laugardagur, apríl 28, 2007

Djö

Ég var aðeins og sein að yfirbjóða...

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Búin

Búin í prófinu og gjörsamlega búin á því. Ætla sko ekki að opna bók í fokkings...já sem sagt í 2 daga.
En var núna að koma heim af Stuðmenn/Sálin tónleikum/balli. Þrælfínt. Fína og fræga fólkið mætt (fína lesist sem ríka) og ég.
En 2 barþjónar fyrir allt þetta fólk og ekki nóg með það að þetta hafi verið fólk þá voru þetta mjög þyrstir íslendingar sem voru búnir að fljúga alla leið frá Íslandi til þess að kaupa bjór og horfa á Stuðmenn/Sálin.
2 barþjónar, seriously.
Enda kom mín bara bláedrú af tónleikunum/ballinu og verð rosalega fegin í fyrramálið að það hafi bara verið 2 barþjónar. Góða nótt.

föstudagur, apríl 13, 2007

Próf.

Próf og punktur. Lítið annað sem kemst að. Vakna með Eika og Sóldísi og borða kvöldmat með þeim. Þetta er það eina sem ég sé af þeim annars. Og svona verður þetta fram á miðvikudag.
En ég ætla ekki að kvarta...

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Kisan

Kisan mín er að fara til æxlunarfærasérfræðings á morgun. Jújú, þrátt fyrir að hún hafi verið geld fyrir ca. einum og hálfum mánuði er mín ennþá að breima. Auk þess er hún með aukin brjóstvef og greinilegt hormónaójafnvægi. Sónar, blóðprufur og annað bíður hennar og ekki nóg með það þá þarf hún að vera fastandi, þar sem við þurfum að deyfa hana vegna hversu crazy hún verður á spítalanum.
Hlakka ekkert rosa til en samt pínku spennandi.

En einn útúrdúr. Dýralæknirinn heitir Gry. GRY! Þetta er ljótasta nafn sem ég veit um. Sérstaklega þegar það er sagt með sterkum dönskum hreim. Grrrrruujjj. Oj

sunnudagur, apríl 08, 2007

Gleðilega páska

Komum heim í gær eftir ótrúlega ljúfa ferð í sumarhús.
Nú erum við södd og sæl eftir að hafa stútað einu litlu páskaeggi nr. 3, frá Nóa og Siríusi auðvitað.
Sóldís fékk líka og var alsæl. Og mátti heyra hátt og skýrt "Míííínnnnnnnn!" þegar eggið fór að minnka og henni fór ekki að lítast á blikuna :o) En "mín" er uppáhalds orðið hennar þessa dagana.

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Sommerhus

Jæja við erum á leið með 5 öðrum barnafjölskyldum í glæsilegt sumarhús á Fyn. Verðum þar fram á laugardag. Hlökkum rosa til en líka viss um að það verði viða gott að koma heim aftur.

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Lussingesyge

Og hvað er nú það eiginlega??! Góð spurning. Það er hin svokallaða fimmta barnaveikin eða Faraldsroði. Einhverju nær?
Jújú hún Sóldís mín hefur líklegast náð sér í svoleiðis og er því heima. Ekki hentugt fyrir mæður í prófalestri. Nema hvað að samkvæmt mínum heimildum hættir maður að smita um leið og útbrot koma fram, sem er líklegast hennar tilfelli (segi líklegast því læknirinn var ekki 100% viss um að þetta væri lussingesyge til að byrja með). En samt vilja þau ekki fá hana á Vuggestuen, annars er hún fullfrísk.
Smá frústrering í gangi og ég ekki skilja.