímabil núna. Var búin að heyra þetta með að óléttar konur væru svo oft þreyttar eftir langan dag en ekki eitthvað sem ég hef fundið fyrir.
En í gær þá steinsofnaði ég í yoga og vakti sjálfa mig með mínum eigin hrotum, sofnaði fyrir framan sjónvarpið (sem ég geri aldrei) rúmlega níu í gærkvöldi og svaf eins og steinn (fyrir utan 3 pissuferðir) í rúma 9 tíma í nótt.
Og svo núna held ég varla haus.
Ég sem er að gera mér vonir til að horfa á C.S.I sem byrjar klukkan 10 í kvöld.

Flashback

Tinna vinkona mín var að setja þetta inn á síðuna hjá sér og ég varð bara að gera það líka.

Við fimmtán ára Helluskvísur á leið á Skímóball sem þá var óþekkt lítil hljómsveit frá Selfossi. Þess má geta að við erum allar í eins pilsum (nema Heiðbjört sýnist mér), bara sitt hvor liturinn. Þetta eru svona pils úr sundbolaefni sem var voða mikið í tísku (alla vega á Hellu) og okkur fannst við megagellur!


Íris, Heiðbjört, Binna, Lilja, Vigdís og Tinna

...sem við náttúrulega vorum...

sunnudagur, apríl 24, 2005

Mömmó

Var með matarboð fyrir stelpurnar í gær í tilefni ammmælis (Gunna, Harpa, Friðsemd, Elín og Tati). Engin okkar var að drekka og allt voða rólegt. Við vorum líka með tvo litla stubba, Grímur Steinn hennar Gunnu og Benjamín hennar Hörpu, sem stálu alla athygli.

Svo er Grímur litli lasinn í dag. Hundleiðinlegt að koma til útlanda og vera svo bara lasinn. Þannig ég er að æfa mig og er ein heima með stubb. Eiki er farinn á kóræfingu og Gunna og Villi skelltu sér í dýragarðinn. Hingað til gengur mjög vel enda er hann búinn að sofa eiginlega allan tímann... sjáum til á eftir þegar hann vaknar:)

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Fim

Gleðilegan sumardaginn fyrsta

Svo á morgun koma Gunna, Villi og Grímur litli... jibbííí!!!
Síðustu tímarnir

Jæja kvaddi Heiðu í gær. Við borðuðum hádegismat saman. Var kominn fiðringur í hana og svo þegar hún var að gera sig klára til að fara heyrðum við í útvarpinu að maður smitaður af Marburg-vírus (svipar til Ebóla-vírus), sem er búinn að drepa marga í Angóla, hafi "sloppið" inn í Suður-Afríku. Skemmtilegar fréttir svona rétt áður en maður leggur í hann:)
Á eftir að sakna hennar þó svo hún eigi bara eftir að vera í mánuð.

Jæja þá eru aðeins um 5 tímar eftir af vinnunni og VÁ hvað ég hlakka til að vera búin. Ekki af því að mér finnst svo leiðinlegt í vinnunni heldur finn að ég get bara ekki meir, líkamlega. Verður ljúft að fara í barneignarleyfi í HEILT ár og ekki nóg með það heldur líka á launum! Segið svo að það sé ekki gott að vinna fyrir NovoNordisk. Ég er líka búin að ákveða að ég ætla að enda með stæl og ætla að taka leigara á kostnað fyrirtækisins alla leið að Solbakken 14, og hafa hreina samvisku yfir því.
Lotte sem er að vinna með mér núna var svo sæt að hún kom með ís þar sem þetta væri síðasta vaktin mín og ekki hvaða ís sem er heldur Paradis-ís sem er uppáhalds ísinn minn enda bestur í heimi.
Þannig að hérna sit ég inn í svínahúsi með tærnar upp í loftið og japla á lakkrís-ís á meðan þessi orð eru rituð... mmmm... ljúft að vinna hjá Novo...

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Ammmæli og Afríka

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar í gær. Sætt af ykkur öllum að muna, þar sem afmælisdagar eru bara til að gleyma.
Dagurinn var ljúfur. Við Eiki vorum bara að dúllast niðri í bæ og borðuðum úti allan daginn. Heiða slóst í för með okkur um kvöldmat.

Við vorum ekki síður að kveðja hana Heiðu skvísu þar sem hún er að fara í mánaðar ferðalag til suðurhluta Afríku í dag. Ótrúlega spennandi ferð. Hún flýgur fyrst til Johannesburg og þaðan til Victoria Falls í Zimbabwe. Þá liggur leið hennar í gegnum Botswana og Namibiu og þaðan niður Suður-Afríku. Hlakka til að sjá myndashowið úr þessarri ferð! Það verður vonandi hægt að fylgjast með ferðum hennar hér. Góða ferð ástin... knús

föstudagur, apríl 15, 2005

Vor

Það er komið vor í Kaupmannahöfn. Yndislegt. Þegar ég fór út í gær var nett rigning og sterkur gróðurilmur í loftinu. Týpískt vor.
Mér finnst þetta besti tími ársins ásamt hausti. Held það sé út af hitastiginu. Leiðist of heitt eða of kalt. Búið að vera á bilinu 10-15 gráður síðustu 2 vikur sem er svo passlegt.
Það er fátt eins dásamlegt og þegar það fer að grænka á vorin og þegar fallegu haustlitirnir brjótast fram.
Gleði gleði gleði

... held ég fari núna heim að sofa

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Loksins

Það er búið að fjárfesta í uppþvottavél á heimilinu.
Loksins heimilisfriður

sunnudagur, apríl 10, 2005

Myndir!

Er búin að setja inn fullt af myndum, m.a. frá brúðkaupinu

föstudagur, apríl 08, 2005

oj hvað ég er dugleg

Vaknaði klukkan hálf sjö í gærmorgun og þreif eldhúsinnréttinguna og endurskipulagði í skápana. Dreif mig svo í vinnuna og kláraði fyrstu yfirferð í lestrinum í Patologi á milli þess sem ég tók blóðprufur...

... en ekki eins dugleg og Ástrós og Gunni sem eignuðust frumburðinn sinn í gærkvöldi. Til hamingju með litla prinsinn. Knús

miðvikudagur, apríl 06, 2005

oj hvað ég er þreytt...
Helgin og plús

Helgin var frábær í alla staði.
Tónleikarnir voru miklu betri en ég þorði að vona. Átti einhvern veginn von á því að Keane væru ekkert svo góðir á tónleikum en svo var alls ekki. Voru fullir af orku og hressleika og stemmningin í salnum var í hámarki. Rufus Wainwright var að hita upp fyrir þá og var þetta í fyrsta skipti sem ég heyrði í honum af ráði og var ég meira en hrifin... markmið að komast yfir eintak af disk með þessum manni.

Svo á laugardaginn vorum við með svona mini brúðkaupsveislu á Solbakken og virtist fólk skemmta sér vel... alla vega fóru síðustu gestir fyrst klukkan 5 og einn/ein náði að drepast eins og gengur og gerist í góðum partýjum... En djö var erfitt að hrista sig framúr um morguninn til að þrífa salinn sem við vorum með.

Svo var hittingur á Hovedbanen klukkan 14.00 og skellt sér á Bakken til að kíkja á Hlyn í safaríbúningnum í vinnunni. Ekki hægt að segja annað en að drengurinn hafi staðið sig vel en hálf sorglegt tæki sem hann er að vinna í.

Gummi, Valur og Hlynur komu svo í heimsókn um kvöldið og fóru ekki fyrr en langt genginn í 2 og sváfum við Eiki illa út daginn eftir enda algjörlega búin eftir viðburðaríka helgi.

Er í vinnunni núna og get ekki beðið eftir að klára þessa vaktasyrpu enda þá er ég hætt og komin í barneignarorlof! Reyndar er smá þrýstingur af yfirmönnum mínum að vinna soldið fram í maí en o my god hvað ég er ekki að meika það... enda ekki eins og um sé að ræða venjulegan vinnutíma... skilja þær ekki að það sé kannski ekki svo gott að vinna 20 tíma vaktir og vera með bumbuna út í loftið... nei ég verð að vera hörð enda ekki mitt vandamál að þær séu ekki búnar að hugsa út í að ráða aðra manneskju inn...

föstudagur, apríl 01, 2005

Ísland-Danmark

Jæja þá er maður mættur aftur í baunalandið eftir yndislega dvöl á fróni. Óhætt að segja að þetta verður eftirminnileg ferð.
Enn og aftur náði ég engann veginn að gera allt sem ég hafði ætlað mér og hitta alla sem ég vildi en nenni ekki að afsaka mig.

Jæja hversdagsleikinn tekinn við hjá okkur Eika. Skóli og vinna. Ætlum þó að halda svona mini brúðkaupspartý um helgina fyrir vinina hérna í DK sem er reyndar orðið 30 manna partý og verður þar af leiðandi ekkert svo lítið.

Er að rembast í vinnunni en er búin að vera með svo mikinn hausverk eða eiginlega nett mígreni síðan í gærkvöldi og náði varla að sofa neitt í nótt vegna þess... var mjög nálægt því að fara heim en harkaði af mér en er samt að láta mig dreyma um að komast heim eftir rúman hálftíma eða þegar Tanja vaknar... það hlýtur að vera í lagi....

Litla krílið spriklar endalaust mikið sem er bara gaman. Vona samt að það líkist pabba sínum frekar og sé bara svona orkumikið heldur en mér. Pabbi minn vill nefnilega meina að ég hafi klárað alla orkuna í móðurkviði og ekki síst í fæðingunni og sé búin að vera orkulaus síðan. Það er hundleiðinlegt að vera svona orkulítil og stundum vildi ég óska að Eiki gæti smitað mig af þessarri þrotlausu orku sinni

Í kvöld er það svo Keane og Rufus Wainwright (ef heilsan leyfir) og á morgun fest... så de´ fest!