miðvikudagur, júní 02, 2004

Prófatími

Jæja núna held ég hreinlega að allir séu að springa úr próflestri. Flestir (ef ekki allir) reyndar búnir á Íslandinu en flestir í miðjum klíðum hérna í danaríki. Eiki er einmitt að fara í sitt fyrsta á morgun... eða í dag.. þar sem klukkan er að verða 2 um nótt.
Ég er nefnilega stödd í svínastíu upp í Ganløse, vinna að vanda.

Annars er voða lítið að frétta af okkur. Nema að sumarið er gengið í garð og tími. Garða, teppa, øl og langt í næsta klósett framundan. Ljúft þetta líf.

Adda padda litla systir á einmitt afmæli í dag 2. júní og er því orðin 15 ára skvísa. Verður að segjast að tíminn líði hratt...
Friðsemd og Heiðbjört vinkonur mínar slá báðar í 24. árin þennan sama dag.
Til hamingju allar saman.

Engin ummæli: