fimmtudagur, september 29, 2005

Í fréttum er þetta helst

Við Eiki fórum út á laugardaginn í fyrsta sinn síðan skvísan kom í heiminn. Heiða systir var að passa fyrir okkur. Fórum út að borða á ítalskan veitingastað og svo röltum við í átt að Tívolí þar sem við ætluðum að hitta Leiknismenn (voru að fagna að vera komnir upp um deild, Til hamingju) og aðra góða vini. Þetta gekk bara rosa vel og vorum við hin rólegustu enda ætlaði Heiða að hringja ef eitthvað væri að. Svo fékk ég sms og þegar ég tók símann úr töskunni minni hélt ég á Heiðu síma.... ó nó hugsaði ég og plís plís ekki vera með minn líka!!! Og ó jú minn sími líka í töskunni minni (eigum nefnilega eins síma). Smá panik braust út, aðallega í mér... ég hringdi beint í Emblu skólasystir mína sem býr á sama kollegie-i og ég. Fékk hana til að hlaupa yfir með símann sinn og leyfa Heiðu að hringja í mig. Embla, þessi elska, lánaði Heiðu bara símann allt kvöldið og við Eiki gátum róleg farið í Tívolí. Eftir 4 og hálfan tíma frá Solbakken var tími til kominn að fara heim og svaf sú stutta vært þegar við mættum á svæðið.

Er búin að horfa á 3 fótboltaleiki á 5 dögum og alla LOST seríuna á 2 og hálfum degi.... já ég veit allt of mikið sjónvarp og ekkert action... er hætt að hanga á netinu og ætla að taka til á meðan skvísan sefur. ble

þriðjudagur, september 27, 2005

Klukkið

1. Mig dreymir alveg fáranlega oft að ég sé úti í puplic með t.d. vinum á kaffihúsi og svo er einn sem segir “Nei heyrðu, Vigdís þú ert nakin!” og ég svona “æi, ohh, æi” og reyni svona aðeins að hylja mig en held bara áfram að vera á kaffihúsi

2. Ég heiti Vigdís Tryggvadóttir og ég er nammi-holic

3. Þegar ég kom fyrst til Danmörku þá þóttist ég vera svo góð í dönsku og hringdi á Domino´s til að panta pizzu. Eftir smá orðaskipti sagði gæinn eitthvað og ég þóttist vita hvað það væri og sagði “Og Cola” Hann:“Hvad!” Ég:“Cola, Coca Cola” Hann:”ER DET DIT NAVN??!”

4. Haustið ´99 lamaðist hálft andlitið á mér í ca. 3 vikur. Ekki er vitað með vissu af hverju

5. Ég sef eiginlega alltaf með opinn munninn

mánudagur, september 19, 2005

Áfram FC Island

Haldiði að Eiki og co hafi bara ekki unnið klakamótið! Þetta var 20. mótið og fyrsta skipti sem FC Island kemur heim með bikarinn. Flott strákar. Og til að toppa þetta allt saman var Eiki Búa valinn leikmaður mótsins. Þannig minn maður var ansi sæll og þreyttur þegar hann kom heim í gærkvöldi.
Við Sóldís María ekkert lítið ánægðar með hann og að fá hann heim aftur

sunnudagur, september 18, 2005

Eftir helgina

Sjitt hvað ég er fegin að vera ekki einstæð móðir!

mánudagur, september 12, 2005

úff

hvað það er langt síðan ég bloggaði síðast. Andleysi og tímaleysi um að kenna.
Fengum Brynju, Trausta og Sölku Sól í heimsókn um helgina frá Aarhus. Var ekkert lítið huggulegt.
Alltaf verið að kveðja. Sverrir vinur Eika úr boltanum ásamt fjölskyldu var að flytja heim til Íslands í síðustu viku.

Æi annars er voða lítið að frétta. Við Sóldís María erum bara heima að dúlla okkur. Brjálað að gera hjá Eika og er því í skólanum alla daga allan daginn.
Svo er Eiki að fara á Klakamót (fótboltamót milli íslenskra fótboltafélaga í DK) næstu helgi í Aalborg og því verðum við einar heima alla helgina. Okkur Eika er báðum farið að kvíða fyrir :o)
Svo erum við orðin mjög spennt að fara heim til Íslands og monta okkur yfir litlu skvísunni okkar. Segi bara hér og nú að við getum ekki heimsótt alla. Þið verðið bara að koma að heimsækja okkur í Fífó eða V9. Hlökkum til að sjá ykkur

fimmtudagur, september 01, 2005

Girls night out

Jæja maður ætlar bara að skella sér í bíó í kvöld með stelpunum. Ætlum að fara að sjá Crash. Hef heyrt að hún sé góð. Eiki ætlar að vera heima með litlu. Best að fara að mjólka....